Sunnudagarnir þurfa ekki að vera santé Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 6. mars 2022 23:28 Þann 1. mars sl. á 33 ára afmæli bjórsins á Íslandi skrifaði Arnar Sigurðsson, vínkaupmaður áhugaverða grein á svæði Innherja á Vísi.is þar sem hann hefur tekið að sér hlutverk sagnfræðings og rekur sögu verslunar á Íslandi. Söguskýringar sagnfræðingsins eru býsna einhliða, en það er svo sem ekki nýtt af nálinni að sá ágæti maður feti veg hinnar fullkomnu frjálshyggju. Í grein þessari gerir hann frumvarp mitt um breyttan opnunartíma Vínbúðarinnar að umtalsefni. Það ber að þakka, enda er frumvarpið til bóta og til þess fallið að auka þjónustu við neytendur, sem reynist eitt af helstu hugarefnum hans. Það sem hann skautar hins vegar fimlega fram hjá er akkúrat sú staðreynd að markmið frumvarpsins er að auka þjónustu í fyrirkomulagi þar sem eftirlit með aldri er viðhaft og lýðheilsusjónarmið ráða för. Vínbúðin sýnir þá samfélagslegu ábyrgð sem henni ber og tekur þátt í mikilvægu forvarnarstarfi. Það er vel hægt að auka þjónustu til neytenda til að mynda með því að opna Vínbúðina á sunnudögum án þess að gefa áfengisverslun frjálsa. Stýrt aðgengi Á Íslandi höfum við rekið ríkissútsölu á áfengi líkt og í Svíþjóð, Finnlandi og fleiri löndum meðan frjálsara er um söluna í Danmörku. Það er ekki af ástæðulausu sem við viljum halda sölunni í stýrðu umhverfi, sérstaklega þegar við horfum til lýðheilsusjónarmiða. Reynslan hefur sýnt okkur að það reynist vel, ekki eingöngu hér á landi heldur einnig í Svíþjóð en árið 2018 var fýsileiki þess að gera áfengissölu frjálsa skoðaður og niðurstaðan reyndist sú að gallarnir voru fleiri en kostirnir. Það er það sem við viljum - hafa aðgengi og geta verslað áfengi í öruggu umhverfi sem núverandi fyrirkomulagi hefur upp á að bjóða. Með því að rýmka opnunartíma erum við að auka þjónustu verslana Vínbúðarinnar og aðlögum okkur að breyttum tíðaranda og verslunarhegðun en á sama erum við að koma til móts við frjálslyndari sjónarmið án þess að galopna allt upp á gátt og gefa sölu áfengis frjálsa með ófyrirséðum afleiðingum. Fyrrum dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp haustið 2020 sem m.a. kvað á um undanþágu frá einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á áfengi í smásölu til neytenda og heimilaði netverslun á áfengi í smásölu. Það frumvarp var ekki samþykkt af ríkisstjórn og var því lagt fram að nýju að framangreindu ákvæði frátöldu. Augljóst er að ekki er pólitískur vilji til að stíga það skref til fulls og því er hér komin málamiðlun sem flestir ættu að geta fellt sig við. Slá hugmyndir um vín í matvöruverslanir út af borðinu Það virðist gæta einhvers misskilnings hjá fólki hvert markmiðið er með frumvarpi mínu. Það er lagt fram sem tilraun til sáttar milli öfgapóla svo við þurfum ekki ítrekað að takast á um sömu sjónarmiðin, en hér er komið fram nýtt sjónarmið sem flestir ættu að geta fellt sig við. Verði frumvarpið að lögum þurfum við ekki að fylgjast með boðberum hinnar fullkomnu frjálshyggju brotlenda enn og aftur með áform sín um vín í matvöruverslanir því enn er ljóst að ekki er sátt um þá nálgun. Þá verður að huga að lýðheilsusjónarmiðum þegar við tökum þessa umræðu og aukið aðgengi og minna eftirlit er líklegra til að auka neyslu áfengis. Það má einnig færa sterk rök fyrir því að betri bragur er á að hafa þetta í sérverslun þar sem fólk þarf að gera sér ferð í búð til að versla sér áfengi þó það væri ekki nema bara til að nefna af tillitssemi við fólk sem á við áfengisvanda að stríða og er í baráttu við þann sjúkdóm og freistingar í matvöruverslun algjörlega óþarfi. Á Norðurlöndunum er álitið að hömlur á sölu áfengra drykkja séu áhrifarík aðferð til að draga úr þeim skaða sem hlýst af áfengisneyslu og áfengi er ekki eins og hver önnur vara. Slíkt gerum við með ábyrgum hætti í gegnum núverandi fyrirkomulag og mikilvægt að við séum með öflugar forvarnir og lýðheilsufræðslu. Þar að auki höldum við uppi heilbrigðri endurnýjun og styðjum við lítil brugghús hér á landi með því að hafa þetta í höndum ríkisins, sem ber að tryggja heilbrigða samkeppni allra sem kjósa að koma vörum sínum á markað hér á landi. Þannig tryggjum við íslenska framleiðslu og okkur í Framsókn leiðist það ekki. Vöðum ekki í villu og svima hinnar „fullkomnu frjálshyggju“. Aukum þjónustu undir tryggu eftirliti, sameinumst um þessa raunhæfu og skynsömu lausn sem mætir ólíkum hagsmunum. Höfundur er þingmaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Alþingi Framsóknarflokkurinn Áfengi og tóbak Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. mars sl. á 33 ára afmæli bjórsins á Íslandi skrifaði Arnar Sigurðsson, vínkaupmaður áhugaverða grein á svæði Innherja á Vísi.is þar sem hann hefur tekið að sér hlutverk sagnfræðings og rekur sögu verslunar á Íslandi. Söguskýringar sagnfræðingsins eru býsna einhliða, en það er svo sem ekki nýtt af nálinni að sá ágæti maður feti veg hinnar fullkomnu frjálshyggju. Í grein þessari gerir hann frumvarp mitt um breyttan opnunartíma Vínbúðarinnar að umtalsefni. Það ber að þakka, enda er frumvarpið til bóta og til þess fallið að auka þjónustu við neytendur, sem reynist eitt af helstu hugarefnum hans. Það sem hann skautar hins vegar fimlega fram hjá er akkúrat sú staðreynd að markmið frumvarpsins er að auka þjónustu í fyrirkomulagi þar sem eftirlit með aldri er viðhaft og lýðheilsusjónarmið ráða för. Vínbúðin sýnir þá samfélagslegu ábyrgð sem henni ber og tekur þátt í mikilvægu forvarnarstarfi. Það er vel hægt að auka þjónustu til neytenda til að mynda með því að opna Vínbúðina á sunnudögum án þess að gefa áfengisverslun frjálsa. Stýrt aðgengi Á Íslandi höfum við rekið ríkissútsölu á áfengi líkt og í Svíþjóð, Finnlandi og fleiri löndum meðan frjálsara er um söluna í Danmörku. Það er ekki af ástæðulausu sem við viljum halda sölunni í stýrðu umhverfi, sérstaklega þegar við horfum til lýðheilsusjónarmiða. Reynslan hefur sýnt okkur að það reynist vel, ekki eingöngu hér á landi heldur einnig í Svíþjóð en árið 2018 var fýsileiki þess að gera áfengissölu frjálsa skoðaður og niðurstaðan reyndist sú að gallarnir voru fleiri en kostirnir. Það er það sem við viljum - hafa aðgengi og geta verslað áfengi í öruggu umhverfi sem núverandi fyrirkomulagi hefur upp á að bjóða. Með því að rýmka opnunartíma erum við að auka þjónustu verslana Vínbúðarinnar og aðlögum okkur að breyttum tíðaranda og verslunarhegðun en á sama erum við að koma til móts við frjálslyndari sjónarmið án þess að galopna allt upp á gátt og gefa sölu áfengis frjálsa með ófyrirséðum afleiðingum. Fyrrum dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp haustið 2020 sem m.a. kvað á um undanþágu frá einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á áfengi í smásölu til neytenda og heimilaði netverslun á áfengi í smásölu. Það frumvarp var ekki samþykkt af ríkisstjórn og var því lagt fram að nýju að framangreindu ákvæði frátöldu. Augljóst er að ekki er pólitískur vilji til að stíga það skref til fulls og því er hér komin málamiðlun sem flestir ættu að geta fellt sig við. Slá hugmyndir um vín í matvöruverslanir út af borðinu Það virðist gæta einhvers misskilnings hjá fólki hvert markmiðið er með frumvarpi mínu. Það er lagt fram sem tilraun til sáttar milli öfgapóla svo við þurfum ekki ítrekað að takast á um sömu sjónarmiðin, en hér er komið fram nýtt sjónarmið sem flestir ættu að geta fellt sig við. Verði frumvarpið að lögum þurfum við ekki að fylgjast með boðberum hinnar fullkomnu frjálshyggju brotlenda enn og aftur með áform sín um vín í matvöruverslanir því enn er ljóst að ekki er sátt um þá nálgun. Þá verður að huga að lýðheilsusjónarmiðum þegar við tökum þessa umræðu og aukið aðgengi og minna eftirlit er líklegra til að auka neyslu áfengis. Það má einnig færa sterk rök fyrir því að betri bragur er á að hafa þetta í sérverslun þar sem fólk þarf að gera sér ferð í búð til að versla sér áfengi þó það væri ekki nema bara til að nefna af tillitssemi við fólk sem á við áfengisvanda að stríða og er í baráttu við þann sjúkdóm og freistingar í matvöruverslun algjörlega óþarfi. Á Norðurlöndunum er álitið að hömlur á sölu áfengra drykkja séu áhrifarík aðferð til að draga úr þeim skaða sem hlýst af áfengisneyslu og áfengi er ekki eins og hver önnur vara. Slíkt gerum við með ábyrgum hætti í gegnum núverandi fyrirkomulag og mikilvægt að við séum með öflugar forvarnir og lýðheilsufræðslu. Þar að auki höldum við uppi heilbrigðri endurnýjun og styðjum við lítil brugghús hér á landi með því að hafa þetta í höndum ríkisins, sem ber að tryggja heilbrigða samkeppni allra sem kjósa að koma vörum sínum á markað hér á landi. Þannig tryggjum við íslenska framleiðslu og okkur í Framsókn leiðist það ekki. Vöðum ekki í villu og svima hinnar „fullkomnu frjálshyggju“. Aukum þjónustu undir tryggu eftirliti, sameinumst um þessa raunhæfu og skynsömu lausn sem mætir ólíkum hagsmunum. Höfundur er þingmaður Framsóknar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun