Eintómt bla, bla, bla um loftslagsmál! Andrés Ingi Jónsson skrifar 3. mars 2022 15:32 Ríkisstjórnin ætlar að setja Íslandi sjálfstætt markmið um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, samkvæmt stjórnarsáttmála. Illa hefur gengið að fá skýringar á því hvernig það markmið muni líta út. Svo illa raunar, að það stendur opinberri umræðu um loftslagsmál fyrir þrifum hversu óljós markmið ríkisstjórnarinnar eru. Í desember spurði ég umhverfisráðherra í þingsal hvernig hann ætlaði að útfæra nýja 55% markmið ríkisstjórnarinar. Þá sagðist hann vera of nýr í embætti til að úttala sig um það, enda þyrfti líka samráð og allskonar. Í febrúar spurði ég umhverfisráðherra síðan aftur út í þetta í sérstakri umræðu um loftslagsmál, en fékk aftur óskýr svör. Í framhaldinu lagði ég fram skriflega fyrirspurn. Svarið barst í dag - og er eiginlega sjokkerandi fyrir værukærðina sem það lýsir. Spurningin er í grunninn einföld: Hvenær ætlar ríkisstjórnin að senda nýjar prósentutölur til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna? Ríkisstjórnin segist setja loftslagsmál í forgang, en sá forgangur sýnir sig svo sannarlega ekki þegar kemur að uppfærslu á meginmarkmiðunum gagnvart loftslagssamningnum. Svarið sýnir að varðandi þetta grundvallaratriði ætlar stjórnin að dunda sér í ótilgreindan tíma við að uppfæra aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og „í framhaldinu verður tekin ákvörðun varðandi tilkynningu gagnvart loftslagssamningnum“. Hver sem vonuðust til að í stjórnarsáttmálanum væru ný og metnaðarfull markmið í loftslagsmálum, sem yrði fylgt hratt og örugglega eftir, þau munu seint fá þá ósk uppfyllta. Enda kannski ekki furða, þegar tveir af þremur stjórnarflokkum voru með allt niðrum sig í Sólinni, einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar. Þegar sóðaflokkunum er hleypt í ríkisstjórn, þá verður stefnan sóðaleg. Greta Thunberg hvatti stjórnmálaleiðtoga heimsins til að hætta þessu stöðuga „bla, bla, bla“ í loftslagsmálum. Svar umhverfisráðherra um landsmarkmið í loftslagsmálum er hið gagnstæða – hann gerir atlögu að Íslandsmeti í bla-bla-bla-i. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Loftslagsmál Alþingi Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin ætlar að setja Íslandi sjálfstætt markmið um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, samkvæmt stjórnarsáttmála. Illa hefur gengið að fá skýringar á því hvernig það markmið muni líta út. Svo illa raunar, að það stendur opinberri umræðu um loftslagsmál fyrir þrifum hversu óljós markmið ríkisstjórnarinnar eru. Í desember spurði ég umhverfisráðherra í þingsal hvernig hann ætlaði að útfæra nýja 55% markmið ríkisstjórnarinar. Þá sagðist hann vera of nýr í embætti til að úttala sig um það, enda þyrfti líka samráð og allskonar. Í febrúar spurði ég umhverfisráðherra síðan aftur út í þetta í sérstakri umræðu um loftslagsmál, en fékk aftur óskýr svör. Í framhaldinu lagði ég fram skriflega fyrirspurn. Svarið barst í dag - og er eiginlega sjokkerandi fyrir værukærðina sem það lýsir. Spurningin er í grunninn einföld: Hvenær ætlar ríkisstjórnin að senda nýjar prósentutölur til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna? Ríkisstjórnin segist setja loftslagsmál í forgang, en sá forgangur sýnir sig svo sannarlega ekki þegar kemur að uppfærslu á meginmarkmiðunum gagnvart loftslagssamningnum. Svarið sýnir að varðandi þetta grundvallaratriði ætlar stjórnin að dunda sér í ótilgreindan tíma við að uppfæra aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og „í framhaldinu verður tekin ákvörðun varðandi tilkynningu gagnvart loftslagssamningnum“. Hver sem vonuðust til að í stjórnarsáttmálanum væru ný og metnaðarfull markmið í loftslagsmálum, sem yrði fylgt hratt og örugglega eftir, þau munu seint fá þá ósk uppfyllta. Enda kannski ekki furða, þegar tveir af þremur stjórnarflokkum voru með allt niðrum sig í Sólinni, einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar. Þegar sóðaflokkunum er hleypt í ríkisstjórn, þá verður stefnan sóðaleg. Greta Thunberg hvatti stjórnmálaleiðtoga heimsins til að hætta þessu stöðuga „bla, bla, bla“ í loftslagsmálum. Svar umhverfisráðherra um landsmarkmið í loftslagsmálum er hið gagnstæða – hann gerir atlögu að Íslandsmeti í bla-bla-bla-i. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar