Er allt í góðu? Jón Gunnarsson skrifar 2. mars 2022 12:31 Kynferðisbrot eru ólíðandi glæpur og samfélagsmein sem berjast þarf gegn með öllum tiltækum ráðum. Frá því ég tók við sem dómsmálaráðherra hef ég lagt mikla áherslu á aðgerðir til að sporna við kynferðisofbeldi. Margt hefur gerst í þeim efnum undanfarna mánuði og óhætt að fullyrða að sjaldan eða aldrei hafi jafn mörg járn verið í eldinum. Þar ber hátt stórauknar fjárheimildir til að efla getu lögreglunnar til að takast á við þessi mál. En ég er einnig þeirrar skoðunar að við náum engum tökum á svona stóru samfélagsmeini án þess að virkja samfélagið sjálft. Eins gott og það er að brot séu upplýst, þá er enn betra að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir þau. Og þar þurfum við öll að vera vakandi gagnvart ofbeldi. Því við berum öll ábyrgð á því að uppræta þetta mein í íslensku samfélagi. Sögulega hefur meginþorri tilkynntra nauðgana til lögreglu átt sér stað um helgar, frá föstudegi til sunnudags og þá sér í lagi frá miðnætti til sex um morguninn. Árið 2020 voru samkomutakmarkanir í tengslum við Covid-19 í hámarki. Ef litið er til nauðgana sem áttu sér stað það ár og fjöldi þeirra borinn saman við fjölda mála þrjú ár á undan fækkaði nauðgunum úr að meðaltali 201 broti á árunum 2017 til 2019 í 114 brot, sem er um 43% fækkun. Brotum fjölgaði síðan aftur 2021 en reglur um samkomutakmarkanir gengu til baka a.m.k. hluta ársins. Þegar horft er til fjölda brota sem tilkynnt var um eftir ári atviks þá má sjá að tilkynnt var um 150 nauðganir árið 2021 samanborið við 114 tilvik árið áður eða 32% fjölgun nauðgana. Breytingar á djamminu höfðu því greinileg áhrif á tíðni nauðgana og ekkert segir að við þurfum að fara aftur í sama horf og fyrir Covid-19. Því hef ég ákveðið að hefja herferð vitundarvakningar í skemmtanalífinu þar sem almenningur er hvattur til þess að vera vakandi gegn ofbeldi. Þessi vitundarvakning er unnin í góðri samvinnu við Neyðarlínuna, ríkislögreglustjóra og fjölda annarra samstarfsaðila og kann ég öllum bestu þakkir fyrir. Í viðkvæmum málaflokki þarf að stíga varlega til jarðar og við höfum notið góðs af uppbyggilegum yfirlestri og ábendingum frá þeim sem þekkja vel til í þessum efnum. Þegar skemmtanalífið er að fara aftur í gang er gott að nota það sem tækifæri til að ná til almennings og vekja okkur öll til umhugsunar og ábyrgðar. Horfum í eigin barm sem samfélag og spyrjum okkur: Hvernig getum við gert djammið öruggara? Það gildir einu hvort þú ert að vinna á barnum, keyra leigubíl eða strætó, standandi vaktina í dyrunum eða bara í góðum gír á djamminu. Skemmtanalífið á að vera öruggt fyrir alla þá sem það stunda og það er á okkar allra ábyrgð að svo verði. Við berum ekki ábyrgð á hegðun annarra, en við berum þá ábyrgð að láta í okkur heyra þegar félagar okkar haga sér ekki eins og vera ber. Við ætlumst ekki til þess að almenningur fari í lögguleik eða setji sig í hættulegar aðstæður. Við erum ekki að biðja fólk um að vakta hvort annað. En það kostar okkur sem einstaklinga ekkert að vera vakandi á djamminu og spyrja óhikað af einlægni og góðum hug: Er allt í góðu? Reynist svarið eitthvað annað en skýrt og einfalt já, þá er einfaldast að hringja í 112. Þegar kemur að kynferðisbrotum þá þurfum við sem samfélag að halda áfram að spyrja þessarar spurningar; Er allt í góðu? Og svo lengi sem svarið er ekki klárt og skýrt já, munum við sem samfélag halda áfram baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Kynferðisofbeldi Næturlíf Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Kynferðisbrot eru ólíðandi glæpur og samfélagsmein sem berjast þarf gegn með öllum tiltækum ráðum. Frá því ég tók við sem dómsmálaráðherra hef ég lagt mikla áherslu á aðgerðir til að sporna við kynferðisofbeldi. Margt hefur gerst í þeim efnum undanfarna mánuði og óhætt að fullyrða að sjaldan eða aldrei hafi jafn mörg járn verið í eldinum. Þar ber hátt stórauknar fjárheimildir til að efla getu lögreglunnar til að takast á við þessi mál. En ég er einnig þeirrar skoðunar að við náum engum tökum á svona stóru samfélagsmeini án þess að virkja samfélagið sjálft. Eins gott og það er að brot séu upplýst, þá er enn betra að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir þau. Og þar þurfum við öll að vera vakandi gagnvart ofbeldi. Því við berum öll ábyrgð á því að uppræta þetta mein í íslensku samfélagi. Sögulega hefur meginþorri tilkynntra nauðgana til lögreglu átt sér stað um helgar, frá föstudegi til sunnudags og þá sér í lagi frá miðnætti til sex um morguninn. Árið 2020 voru samkomutakmarkanir í tengslum við Covid-19 í hámarki. Ef litið er til nauðgana sem áttu sér stað það ár og fjöldi þeirra borinn saman við fjölda mála þrjú ár á undan fækkaði nauðgunum úr að meðaltali 201 broti á árunum 2017 til 2019 í 114 brot, sem er um 43% fækkun. Brotum fjölgaði síðan aftur 2021 en reglur um samkomutakmarkanir gengu til baka a.m.k. hluta ársins. Þegar horft er til fjölda brota sem tilkynnt var um eftir ári atviks þá má sjá að tilkynnt var um 150 nauðganir árið 2021 samanborið við 114 tilvik árið áður eða 32% fjölgun nauðgana. Breytingar á djamminu höfðu því greinileg áhrif á tíðni nauðgana og ekkert segir að við þurfum að fara aftur í sama horf og fyrir Covid-19. Því hef ég ákveðið að hefja herferð vitundarvakningar í skemmtanalífinu þar sem almenningur er hvattur til þess að vera vakandi gegn ofbeldi. Þessi vitundarvakning er unnin í góðri samvinnu við Neyðarlínuna, ríkislögreglustjóra og fjölda annarra samstarfsaðila og kann ég öllum bestu þakkir fyrir. Í viðkvæmum málaflokki þarf að stíga varlega til jarðar og við höfum notið góðs af uppbyggilegum yfirlestri og ábendingum frá þeim sem þekkja vel til í þessum efnum. Þegar skemmtanalífið er að fara aftur í gang er gott að nota það sem tækifæri til að ná til almennings og vekja okkur öll til umhugsunar og ábyrgðar. Horfum í eigin barm sem samfélag og spyrjum okkur: Hvernig getum við gert djammið öruggara? Það gildir einu hvort þú ert að vinna á barnum, keyra leigubíl eða strætó, standandi vaktina í dyrunum eða bara í góðum gír á djamminu. Skemmtanalífið á að vera öruggt fyrir alla þá sem það stunda og það er á okkar allra ábyrgð að svo verði. Við berum ekki ábyrgð á hegðun annarra, en við berum þá ábyrgð að láta í okkur heyra þegar félagar okkar haga sér ekki eins og vera ber. Við ætlumst ekki til þess að almenningur fari í lögguleik eða setji sig í hættulegar aðstæður. Við erum ekki að biðja fólk um að vakta hvort annað. En það kostar okkur sem einstaklinga ekkert að vera vakandi á djamminu og spyrja óhikað af einlægni og góðum hug: Er allt í góðu? Reynist svarið eitthvað annað en skýrt og einfalt já, þá er einfaldast að hringja í 112. Þegar kemur að kynferðisbrotum þá þurfum við sem samfélag að halda áfram að spyrja þessarar spurningar; Er allt í góðu? Og svo lengi sem svarið er ekki klárt og skýrt já, munum við sem samfélag halda áfram baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun