Framsókn í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar 18. mars 2022 08:31 Í byrjun mars kynnti Framsókn í Hafnarfirði framboðslistann fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem verða þann 14. maí næstkomandi. Listinn er skipaður öflugu og góðu fólki sem vill vinna vel fyrir Hafnarfjörð. Mér hefur verið falið að leiða listann og er ég ákaflega þakklátur fyrir það traust. Ég hef starfað í bæjarmálunum á þessum kjörtímabili sem formaður í fjölskylduráði og varabæjarfulltrúi. Hef einnig tekið þátt í ýmsum trúnaðarstörfum fyrir bæinn. Fyrir utan störf mín á sviði bæjarmála þá er mitt aðalstarf að vera skólastjóri í Öldutúnsskóla. Ég hef tæplega 20 ára reynslu sem skólastjóri í grunnskólum, fyrst á Grenivík og síðan hér í Hafnarfirði. Sú reynsla hefur og mun áfram nýtast mér afar vel á vettvangi stjórnmálanna. Fljótlega eftir að ég tók við sem skólastjóri Öldutúnsskóla þá settum við okkur það markmið að Öldutúnsskóli ætti að skipa sér í fremstu röð meðal grunnskóla landsins. Við höfum náð virkilega góðum árangri hvað það varðar. Við þurfum ekki annað en að rýna í niðurstöður á mælingum á starfi skólans til að sjá það. Og ég segi ,,við“ einfaldlega vegna þess að ég er ekki einn í þessu. Ég er með fullt af fólki með mér, nemendur, starfsmenn og foreldra. Saman náum við þessum árangri. Þannig sýn hef ég einnig á stjórnmálin. Við þurfum að vinna saman. Vinna saman að því að finna bestu mögulegu leiðirnar. Við þurfum ekki alltaf að vera sammála en með því að ræða málin þá oftar en ekki náum við góðri lendingu. Ég hef aldrei og mun aldrei tala niður skoðanir annarra, þannig pólitík hentar mér ekki. Það er svo mikilvægt að hafa ólíkar skoðanir til að framþróun geti átt sér stað. Með því að hafa ólíkar skoðanir þá skoðum við allar hliðar og reynum að ná bestu mögulegu leiðinni fyrir íbúa sveitarfélagsins. Málefnavinna er í fullum gangi og það eru nú þegar komnar fullt af hugmyndum um það hvernig við gerum góðan bæ enn betri. Við eigum eftir að kynna okkar áherslur vel fyrir íbúum næstu vikurnar. Við í Framsókn höfum starfað að heilindum á þessum kjörtímabili. Erum stolt af þeim verkum sem við höfum staðið fyrir og komið í framkvæmd. Framundan eru skemmtilegar vikur í kosningabaráttunni. Við ætlum að heyja öfluga kosningabaráttu. Kosningabaráttu sem mun einkennast af fagmennsku, heiðarleika og gleði. Við ætlum okkur stóra hluti í kosningunum í vor. Framtíðin ræðst á miðjunni. Höfundur er oddviti Framsóknar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Í byrjun mars kynnti Framsókn í Hafnarfirði framboðslistann fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem verða þann 14. maí næstkomandi. Listinn er skipaður öflugu og góðu fólki sem vill vinna vel fyrir Hafnarfjörð. Mér hefur verið falið að leiða listann og er ég ákaflega þakklátur fyrir það traust. Ég hef starfað í bæjarmálunum á þessum kjörtímabili sem formaður í fjölskylduráði og varabæjarfulltrúi. Hef einnig tekið þátt í ýmsum trúnaðarstörfum fyrir bæinn. Fyrir utan störf mín á sviði bæjarmála þá er mitt aðalstarf að vera skólastjóri í Öldutúnsskóla. Ég hef tæplega 20 ára reynslu sem skólastjóri í grunnskólum, fyrst á Grenivík og síðan hér í Hafnarfirði. Sú reynsla hefur og mun áfram nýtast mér afar vel á vettvangi stjórnmálanna. Fljótlega eftir að ég tók við sem skólastjóri Öldutúnsskóla þá settum við okkur það markmið að Öldutúnsskóli ætti að skipa sér í fremstu röð meðal grunnskóla landsins. Við höfum náð virkilega góðum árangri hvað það varðar. Við þurfum ekki annað en að rýna í niðurstöður á mælingum á starfi skólans til að sjá það. Og ég segi ,,við“ einfaldlega vegna þess að ég er ekki einn í þessu. Ég er með fullt af fólki með mér, nemendur, starfsmenn og foreldra. Saman náum við þessum árangri. Þannig sýn hef ég einnig á stjórnmálin. Við þurfum að vinna saman. Vinna saman að því að finna bestu mögulegu leiðirnar. Við þurfum ekki alltaf að vera sammála en með því að ræða málin þá oftar en ekki náum við góðri lendingu. Ég hef aldrei og mun aldrei tala niður skoðanir annarra, þannig pólitík hentar mér ekki. Það er svo mikilvægt að hafa ólíkar skoðanir til að framþróun geti átt sér stað. Með því að hafa ólíkar skoðanir þá skoðum við allar hliðar og reynum að ná bestu mögulegu leiðinni fyrir íbúa sveitarfélagsins. Málefnavinna er í fullum gangi og það eru nú þegar komnar fullt af hugmyndum um það hvernig við gerum góðan bæ enn betri. Við eigum eftir að kynna okkar áherslur vel fyrir íbúum næstu vikurnar. Við í Framsókn höfum starfað að heilindum á þessum kjörtímabili. Erum stolt af þeim verkum sem við höfum staðið fyrir og komið í framkvæmd. Framundan eru skemmtilegar vikur í kosningabaráttunni. Við ætlum að heyja öfluga kosningabaráttu. Kosningabaráttu sem mun einkennast af fagmennsku, heiðarleika og gleði. Við ætlum okkur stóra hluti í kosningunum í vor. Framtíðin ræðst á miðjunni. Höfundur er oddviti Framsóknar í Hafnarfirði.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun