Í hverja var hringt? Kristrún Frostadóttir skrifar 31. mars 2022 07:00 Það er fyrir algjöra tilviljun að við vitum að litlir fjárfestar fengu að fjárfesta með afslætti í Íslandsbanka um daginn. Upplýsingar bárust um þrjá innherja. Einn aðili keypti fyrir 55 milljónir króna. Annar fyrir 27 milljónir króna. Og sá þriðji fyrir 11 milljónir króna. Hver var tilgangurinn með því að fá þessa aðila inn? Eru þeir að taka á sig umtalsverða markaðsáhættu með því að kaupa fyrir 11 milljónir króna? Eru þetta langtímafjárfestar? Þetta eru allt aðilar sem hefðu hæglega getað keypt umrædd bréf á eftirmarkaði, án afsláttar, eins og allir aðrir. Tilgangurinn með tilboðsfyrirkomulaginu var ekki að leyfa nokkrum fagfjárfestum sem eru að fjárfesta fyrir sitt persónulega bókhald að fá smá afslátt. Svona upphæðir – litlar upphæðir sem vekja minni athygli – vekja einmitt upp stærstu spurningarnar. Hvernig voru þessir aðilar valdir? Hversu stór hluti Íslandsbanka í þessari umferð var seldur undir markaðsverði til aðila sem þurftu alls ekki svona afslátt? Til aðila sem eru ekki stórir langtímafjárfestar – heldur mögulega bara á réttum hringilista hjá verðbréfamiðlara? Þessar upplýsingar þurfa að koma fram. Það var tekin ákvörðun í annarri umferð sölu hluta í Íslandsbanka að halda ekki almennt útboð. Almenningi gafst ekki kostur á að kaupa. Rökin voru þau að það hefði verið nóg af slíkum fjárfestum í síðasta útboði. Nú væri komið að hæfu fjárfestunum og mikilvægt að fá að borðinu stóra fjárfesta, sem treystu sér til að styðja við rekstur bankans til lengri tíma, stór hlutur í bankanum þýddi að aðilarnir væru að taka á sig umtalsverða markaðsáhættu – hluturinn gæti mögulega fallið í verði eftir kaupin. Því væri eðlilegt að veita afslátt af markaðsverði. Kostnaðurinn af útboðinu yrði jafnframt lægri. Jafnræði og gagnsæi yrði leiðarljósið þegar valið væri um slíka fjárfesta. Svona var þessu stillt upp. Þegar fjármálaráðherra var svo spurður að morgni útboðs hvers vegna veittur væri 5 krónu afsláttur af markaðsverði við kaupin, þrátt fyrir umtalsverða umfram eftirspurn eftir bréfum í bankanum, þar á meðal frá stórum lífeyrissjóðum, var sagt að það væri heildarmyndin sem skipti máli. Hverjir keyptu væri það sem skiptir máli. Já, hverjir keyptu skiptir nefnilega máli. Tilboðsfyrirkomulag er þekkt aðferð við sölu á stórum hlutum í fyrirtækjum. Tvennt þarf þó að hafa í huga: 1) Afslátturinn er ekki meitlaður í stein. Hann tekur mið af áhuga – og óljóst er enn hvernig sá áhugi dreifðist. Aðeins hefur borist yfirlýsing frá Bankasýslunni um talsverða umfram eftirspurn. 2) Það er ekki verið að selja bara einhverja eign, eitthvað fyrirtæki. Heldur almenningseign. Því skiptir máli að almenningur fái skýr rök fyrir því hvers vegna verðmiðinn var þessi. Og hvers vegna þeir aðilar sem fengu að kaupa, fengu að kaupa, og af hverju þeir fengu ákveðinn hlut en aðrir ekki. Vandinn er sá að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa tileinkað sér ákveðinn pólitískan stíl í frásögn af þessu máli – eins og mörgu öðru. Svokölluð „stjórnmál óumflýjanleika“ stunduð. Stjórnmál sem segja þá sögu að við séum alltaf á réttri leið. Þó að vandamál komi upp þá séu þau óumflýjanleg og hliðaráhrif þess hlutlausa kerfis sem stjórnvöld þó móta. Í tilviki sölu almenningseigna í markaðshagkerfi gæti það birst með þeim hætti að aðalmálið sé að koma hlutunum á markað – ósýnilega höndin muni koma hlutunum á réttan stað. Ef hliðarafurð slíkrar sölu sé sú að einhverjir kaupi sem þurfi ekki að kaupa á afslætti þá sé það í raun aðeins aukaatriði. Stóra fréttin sé sú að bankinn hafi verið seldur og heilt yfir gekk allt vel. Þá er hægt að gleyma gildunum, þá þarf ekki að spyrja sig gagnrýnna og erfiða spurninga, horfa inn á við; náttúrulega ferlið sér bara um þetta. Svona hliðarafurð úr frásagnarheimi „stjórnmála óumflýjanleikans“ birtist okkur nefnilega núna. Það er nokkuð öruggt að ef fjármálaráðherra hefði staðið í pontu Alþingis fyrir nokkrum vikum síðan og sagt að það væri markmið með sölunni á Íslandsbanka í þetta skipti að fá inn hóp af tilfallandi smáum fjárfestum til að leggja inn 10-50 milljónir í bankann – og veita þeim afslátt af upphæð sem þeir gátu allt eins keypt á eftirmarkaði – þá hefði verið gerð athugasemd við það. Enda alls ekki uppleggið. Markmiðin með sölunni, á slíku tilboðsverði, virðast nú óljósari en fyrir söluna. Til hvers var vonast til að selja og hvernig fóru tilboðin fram? Það þarf að birta upplýsingar um hverjum bauðst að kaupa á þessu verði, hverjir fengu að fljóta með og hvers vegna. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Alþingi Mest lesið Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fyrir algjöra tilviljun að við vitum að litlir fjárfestar fengu að fjárfesta með afslætti í Íslandsbanka um daginn. Upplýsingar bárust um þrjá innherja. Einn aðili keypti fyrir 55 milljónir króna. Annar fyrir 27 milljónir króna. Og sá þriðji fyrir 11 milljónir króna. Hver var tilgangurinn með því að fá þessa aðila inn? Eru þeir að taka á sig umtalsverða markaðsáhættu með því að kaupa fyrir 11 milljónir króna? Eru þetta langtímafjárfestar? Þetta eru allt aðilar sem hefðu hæglega getað keypt umrædd bréf á eftirmarkaði, án afsláttar, eins og allir aðrir. Tilgangurinn með tilboðsfyrirkomulaginu var ekki að leyfa nokkrum fagfjárfestum sem eru að fjárfesta fyrir sitt persónulega bókhald að fá smá afslátt. Svona upphæðir – litlar upphæðir sem vekja minni athygli – vekja einmitt upp stærstu spurningarnar. Hvernig voru þessir aðilar valdir? Hversu stór hluti Íslandsbanka í þessari umferð var seldur undir markaðsverði til aðila sem þurftu alls ekki svona afslátt? Til aðila sem eru ekki stórir langtímafjárfestar – heldur mögulega bara á réttum hringilista hjá verðbréfamiðlara? Þessar upplýsingar þurfa að koma fram. Það var tekin ákvörðun í annarri umferð sölu hluta í Íslandsbanka að halda ekki almennt útboð. Almenningi gafst ekki kostur á að kaupa. Rökin voru þau að það hefði verið nóg af slíkum fjárfestum í síðasta útboði. Nú væri komið að hæfu fjárfestunum og mikilvægt að fá að borðinu stóra fjárfesta, sem treystu sér til að styðja við rekstur bankans til lengri tíma, stór hlutur í bankanum þýddi að aðilarnir væru að taka á sig umtalsverða markaðsáhættu – hluturinn gæti mögulega fallið í verði eftir kaupin. Því væri eðlilegt að veita afslátt af markaðsverði. Kostnaðurinn af útboðinu yrði jafnframt lægri. Jafnræði og gagnsæi yrði leiðarljósið þegar valið væri um slíka fjárfesta. Svona var þessu stillt upp. Þegar fjármálaráðherra var svo spurður að morgni útboðs hvers vegna veittur væri 5 krónu afsláttur af markaðsverði við kaupin, þrátt fyrir umtalsverða umfram eftirspurn eftir bréfum í bankanum, þar á meðal frá stórum lífeyrissjóðum, var sagt að það væri heildarmyndin sem skipti máli. Hverjir keyptu væri það sem skiptir máli. Já, hverjir keyptu skiptir nefnilega máli. Tilboðsfyrirkomulag er þekkt aðferð við sölu á stórum hlutum í fyrirtækjum. Tvennt þarf þó að hafa í huga: 1) Afslátturinn er ekki meitlaður í stein. Hann tekur mið af áhuga – og óljóst er enn hvernig sá áhugi dreifðist. Aðeins hefur borist yfirlýsing frá Bankasýslunni um talsverða umfram eftirspurn. 2) Það er ekki verið að selja bara einhverja eign, eitthvað fyrirtæki. Heldur almenningseign. Því skiptir máli að almenningur fái skýr rök fyrir því hvers vegna verðmiðinn var þessi. Og hvers vegna þeir aðilar sem fengu að kaupa, fengu að kaupa, og af hverju þeir fengu ákveðinn hlut en aðrir ekki. Vandinn er sá að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa tileinkað sér ákveðinn pólitískan stíl í frásögn af þessu máli – eins og mörgu öðru. Svokölluð „stjórnmál óumflýjanleika“ stunduð. Stjórnmál sem segja þá sögu að við séum alltaf á réttri leið. Þó að vandamál komi upp þá séu þau óumflýjanleg og hliðaráhrif þess hlutlausa kerfis sem stjórnvöld þó móta. Í tilviki sölu almenningseigna í markaðshagkerfi gæti það birst með þeim hætti að aðalmálið sé að koma hlutunum á markað – ósýnilega höndin muni koma hlutunum á réttan stað. Ef hliðarafurð slíkrar sölu sé sú að einhverjir kaupi sem þurfi ekki að kaupa á afslætti þá sé það í raun aðeins aukaatriði. Stóra fréttin sé sú að bankinn hafi verið seldur og heilt yfir gekk allt vel. Þá er hægt að gleyma gildunum, þá þarf ekki að spyrja sig gagnrýnna og erfiða spurninga, horfa inn á við; náttúrulega ferlið sér bara um þetta. Svona hliðarafurð úr frásagnarheimi „stjórnmála óumflýjanleikans“ birtist okkur nefnilega núna. Það er nokkuð öruggt að ef fjármálaráðherra hefði staðið í pontu Alþingis fyrir nokkrum vikum síðan og sagt að það væri markmið með sölunni á Íslandsbanka í þetta skipti að fá inn hóp af tilfallandi smáum fjárfestum til að leggja inn 10-50 milljónir í bankann – og veita þeim afslátt af upphæð sem þeir gátu allt eins keypt á eftirmarkaði – þá hefði verið gerð athugasemd við það. Enda alls ekki uppleggið. Markmiðin með sölunni, á slíku tilboðsverði, virðast nú óljósari en fyrir söluna. Til hvers var vonast til að selja og hvernig fóru tilboðin fram? Það þarf að birta upplýsingar um hverjum bauðst að kaupa á þessu verði, hverjir fengu að fljóta með og hvers vegna. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun