Afsakanir fyrir aðgerðaleysi Kristrún Frostadóttir skrifar 15. mars 2022 15:00 Það má aldrei nota loftslagsmálin og loftslagsmarkmið sem afsökun fyrir því að skilja eftir fólk í viðkvæmri stöðu. Það gerði formaður fjárlaganefndar í viðtali í gær, þegar hún skýldi sér á bak við loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar til að réttlæta aðgerðaleysi gagnvart heimilum sem súpa nú seyðið af gríðarlegum verðhækkunum, hækkun verðs á bensín og dísel, hækkun húsnæðiskostnaðar, 6,2 prósenta verðbólgu. Við höfum verk að vinna í loftslagsmálum og orkuskiptum. En það mun aldrei nást sátt í samfélaginu um alvöru loftslagsaðgerðir nema tekjulægstu og viðkvæmustu hópunum sé hlíft. Nágrannalöndin hafa nú þegar kynnt aðgerðapakka til að mæta lífskjarakreppu heimilanna sem nú blasir við vegna hækkandi hrávöruverðs og húsnæðisverðshækkana. Enn og aftur eru íslensk stjórnvöld eftir á. Og nú skýla stjórnarliðar sér á bakvið loftslagsaðgerðir. Það er hægt að styðja við heimilin og vinna að loftslagsmálum. Svíar hafa kynnt aðgerðir til að draga úr bensínkostnaði tímabundið samhliða auknum hvötum til að kaupa rafmagnsbíla. Hverjir eru það í landinu sem hafa kost á því að kaupa sér nýjan rafbíl fyrir margar milljónir króna? Það er ekki ungt fólk eða öryrkjar. Það er ekki fólk undir meðaltekjum. Hverjir eru það aftur á móti sem bera ábyrgð á því að lítill áhugi er meðal ferðamanna að nýta sér rafbíla hér á landi – og þess vegna flæða bensín og dísel bílar inn á markað fyrir notaða bíla? Hverjir eru það sem bera ábyrgð á því að erfitt reynist fyrir fólk í dreifbýli að taka þátt í orkuskiptum? Jú, það eru stjórnvöld sem hafa ekki staðið sig í stykkinu þegar það kemur að því að byggja hér upp innviði fyrir rafbíla um allt land. Ég hvet ríkisstjórnina til að þess að nýta ekki málaflokk loftslagsmála sem skálkaskjól fyrir aðgerðaleysi í efnahagsmálum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Loftslagsmál Bensín og olía Efnahagsmál Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það má aldrei nota loftslagsmálin og loftslagsmarkmið sem afsökun fyrir því að skilja eftir fólk í viðkvæmri stöðu. Það gerði formaður fjárlaganefndar í viðtali í gær, þegar hún skýldi sér á bak við loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar til að réttlæta aðgerðaleysi gagnvart heimilum sem súpa nú seyðið af gríðarlegum verðhækkunum, hækkun verðs á bensín og dísel, hækkun húsnæðiskostnaðar, 6,2 prósenta verðbólgu. Við höfum verk að vinna í loftslagsmálum og orkuskiptum. En það mun aldrei nást sátt í samfélaginu um alvöru loftslagsaðgerðir nema tekjulægstu og viðkvæmustu hópunum sé hlíft. Nágrannalöndin hafa nú þegar kynnt aðgerðapakka til að mæta lífskjarakreppu heimilanna sem nú blasir við vegna hækkandi hrávöruverðs og húsnæðisverðshækkana. Enn og aftur eru íslensk stjórnvöld eftir á. Og nú skýla stjórnarliðar sér á bakvið loftslagsaðgerðir. Það er hægt að styðja við heimilin og vinna að loftslagsmálum. Svíar hafa kynnt aðgerðir til að draga úr bensínkostnaði tímabundið samhliða auknum hvötum til að kaupa rafmagnsbíla. Hverjir eru það í landinu sem hafa kost á því að kaupa sér nýjan rafbíl fyrir margar milljónir króna? Það er ekki ungt fólk eða öryrkjar. Það er ekki fólk undir meðaltekjum. Hverjir eru það aftur á móti sem bera ábyrgð á því að lítill áhugi er meðal ferðamanna að nýta sér rafbíla hér á landi – og þess vegna flæða bensín og dísel bílar inn á markað fyrir notaða bíla? Hverjir eru það sem bera ábyrgð á því að erfitt reynist fyrir fólk í dreifbýli að taka þátt í orkuskiptum? Jú, það eru stjórnvöld sem hafa ekki staðið sig í stykkinu þegar það kemur að því að byggja hér upp innviði fyrir rafbíla um allt land. Ég hvet ríkisstjórnina til að þess að nýta ekki málaflokk loftslagsmála sem skálkaskjól fyrir aðgerðaleysi í efnahagsmálum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun