Madrídingar unnu stórsigur eftir að hafa lent undir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karim Benzema skoraði þriðja mark Real Madrid í kvöld.
Karim Benzema skoraði þriðja mark Real Madrid í kvöld. vísir/Getty

Real Madrid jók forskot sitt á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er liðið vann 4-1 sigur gegn Real Sociedad í kvöld.

Það voru gestirnir í Real Sociedad sem tóku forystuna strax á tíundu mínútu þegar Mikel Oyarzabal setti boltann í netið af vítapunktinum.

Eduardo Camavinga jafnaði metin fyrir Madrídinga fimm mínútum fyrir hálfleik og Luka Modric sá til þess að heimamenn fóru með forystuna inn í hléið þegar hann skoraði þremur mínútum síðar.

Karim Benzema skoraði þriðja mark heimamanna af vítapunktinum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka áður en Marco Asensio gulltryggði sigurinn á 79. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður tveimur mínútum áður.

Niðurstaðan varð því 4-1 sigur Real Madrid, en liði er nú með fimm stiga gorskot á toppi spænsku deildarinnar. Liðið hefur fengið 60 stig í 27 leikjum, 13 stigum meira en Real Sociedad sem situr í þriðja sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira