Vatnið – Lífæð þjóðar Jón Trausti Kárason skrifar 22. mars 2022 09:00 22. mars er alþjóðlegur dagur vatnsins. Þema dagsins í ár er grunnvatn. Vatn er ein grundvallarforsenda þess að líf geti þrifist hér á jörðu, sem og annarsstaðar ef út í það er farið. Aðgengi og gæðum vatns er mjög misskipt eftir því hvar niður er borið á jarðkringlunni en hér á landi búum við ansi hreint vel þar sem meginþorri þjóðar býr við góðan vatnsforða og heilnæmi neysluvatns er almennt með allra besta móti. Það má því segja að við sem hér byggjum land, séum í þeirri forréttindastöðu að við búum, og höfum búið, við allsnægtir þegar kemur að aðgengi að hreinu vatni. Afar mikilvægt er að við sem samfélag áttum okkur á því að umrædd forréttindi eru ekki sjálfgefin. Við höfum komist á þann stað sem við erum á með mikilli framsýni og fyrirhöfn. Það er hlutverk okkar sem kyndilberar nútíðarinnar að horfa fram á veginn og skila af okkur þeirri dýrmætu auðlind sem kalda vatnið er til komandi kynslóða í sama, eða betra, ástandi en við tókum við henni. Breytingar á loftslagi jarðar hafa og munu breyta leiknum þegar kemur að því að tryggja þau lífsgæði sem vatninu fylgja. Samfélagið fékk áminningu síðasta sumar þegar gróðureldar kviknuðu í Heiðmörk eftir langvarandi þurrka. Þrátt fyrir að betur hafi farið en á horfðist mátti ekki mikið út af bera til þess að raunin hefði orðið önnur. Í samhengi þessara atburða, þá er mikilvægt að átta sig á því að Heiðmörk er vatnsverndarsvæði og því karfan sem geymir fjöregg höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að vatnsöflun. Það var fumlausu og samstilltu átaki þeirra sem hafa almannavarnir á sínu forræði að þakka að ekki fór verr. Fari eitthvað úrskeiðis sem ógnað gæti þeim vatnsbólunum sem þar er að finna, er aðgengi stórs hluta þjóðarinnar að neysluvatni sett í uppnám. Við hjá Veitum tökum alvarlega það hlutverk okkar að hlúa að og nýta auðlindina með sjálfbærni og almannahagsmuni að leiðarljósi og erum sífellt á varðbergi þegar kemur að því að leita leiða til þess að vernda og tryggja þessa lífnauðsynlegu innviði. Þrátt fyrir að ábyrgðin á vatnsverndinni hvíli formlega á herðum skilgreindra aðila er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir að hún liggur í raun hjá hverju og einu okkar þegar stóra samhengi hlutanna er skoðað. Boðskapur minn á Degi vatnsins til okkar sem þjóðar er eftirfarandi. Á meðan við njótum á ábyrgan hátt þeirra gjafa sem náttúra okkar hefur upp á að bjóða skulum við sífellt hafa það í huga að forréttindi okkar eru ekki sjálfgefin og að samheldni og samstillt átak þjóðar þarf til þess að þeirra verði áfram notið um ókomin ár. Höfundur er forstöðumaður vatnsveitu Veitna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
22. mars er alþjóðlegur dagur vatnsins. Þema dagsins í ár er grunnvatn. Vatn er ein grundvallarforsenda þess að líf geti þrifist hér á jörðu, sem og annarsstaðar ef út í það er farið. Aðgengi og gæðum vatns er mjög misskipt eftir því hvar niður er borið á jarðkringlunni en hér á landi búum við ansi hreint vel þar sem meginþorri þjóðar býr við góðan vatnsforða og heilnæmi neysluvatns er almennt með allra besta móti. Það má því segja að við sem hér byggjum land, séum í þeirri forréttindastöðu að við búum, og höfum búið, við allsnægtir þegar kemur að aðgengi að hreinu vatni. Afar mikilvægt er að við sem samfélag áttum okkur á því að umrædd forréttindi eru ekki sjálfgefin. Við höfum komist á þann stað sem við erum á með mikilli framsýni og fyrirhöfn. Það er hlutverk okkar sem kyndilberar nútíðarinnar að horfa fram á veginn og skila af okkur þeirri dýrmætu auðlind sem kalda vatnið er til komandi kynslóða í sama, eða betra, ástandi en við tókum við henni. Breytingar á loftslagi jarðar hafa og munu breyta leiknum þegar kemur að því að tryggja þau lífsgæði sem vatninu fylgja. Samfélagið fékk áminningu síðasta sumar þegar gróðureldar kviknuðu í Heiðmörk eftir langvarandi þurrka. Þrátt fyrir að betur hafi farið en á horfðist mátti ekki mikið út af bera til þess að raunin hefði orðið önnur. Í samhengi þessara atburða, þá er mikilvægt að átta sig á því að Heiðmörk er vatnsverndarsvæði og því karfan sem geymir fjöregg höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að vatnsöflun. Það var fumlausu og samstilltu átaki þeirra sem hafa almannavarnir á sínu forræði að þakka að ekki fór verr. Fari eitthvað úrskeiðis sem ógnað gæti þeim vatnsbólunum sem þar er að finna, er aðgengi stórs hluta þjóðarinnar að neysluvatni sett í uppnám. Við hjá Veitum tökum alvarlega það hlutverk okkar að hlúa að og nýta auðlindina með sjálfbærni og almannahagsmuni að leiðarljósi og erum sífellt á varðbergi þegar kemur að því að leita leiða til þess að vernda og tryggja þessa lífnauðsynlegu innviði. Þrátt fyrir að ábyrgðin á vatnsverndinni hvíli formlega á herðum skilgreindra aðila er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir að hún liggur í raun hjá hverju og einu okkar þegar stóra samhengi hlutanna er skoðað. Boðskapur minn á Degi vatnsins til okkar sem þjóðar er eftirfarandi. Á meðan við njótum á ábyrgan hátt þeirra gjafa sem náttúra okkar hefur upp á að bjóða skulum við sífellt hafa það í huga að forréttindi okkar eru ekki sjálfgefin og að samheldni og samstillt átak þjóðar þarf til þess að þeirra verði áfram notið um ókomin ár. Höfundur er forstöðumaður vatnsveitu Veitna.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun