Vændi - framboð og eftirspurn Eva Dís Þórðardóttir skrifar 9. mars 2022 19:01 Það var frétt á RÚV um helgina þar sem kom fram að glæpasamtök sem stunda mansal sætu um úkraínskar konur á flótta til að ræna þeim og selja þær í vændi. Sú stóra stríðsógn sem nú ógnar Evrópu er orðin að tækifæri fyrir glæpasamtök til að fanga ungar konur á flótta vegna þess að þær hafa ekki einhvern ákveðin samastað sem þær eru á leið til né er nokkur sem bíður þeirra sem mun sakna þeirra ef þær hverfa. Eftirspurn eftir vændi í Evrópu er stór og til mikils að græða enda er hægt að selja hverja konu oft á dag í fleiri ár og velja mörg glæpasamtök það framyfir vopn og fikniefni sem gefa minna af sér til lengri tíma. En hvað knýr fram þessa eftirspurn? Á Íslandi er vændi skilgreint sem ofbeldi og er með réttu svo þar sem meiri hluti þeirra sem það hafa reynt upplifir það sem slíkt. Hér á landi er samt sem áður gríðarleg eftirspurn eftir vændi og það þrífst í skjóli van samþættingar sænsku leiðarinnar þar sem við gefum vændisgerendum nafnleynd og sektir sem eru lægri en fyrir umferðalagabrot á meðan þær sem kæra fá enga nafnleynd og þurfa því að afhjúpa sig og nafn sitt sem þolendur vændis eða vændiskonur sem oft fylgir mikil skömm. Fyrir utan að vændisbrot eru ekki hátt á forgangslista löggæslunnar. Refsingar samræmast sem sagt engan veginn þeim ofbeldisglæp sem vændi er ef miðað er við refsingar við öðrum ofbeldisglæpum. En eitthvað knýr þetta áfram þessa miklu eftirspurn eftir þessari gerð ofbeldis sem fær glæpagengi til að sitja um ungar konur á fkótta. Karlmenn sem kaupa vændi og í þessu samhengi eru vændis gerendur knýja fram þessa þróun. Í hvert einasta skipti sem karlmaður borgar til að fá líkamlega útrás á líkama konu er hann að auka á eftirspurnina og það er kominn tími til að við spyrjum okkur hvers vegna þeir geri það. Þá er ég ekki að meina þessa líkamlegu útrás sem fullnæging er heldur hvað liggur á bak við það að sumir karlmenn stundi þetta ofbeldi að staðaldri. Í dag með þeim upplýsingum sem við höfum um vændi hlýtur það að vera flestum ljóst að flestir sem eru í því ástandi sem það að verða reglulega fyrir vændi veldur er ekki sjálfvalið heldur sprottið úr neyð fátæktar eða þvingunar. Já í mörgum tilfellum er valið að verða fyrir vændi á ábyrgð þolanda ef hægt er að tala um val þegar hinir valkostirnir eru þjófnaður eða fíkniefnasala. Fyrir þær sem eiga börn er vændi oftast eini kosturinn þar sem hugsunin að fara í fangelsi frá barninu sínu er ekki vænleg. Einmitt þessi tálsýn um val veldur mikilli skömm og upplifa margir þolendur sig sem gerendur í eigin ofbeldi vegna þess að þær hafa þegið greiðslu fyrir ofbeldið. Hvar eru gerendurnir í þessu? Velja þeir að trúa að konan sem þeir voru að borga fyrir að svala sínum hvötum á sé að þessu að fúsum og frjálsum vilja vegna þess að hún var ‘næs’ því hún vill ekki vera meidd eða jafnvel að þeir komi aftur svo hún þurfi ekki að berskjalda sig fyrir nýjum og óþekktum geranda? Þess væri óskandi að gerendur leituðu inná við og reyndu að finna aðrar leiðir en stunda vændis ofbeldi. Ég skora á sálfræði samfélagið að vinna að því að koma með úrræði þar sem vændisgerendur geta fengið úrræði til að vinna úr því sem liggur að baki þessara hvata svo að hægt sé að minnka skaðan af vændi. Höfundur er þolandi vændis og leiðbeinandi í hópastarfi hjá Stígamótum og fulltrúi þeirra í CAP (Coalition Abolition Prostitution). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Vændi Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Það var frétt á RÚV um helgina þar sem kom fram að glæpasamtök sem stunda mansal sætu um úkraínskar konur á flótta til að ræna þeim og selja þær í vændi. Sú stóra stríðsógn sem nú ógnar Evrópu er orðin að tækifæri fyrir glæpasamtök til að fanga ungar konur á flótta vegna þess að þær hafa ekki einhvern ákveðin samastað sem þær eru á leið til né er nokkur sem bíður þeirra sem mun sakna þeirra ef þær hverfa. Eftirspurn eftir vændi í Evrópu er stór og til mikils að græða enda er hægt að selja hverja konu oft á dag í fleiri ár og velja mörg glæpasamtök það framyfir vopn og fikniefni sem gefa minna af sér til lengri tíma. En hvað knýr fram þessa eftirspurn? Á Íslandi er vændi skilgreint sem ofbeldi og er með réttu svo þar sem meiri hluti þeirra sem það hafa reynt upplifir það sem slíkt. Hér á landi er samt sem áður gríðarleg eftirspurn eftir vændi og það þrífst í skjóli van samþættingar sænsku leiðarinnar þar sem við gefum vændisgerendum nafnleynd og sektir sem eru lægri en fyrir umferðalagabrot á meðan þær sem kæra fá enga nafnleynd og þurfa því að afhjúpa sig og nafn sitt sem þolendur vændis eða vændiskonur sem oft fylgir mikil skömm. Fyrir utan að vændisbrot eru ekki hátt á forgangslista löggæslunnar. Refsingar samræmast sem sagt engan veginn þeim ofbeldisglæp sem vændi er ef miðað er við refsingar við öðrum ofbeldisglæpum. En eitthvað knýr þetta áfram þessa miklu eftirspurn eftir þessari gerð ofbeldis sem fær glæpagengi til að sitja um ungar konur á fkótta. Karlmenn sem kaupa vændi og í þessu samhengi eru vændis gerendur knýja fram þessa þróun. Í hvert einasta skipti sem karlmaður borgar til að fá líkamlega útrás á líkama konu er hann að auka á eftirspurnina og það er kominn tími til að við spyrjum okkur hvers vegna þeir geri það. Þá er ég ekki að meina þessa líkamlegu útrás sem fullnæging er heldur hvað liggur á bak við það að sumir karlmenn stundi þetta ofbeldi að staðaldri. Í dag með þeim upplýsingum sem við höfum um vændi hlýtur það að vera flestum ljóst að flestir sem eru í því ástandi sem það að verða reglulega fyrir vændi veldur er ekki sjálfvalið heldur sprottið úr neyð fátæktar eða þvingunar. Já í mörgum tilfellum er valið að verða fyrir vændi á ábyrgð þolanda ef hægt er að tala um val þegar hinir valkostirnir eru þjófnaður eða fíkniefnasala. Fyrir þær sem eiga börn er vændi oftast eini kosturinn þar sem hugsunin að fara í fangelsi frá barninu sínu er ekki vænleg. Einmitt þessi tálsýn um val veldur mikilli skömm og upplifa margir þolendur sig sem gerendur í eigin ofbeldi vegna þess að þær hafa þegið greiðslu fyrir ofbeldið. Hvar eru gerendurnir í þessu? Velja þeir að trúa að konan sem þeir voru að borga fyrir að svala sínum hvötum á sé að þessu að fúsum og frjálsum vilja vegna þess að hún var ‘næs’ því hún vill ekki vera meidd eða jafnvel að þeir komi aftur svo hún þurfi ekki að berskjalda sig fyrir nýjum og óþekktum geranda? Þess væri óskandi að gerendur leituðu inná við og reyndu að finna aðrar leiðir en stunda vændis ofbeldi. Ég skora á sálfræði samfélagið að vinna að því að koma með úrræði þar sem vændisgerendur geta fengið úrræði til að vinna úr því sem liggur að baki þessara hvata svo að hægt sé að minnka skaðan af vændi. Höfundur er þolandi vændis og leiðbeinandi í hópastarfi hjá Stígamótum og fulltrúi þeirra í CAP (Coalition Abolition Prostitution).
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun