Unga fólkið og framtíðin Ómar Már Jónsson skrifar 20. mars 2022 12:00 Árið er 1981, leiðin lá til Reykjavíkur í helgarfrí frá Héraðsskólanum Reykjum í Hrútafirði. Ungir, 15 ára óharðnaðir vinir utan af landi voru komnir í langþráð helgarfrí til að skemmta sér á Hallærisplaninu í 101 Reykjavík. Við höfðum verið fyrirhyggjusamir og útvegað okkur eina flösku af íslensku brennivíni fyrir gleðina sem framundan var. Eftir tíðindalitla en skemmtilega nótt þegar unga fólkið fór að týnast í burtu áttuðum við okkur á því að það hafði gleymst að skipuleggja næturgistingu og farið að kólna. Ráðalausir vorum við ekki og lögðum leið okkar á lögreglustöðina við Hlemm. Eftir strangar samningaviðræðum við vaktstjóra fengum við að sofa úr okkur í anddyri lögreglustöðvarinnar. Var beiðni okkar um að fá að gista í fangaklefum ekki samþykkt. Um morgunin við vaktaskipti á lögreglustöðinni vakna ég við að þrír lögregluþjónar í fullum skrúða eru sturmandi yfir okkur, þar á meðal kona um fimmtugt sem með forundrunarsvip spurði félaga sína er hún starði á okkur: „Er þetta kynslóðin sem á að taka við af okkur?“ Það var áhyggjutónn í röddinni. Ég hef aldrei gleymt tilfinningunni sem spurning hennar hafði á mig. Ég hafði hreinlega ekki hugsað út í að við sem þarna lágum ættum eftir að taka við af þeim, að við værum unga kynslóðin sem horft væri á sem arftaka. Breyttir tímar Unga fólkið okkar, kynslóðin sem mun taka við stendur sig vel. Mér finnst unga fólkið á margan hátt þroskaðara, fyrirhyggjusamara, betur menntað, vera meðvitaðra og með skýrari framtíðarsýn en mín kynslóð, það veit hvað það vill. Við erum sífellt að þroskast sem þjóð. En hvernig erum við að búa þeim í haginn? Hvernig skilyrði erum við að skapa kynslóðinni sem erfa skal landið til að flytja úr foreldrahúsum, fara inn á fasteignamarkaðinn, kaupa sína fyrstu eign eða leigja meðan sparað er fyrir útborgun í íbúð? Við höfum nefnilega skyldum að gegna gagnvart þeim hópi. Að þau hafi aðgengi að réttlátum íbúðamarkaði, hvort sem það er til kaupa eða leigja og þar er augljóslega pottur brotinn. Vegna brests milli framboðs og eftirspurnar á lóðum, lóðaskorti og þar með skorti á íbúðarhúsnæði hefur verð á húsnæði farið í hæstu hæðir, langt út fyrir eðlilega verðþróun og leiguverð húsnæðis fylgir þar með. Meðalkaupverð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um fimm milljónir króna á síðustu tveimur mánuðum og leiga á 60 fermetra íbúð er búið að rjúfa 250 þús. kr. múrinn. Sú þróun er mannana verk og það er staðreynd að hvergi á byggðu bóli hefur íbúðaverð hækkað jafn gengdarlaust og í Reykjavík og er það okkar samfélagsleg skylda að vinda ofan af því. Ég ætla að beita mér fyrir því að stórauka framboð á lóðum til bygginga, bæði fyrir verktaka og einnig skapa aðgengi að lóðum til þeirra sem vilja byggja sjálfir. Reiknast mér til að það þurfi að lágmarki að byggja 10.000 íbúðir í Reykjavík á næstu 5 árum. Ég ætla einnig að beita mér fyrir því að stórauka framboð á leiguhúsnæði í gegn um fasteignafélög sem eru ekki hagnaðardrifin. Við höfum allar forsendur til þess og það er ekki eftir neinu að bíða. Hefjum umbreytingaferli eftir kosningar til borgarstjórnar í maí nk. Sköpum aðgengi fyrir unga fólkið inn á sanngjarnan og eðlilegan fasteigna- og leigumarkað. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti Miðflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Ómar Már Jónsson Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Árið er 1981, leiðin lá til Reykjavíkur í helgarfrí frá Héraðsskólanum Reykjum í Hrútafirði. Ungir, 15 ára óharðnaðir vinir utan af landi voru komnir í langþráð helgarfrí til að skemmta sér á Hallærisplaninu í 101 Reykjavík. Við höfðum verið fyrirhyggjusamir og útvegað okkur eina flösku af íslensku brennivíni fyrir gleðina sem framundan var. Eftir tíðindalitla en skemmtilega nótt þegar unga fólkið fór að týnast í burtu áttuðum við okkur á því að það hafði gleymst að skipuleggja næturgistingu og farið að kólna. Ráðalausir vorum við ekki og lögðum leið okkar á lögreglustöðina við Hlemm. Eftir strangar samningaviðræðum við vaktstjóra fengum við að sofa úr okkur í anddyri lögreglustöðvarinnar. Var beiðni okkar um að fá að gista í fangaklefum ekki samþykkt. Um morgunin við vaktaskipti á lögreglustöðinni vakna ég við að þrír lögregluþjónar í fullum skrúða eru sturmandi yfir okkur, þar á meðal kona um fimmtugt sem með forundrunarsvip spurði félaga sína er hún starði á okkur: „Er þetta kynslóðin sem á að taka við af okkur?“ Það var áhyggjutónn í röddinni. Ég hef aldrei gleymt tilfinningunni sem spurning hennar hafði á mig. Ég hafði hreinlega ekki hugsað út í að við sem þarna lágum ættum eftir að taka við af þeim, að við værum unga kynslóðin sem horft væri á sem arftaka. Breyttir tímar Unga fólkið okkar, kynslóðin sem mun taka við stendur sig vel. Mér finnst unga fólkið á margan hátt þroskaðara, fyrirhyggjusamara, betur menntað, vera meðvitaðra og með skýrari framtíðarsýn en mín kynslóð, það veit hvað það vill. Við erum sífellt að þroskast sem þjóð. En hvernig erum við að búa þeim í haginn? Hvernig skilyrði erum við að skapa kynslóðinni sem erfa skal landið til að flytja úr foreldrahúsum, fara inn á fasteignamarkaðinn, kaupa sína fyrstu eign eða leigja meðan sparað er fyrir útborgun í íbúð? Við höfum nefnilega skyldum að gegna gagnvart þeim hópi. Að þau hafi aðgengi að réttlátum íbúðamarkaði, hvort sem það er til kaupa eða leigja og þar er augljóslega pottur brotinn. Vegna brests milli framboðs og eftirspurnar á lóðum, lóðaskorti og þar með skorti á íbúðarhúsnæði hefur verð á húsnæði farið í hæstu hæðir, langt út fyrir eðlilega verðþróun og leiguverð húsnæðis fylgir þar með. Meðalkaupverð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um fimm milljónir króna á síðustu tveimur mánuðum og leiga á 60 fermetra íbúð er búið að rjúfa 250 þús. kr. múrinn. Sú þróun er mannana verk og það er staðreynd að hvergi á byggðu bóli hefur íbúðaverð hækkað jafn gengdarlaust og í Reykjavík og er það okkar samfélagsleg skylda að vinda ofan af því. Ég ætla að beita mér fyrir því að stórauka framboð á lóðum til bygginga, bæði fyrir verktaka og einnig skapa aðgengi að lóðum til þeirra sem vilja byggja sjálfir. Reiknast mér til að það þurfi að lágmarki að byggja 10.000 íbúðir í Reykjavík á næstu 5 árum. Ég ætla einnig að beita mér fyrir því að stórauka framboð á leiguhúsnæði í gegn um fasteignafélög sem eru ekki hagnaðardrifin. Við höfum allar forsendur til þess og það er ekki eftir neinu að bíða. Hefjum umbreytingaferli eftir kosningar til borgarstjórnar í maí nk. Sköpum aðgengi fyrir unga fólkið inn á sanngjarnan og eðlilegan fasteigna- og leigumarkað. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti Miðflokksins í Reykjavík.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun