Síminn, Vodafone og Nova – „Eru íbúar í dreifbýli minna virði en íbúar í þéttbýli?“ Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar 14. mars 2022 11:31 Fyrir skemmstu var birt svar við fyrirspurn um farsímasamband í dreifbýli á vef Alþingis. Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur þingmanni er hér með þakkað fyrir að vekja athygli þingheims á þessu brýna máli. Í svari ráðherra kemur fram að árið 2021 voru 117 lögheimili með lítið eða ekkert símasamband og 1693 lögheimili með slitrótt eða stopult samband. Athugið "slitrótt samband" er ágætis samband utandyra en slitrótt innandyra og ólíklegt að merkið sé sterkt um allt húsið (gæti verið gott við glugga o.s.frv.). Semsagt 27% lögheimila í dreifbýli á Ísland búa við ekkert eða stopult farsímasamband árið 2021. Hlutfallið er 40% hér í Dalabyggð. Þó frábært sé að fá bætt netsamband með ljósleiðara er staðan sú í dreifbýli að þegar hann dettur út vegna bilana og/eða rafmagnsleysis þá er farsíminn eina fjarskiptaleiðin ef eitthvað kemur uppá eftir að fastlínusímkerfið var lagt niður. Í viðtali við mbl.is fyrr í vetur segir Guðrún Blöndal á Valþúfu sem býr við lélegt farsímasamband að „svör við fyrirspurn um símamastur sem myndi laga ástandið á Valþúfu og næsta bæ og jafnvel á Skógarströnd sem er hinum megin fjarðarins að það sé of dýr aðgerð fyrir jafn fáa íbúa.“ Er það virkilega svo að stjórnendur Símans, Vodafone og Nova meti íbúa í dreifbýli minna virði en íbúa í þéttbýli. Snýst allt um að hámark arðsemi eiginfjár hjá ykkar fyrirtækjum. Er engin samfélagsleg ábyrgð til staðar hjá ykkur. Allt tal um 99,9% samband á heimilum landsins er fyrirsláttur ef staðan er sú að ekki er hægt að ná samband þegar slys eða önnur óhöpp verða. Að ég tali nú ekki um stafræna þjónustu en það þarf farsímasamband til að virkja rafrænt auðkenni í síma til að sinna ýmsum erindum í stjórnkerfinu. Íbúar í dreifbýli gera sömu kröfu um þjónustu óháð búsetu og íbúar í þéttbýli. Ágætu fjarskiptafyrirtæki, kippið þessu í lag, ekki seinna en í gær. Höfundur er oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Fjarskipti Byggðamál Skoðun: Kosningar 2022 Eyjólfur Ingvi Bjarnason Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu var birt svar við fyrirspurn um farsímasamband í dreifbýli á vef Alþingis. Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur þingmanni er hér með þakkað fyrir að vekja athygli þingheims á þessu brýna máli. Í svari ráðherra kemur fram að árið 2021 voru 117 lögheimili með lítið eða ekkert símasamband og 1693 lögheimili með slitrótt eða stopult samband. Athugið "slitrótt samband" er ágætis samband utandyra en slitrótt innandyra og ólíklegt að merkið sé sterkt um allt húsið (gæti verið gott við glugga o.s.frv.). Semsagt 27% lögheimila í dreifbýli á Ísland búa við ekkert eða stopult farsímasamband árið 2021. Hlutfallið er 40% hér í Dalabyggð. Þó frábært sé að fá bætt netsamband með ljósleiðara er staðan sú í dreifbýli að þegar hann dettur út vegna bilana og/eða rafmagnsleysis þá er farsíminn eina fjarskiptaleiðin ef eitthvað kemur uppá eftir að fastlínusímkerfið var lagt niður. Í viðtali við mbl.is fyrr í vetur segir Guðrún Blöndal á Valþúfu sem býr við lélegt farsímasamband að „svör við fyrirspurn um símamastur sem myndi laga ástandið á Valþúfu og næsta bæ og jafnvel á Skógarströnd sem er hinum megin fjarðarins að það sé of dýr aðgerð fyrir jafn fáa íbúa.“ Er það virkilega svo að stjórnendur Símans, Vodafone og Nova meti íbúa í dreifbýli minna virði en íbúa í þéttbýli. Snýst allt um að hámark arðsemi eiginfjár hjá ykkar fyrirtækjum. Er engin samfélagsleg ábyrgð til staðar hjá ykkur. Allt tal um 99,9% samband á heimilum landsins er fyrirsláttur ef staðan er sú að ekki er hægt að ná samband þegar slys eða önnur óhöpp verða. Að ég tali nú ekki um stafræna þjónustu en það þarf farsímasamband til að virkja rafrænt auðkenni í síma til að sinna ýmsum erindum í stjórnkerfinu. Íbúar í dreifbýli gera sömu kröfu um þjónustu óháð búsetu og íbúar í þéttbýli. Ágætu fjarskiptafyrirtæki, kippið þessu í lag, ekki seinna en í gær. Höfundur er oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar.
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun