Óviðunandi ákvörðun framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar Birgir Dýrfjörð skrifar 18. mars 2022 11:31 Í lögum Samfylkingarinnar segir: „Grein 12.12 Landsfundur kýs fimm fulltrúa í stjórn verkalýðsmálaráðs.“ Á fundi flokksstjórnar Samfylkingarinnar 12.mars s.l. gerðist sá ömurlegi atburður, að lög flokksins voru brotin í þeim eina sjánlega tilgangi, að flokksstjórn Samfylkingarnnar gæti tekið sér stöðu í heiftúðugum illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar, og skipað sér á bekk móti stjórnendum Eflingar, og þeim fjölda einstaklinga og samtaka, sem hana styðja. Þetta lögbrot framkvæmdastjórnar átti sér stað þannig, að hún setti á dagskrá flokksstjórnarfundar ólöglega kosningu fimm fulltrúa í verkalýðsmálaráð flokksins. Það er flott veganesti,eða hitt þó heldur, að frambjóðendur Samfylkingarinnar í komandi kosningum þurfi að verja þann gjörning framkvæmdastjórnar, að brjóta eigin lög til að geta tekið upp á sína arma einstaklinga, sem standa fyrir endurteknum árásum á æru og verk nýkjörinnar stjórnar Eflingar, öflugasta stéttafélags láglaunafólks. Hætt er við, að kjósendur álíti að tímasetning atburðanna sé meðvituð ögrun við stjórn Eflingar. Lykilspurning Hvaðan fékk framkvæmdastjórn þá fráleitu hugmynd , að opna pólitískar vígstöðvar rétt fyrir kosningar, til þess eins, að takast þar á við samtök verkafólks? Hver ákvað það feigðarflan? Líkn með þraut Ég vil að það komi fram hér, að meðal þeirra, sem kjörnir voru í verkalýðsmálaráðið er fólk, sem ég hefði sjálfur kosið með glöðu geði. En það breytir ekki þeirri staðreynd að meðal þeirra, sem kjörnir voru í ráðið er fólk, sem vegið hefur með þeim hætti að mannorði forystufólks Eflingar, að það getur aldrei orðið sá tengiliður milli Samfylkingar og samtaka launafólks, sem verklýðsmálaráð var og er stofnað til að vera. Kosning þessa fólks mun virka á fjölda kjósenda eins og hrokafull ögrun framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar gegn samtökum verkafólks. Þessi löglausi gjörningur er pólitískt slys, sem framkvæmdastjórn á að axla ábyrgð á. Þau sem kosin voru í verkalýðsráðið þurfa einnig að átta sig á, að kosning þeirra var lögbrot. Þau eru ekki rétt kosin.Þau hafa ekki umboð frá Landsfundi eins og kvöð er um í lögum. Á landsfundi voru um 900 atkvæðisbærir fulltrúar. Á fundi flokkstjórnarinnar kusu 49 manns. Ætli þau að sitja áfram þá eru þau eins og farþegi, sem greiddi sæti sitt með fölsuðum peningi. Hvað gerir meirihluti framkvæmdastjórnar? Nú reynir á manndóm, sjálfsvirðingu og æru meirihlutans í framkæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Virðir hann eða vanvirðir hann lög flokksins okkar? Mun hann ógilda kosninguna eins og lög bjóða. Eða ætlar hann flokknum, og frambjóðendum hans, að burðast í komandi kosningaslag með þetta heimabakaða pólitíska hneyksli? Höfundur er rafvirki og í flokksstjórn Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Samfylkingin Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Í lögum Samfylkingarinnar segir: „Grein 12.12 Landsfundur kýs fimm fulltrúa í stjórn verkalýðsmálaráðs.“ Á fundi flokksstjórnar Samfylkingarinnar 12.mars s.l. gerðist sá ömurlegi atburður, að lög flokksins voru brotin í þeim eina sjánlega tilgangi, að flokksstjórn Samfylkingarnnar gæti tekið sér stöðu í heiftúðugum illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar, og skipað sér á bekk móti stjórnendum Eflingar, og þeim fjölda einstaklinga og samtaka, sem hana styðja. Þetta lögbrot framkvæmdastjórnar átti sér stað þannig, að hún setti á dagskrá flokksstjórnarfundar ólöglega kosningu fimm fulltrúa í verkalýðsmálaráð flokksins. Það er flott veganesti,eða hitt þó heldur, að frambjóðendur Samfylkingarinnar í komandi kosningum þurfi að verja þann gjörning framkvæmdastjórnar, að brjóta eigin lög til að geta tekið upp á sína arma einstaklinga, sem standa fyrir endurteknum árásum á æru og verk nýkjörinnar stjórnar Eflingar, öflugasta stéttafélags láglaunafólks. Hætt er við, að kjósendur álíti að tímasetning atburðanna sé meðvituð ögrun við stjórn Eflingar. Lykilspurning Hvaðan fékk framkvæmdastjórn þá fráleitu hugmynd , að opna pólitískar vígstöðvar rétt fyrir kosningar, til þess eins, að takast þar á við samtök verkafólks? Hver ákvað það feigðarflan? Líkn með þraut Ég vil að það komi fram hér, að meðal þeirra, sem kjörnir voru í verkalýðsmálaráðið er fólk, sem ég hefði sjálfur kosið með glöðu geði. En það breytir ekki þeirri staðreynd að meðal þeirra, sem kjörnir voru í ráðið er fólk, sem vegið hefur með þeim hætti að mannorði forystufólks Eflingar, að það getur aldrei orðið sá tengiliður milli Samfylkingar og samtaka launafólks, sem verklýðsmálaráð var og er stofnað til að vera. Kosning þessa fólks mun virka á fjölda kjósenda eins og hrokafull ögrun framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar gegn samtökum verkafólks. Þessi löglausi gjörningur er pólitískt slys, sem framkvæmdastjórn á að axla ábyrgð á. Þau sem kosin voru í verkalýðsráðið þurfa einnig að átta sig á, að kosning þeirra var lögbrot. Þau eru ekki rétt kosin.Þau hafa ekki umboð frá Landsfundi eins og kvöð er um í lögum. Á landsfundi voru um 900 atkvæðisbærir fulltrúar. Á fundi flokkstjórnarinnar kusu 49 manns. Ætli þau að sitja áfram þá eru þau eins og farþegi, sem greiddi sæti sitt með fölsuðum peningi. Hvað gerir meirihluti framkvæmdastjórnar? Nú reynir á manndóm, sjálfsvirðingu og æru meirihlutans í framkæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Virðir hann eða vanvirðir hann lög flokksins okkar? Mun hann ógilda kosninguna eins og lög bjóða. Eða ætlar hann flokknum, og frambjóðendum hans, að burðast í komandi kosningaslag með þetta heimabakaða pólitíska hneyksli? Höfundur er rafvirki og í flokksstjórn Samfylkingarinnar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar