Olíuverð komið langt yfir afkomuspá Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2022 20:59 Vísir/Vilhelm Verð á þotueldsneyti er komið yfir það sem forsvarsmenn Icelandair gerðu ráð fyrir í afkomuspá. Þá verður félagið varnarlaust gagnvart sveiflum á eldsneytisverði þann 1. júlí. Þetta kemur fram í svari Icelandair við fyrirpsurn Túrista. Í grein miðilsins segir að í sumar muni samningar Icelandair um festingar á kaupverði eldsneytis renna út. Í grein Túrista segir að ekki sé óþekkt ða flugfélög kaupi eldsneyti á markaðsverði, í stað þess að festa verðið fram í tímann. Það hafi til dæmis verið gert af forsvarsmönnum Wow Air, með góðum árangri þegar olíuverð var lágt. Hins vegar reyndist það erfitt þegar verð hækkaði. Nú hefur olíuverð hækkað hratt í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Bent er á að Wizz Air hafi verið að festa verð til næstu fjögurra mánaða og það í 1.172 dali á tonnið. Þá er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, úr viðtali við Fréttablaðið í síðustu viku þar sem hann sagði að hækkanir upp fyrir 800 dali á tonnið muni hafa neikvæð áhrif á afkomu. Merki um hækkanir Rætt var við Kristján Sigurjónsson hjá Túrista í Reykjavík síðdegis í dag. Þar var rætt við hann um stöðuna í ferðabransanum vegna innrásarinnar og sagði hann óvissuna mikla. Þetta væri vandamál fyrir ferðaþjónustuna almennt. „Á einhverjum tímapunkti hlýtur þetta eldsneytisverð að skila sér út í verðlagið og valda því að fargjöldin fari upp á við. Það eru svo sem merki um það nú þegar að það sé farið að gerast,“ sagði Kristján meðal annars. Stríð í Evrópu væri þar að auki fráhrindandi í augum Bandaríkjamanna, stærsta hóp ferðamanna sem sækja Ísland heim. Hlusta má á spjallið við Kristján hér að neðan. Icelandair Fréttir af flugi Innrás Rússa í Úkraínu Bensín og olía Tengdar fréttir „Mér þykir Íslendingar full fljótir að fara í kjarnorkubyrgin“ Rauður dagur var í kauphöllinni í dag. Hagfræðingur segir sérstakt að hækkandi olíuverð hafi meiri áhrif hér á landi en í löndum sem eru háð olíu Rússa og telur Íslendinga full fljóta í kjarnorkubyrgin. 7. mars 2022 20:00 Sætanýting hjá Play jókst milli mánaða Flugfélagið Play flutti 19.686 farþega nýliðnum febrúarmánuði og var sætanýting 67,1 prósent, samanborið við 55,7 prósent í janúar. 7. mars 2022 13:53 Flugfélögin leiða lækkanir á eldrauðum markaði Það hefur verið rautt að litast um í kauphöllinni í morgun. Flugfélögin tvö, Icelandair og Play hafa lækkað mest. 7. mars 2022 10:21 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Icelandair við fyrirpsurn Túrista. Í grein miðilsins segir að í sumar muni samningar Icelandair um festingar á kaupverði eldsneytis renna út. Í grein Túrista segir að ekki sé óþekkt ða flugfélög kaupi eldsneyti á markaðsverði, í stað þess að festa verðið fram í tímann. Það hafi til dæmis verið gert af forsvarsmönnum Wow Air, með góðum árangri þegar olíuverð var lágt. Hins vegar reyndist það erfitt þegar verð hækkaði. Nú hefur olíuverð hækkað hratt í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Bent er á að Wizz Air hafi verið að festa verð til næstu fjögurra mánaða og það í 1.172 dali á tonnið. Þá er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, úr viðtali við Fréttablaðið í síðustu viku þar sem hann sagði að hækkanir upp fyrir 800 dali á tonnið muni hafa neikvæð áhrif á afkomu. Merki um hækkanir Rætt var við Kristján Sigurjónsson hjá Túrista í Reykjavík síðdegis í dag. Þar var rætt við hann um stöðuna í ferðabransanum vegna innrásarinnar og sagði hann óvissuna mikla. Þetta væri vandamál fyrir ferðaþjónustuna almennt. „Á einhverjum tímapunkti hlýtur þetta eldsneytisverð að skila sér út í verðlagið og valda því að fargjöldin fari upp á við. Það eru svo sem merki um það nú þegar að það sé farið að gerast,“ sagði Kristján meðal annars. Stríð í Evrópu væri þar að auki fráhrindandi í augum Bandaríkjamanna, stærsta hóp ferðamanna sem sækja Ísland heim. Hlusta má á spjallið við Kristján hér að neðan.
Icelandair Fréttir af flugi Innrás Rússa í Úkraínu Bensín og olía Tengdar fréttir „Mér þykir Íslendingar full fljótir að fara í kjarnorkubyrgin“ Rauður dagur var í kauphöllinni í dag. Hagfræðingur segir sérstakt að hækkandi olíuverð hafi meiri áhrif hér á landi en í löndum sem eru háð olíu Rússa og telur Íslendinga full fljóta í kjarnorkubyrgin. 7. mars 2022 20:00 Sætanýting hjá Play jókst milli mánaða Flugfélagið Play flutti 19.686 farþega nýliðnum febrúarmánuði og var sætanýting 67,1 prósent, samanborið við 55,7 prósent í janúar. 7. mars 2022 13:53 Flugfélögin leiða lækkanir á eldrauðum markaði Það hefur verið rautt að litast um í kauphöllinni í morgun. Flugfélögin tvö, Icelandair og Play hafa lækkað mest. 7. mars 2022 10:21 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Mér þykir Íslendingar full fljótir að fara í kjarnorkubyrgin“ Rauður dagur var í kauphöllinni í dag. Hagfræðingur segir sérstakt að hækkandi olíuverð hafi meiri áhrif hér á landi en í löndum sem eru háð olíu Rússa og telur Íslendinga full fljóta í kjarnorkubyrgin. 7. mars 2022 20:00
Sætanýting hjá Play jókst milli mánaða Flugfélagið Play flutti 19.686 farþega nýliðnum febrúarmánuði og var sætanýting 67,1 prósent, samanborið við 55,7 prósent í janúar. 7. mars 2022 13:53
Flugfélögin leiða lækkanir á eldrauðum markaði Það hefur verið rautt að litast um í kauphöllinni í morgun. Flugfélögin tvö, Icelandair og Play hafa lækkað mest. 7. mars 2022 10:21