Hvenær er nóg, nóg? Þuríður Harpa Sigurðarsdóttir skrifar 24. febrúar 2022 14:31 Ég var nýlega að ræða húsnæðismál fatlaðs fólks í Kastljósi ásamt bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu, sem í umræðunni velti fyrir sér hvenær nóg væri nóg. Í rödd bæjarstjórans mátti greina þreytu, jafnvel uppgjöf. Það er vel skiljanlegt, sveitarfélögum er í raun vorkunn. Þau bera mikla ábyrgð, og hafa lögbundnar skyldur gagnvart íbúum sínum. Öllum íbúum, og það kostar jú fé. Sveitarfélögum ber að bjóða upp á leiguhúsnæði á hóflegu verði fyrir þá íbúa sína sem á þurfa að halda. Þeim ber að sjá til þess að fatlaðir nemendur grunnskólanna fái þá þjónustu sem tryggð er í lögum. Krafan er um skóla án aðgreiningar með viðeigandi aðlögun til handa þeim nemendum sem þess þurfa. Fatlað fólk á rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA), það á rétt á að lifa sjálfstæðu lífi, hafa val um búsetu, með hverjum það býr, hvar og hvernig. Samkvæmt mannréttindasamningum á fatlað fólk rétt til jafns við aðra í samfélaginu. Hafi aðgang að samfélaginu, hafi ferðafrelsi, og þá þjónustu sem það þarf til að geta tekið þátt eins og hver annar. Hafi aðgengi að menntun og störfum við hæfi. Sveitarfélögin hafa fengið í fangið fólk sem krefst virðingar og á rétt á tækifærum til jafns við annað fólk í samfélaginu og framfærslu sem er grunnur þessa alls. Aðeins þannig getur það verið virkir þátttakendur. Nú er um áratugur síðan málaflokkur fatlaðs fólks var fluttur til sveitarfélaga. Í kjölfarið hefur þjónusta við fatlað fólk aukist, sem betur fer. Við erum öll sammála um að hverfa frá þeirri stofnanavæðingu sem einkenndi þjónustu við fatlað fólk. Það er ekki í samræmi við mannréttindasamninga að „geyma“ fatlað fólk þar sem það er ódýrast fyrir samfélagið. Ríkar kröfur eru um að stofnanir sem hafa hýst fatlað fólk séu lagðar niður, og herbergjasambýli heyri sögunni til. Að nafninu til, og kannski aðeins meira, eru mannréttindi fatlaðs fólks virt. Ég er viss um að í dag, í þeirri þróun og upplýsingu sem orðið hefur á þessum áratug, viðurkennum við sem samfélag að fatlað fólk skuli lifa sambærilegu lífi og aðrir. Líf fatlaðs fólks á ekki að vera á forsendum kerfisins, heldur á forsendum þess sjálfs. Lögfesting NPA var stór áfangi á þeirri leið. Starfsfólk í velferðarþjónustu sveitarfélaga vill gera vel en skortur á fjármagni kemur í veg fyrir að fatlað fólk í raun, njóti lífs til jafns við aðra. Birtingarmynd þessa er að fatlað fólk býr í raun við skort á mannréttindum. Okkur, sem áður fórum um samfélagið ófötluð og sannfærð um að fötluðu fólki væri vel borgið í okkar samfélagi, er illa brugðið þegar við sjálf sem höfum fatlast vegna veikinda eða slysa sitjum frammi fyrir því að skyndilega eru þau mannréttindi sem við áður gengum að vísum, horfin. Núna erum við kostnaður. Tala í töflureikni. Við kostum sveitarfélagið, við kostum ríkið, og réttur okkar til mannsæmandi lífs kostar of mikið. Þess vegna má ganga á mannréttindi okkar. Barna og félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, skipaði starfshóp til að fara yfir og greina kostnað sveitarfélaga af rekstri málaflokks fatlaðs fólks, eftir gildistöku laga nr. 38/2018, þar sem meðal annars er að finna réttinn til NPA. Skýrsla starfshópsins er væntanleg í byrjun mars. Í umsögn Kristrúnar Frostadóttur, þingmanns Samfylkingar um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, má lesa að níu milljarða vanti í málaflokkinn, svo sveitarfélögin geti uppfyllt skyldur sínar. Það er öllum sem starfa í þessum geira ljóst að rangt var gefið í upphafi, löggjafinn hefur sem betur fer fært fötluðu fólki aukin réttindi, en þó ætlað öðrum að uppfylla þau án þess að fjármagn fylgi. En réttindum frestað er í raun réttindum neitað. Ríki og sveitarfélög verða að leysa peningamálin sín á milli, en ekki gera okkur að blórabögglum, ekki verðmerkja mannréttindi okkar. Ég skora á ríkið og sveitarfélög að viðurkenna rétt fatlaðs fólks til mannsæmandi lífs og þar með fyrir þann stuðning sem það á rétt á. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Ég var nýlega að ræða húsnæðismál fatlaðs fólks í Kastljósi ásamt bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu, sem í umræðunni velti fyrir sér hvenær nóg væri nóg. Í rödd bæjarstjórans mátti greina þreytu, jafnvel uppgjöf. Það er vel skiljanlegt, sveitarfélögum er í raun vorkunn. Þau bera mikla ábyrgð, og hafa lögbundnar skyldur gagnvart íbúum sínum. Öllum íbúum, og það kostar jú fé. Sveitarfélögum ber að bjóða upp á leiguhúsnæði á hóflegu verði fyrir þá íbúa sína sem á þurfa að halda. Þeim ber að sjá til þess að fatlaðir nemendur grunnskólanna fái þá þjónustu sem tryggð er í lögum. Krafan er um skóla án aðgreiningar með viðeigandi aðlögun til handa þeim nemendum sem þess þurfa. Fatlað fólk á rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA), það á rétt á að lifa sjálfstæðu lífi, hafa val um búsetu, með hverjum það býr, hvar og hvernig. Samkvæmt mannréttindasamningum á fatlað fólk rétt til jafns við aðra í samfélaginu. Hafi aðgang að samfélaginu, hafi ferðafrelsi, og þá þjónustu sem það þarf til að geta tekið þátt eins og hver annar. Hafi aðgengi að menntun og störfum við hæfi. Sveitarfélögin hafa fengið í fangið fólk sem krefst virðingar og á rétt á tækifærum til jafns við annað fólk í samfélaginu og framfærslu sem er grunnur þessa alls. Aðeins þannig getur það verið virkir þátttakendur. Nú er um áratugur síðan málaflokkur fatlaðs fólks var fluttur til sveitarfélaga. Í kjölfarið hefur þjónusta við fatlað fólk aukist, sem betur fer. Við erum öll sammála um að hverfa frá þeirri stofnanavæðingu sem einkenndi þjónustu við fatlað fólk. Það er ekki í samræmi við mannréttindasamninga að „geyma“ fatlað fólk þar sem það er ódýrast fyrir samfélagið. Ríkar kröfur eru um að stofnanir sem hafa hýst fatlað fólk séu lagðar niður, og herbergjasambýli heyri sögunni til. Að nafninu til, og kannski aðeins meira, eru mannréttindi fatlaðs fólks virt. Ég er viss um að í dag, í þeirri þróun og upplýsingu sem orðið hefur á þessum áratug, viðurkennum við sem samfélag að fatlað fólk skuli lifa sambærilegu lífi og aðrir. Líf fatlaðs fólks á ekki að vera á forsendum kerfisins, heldur á forsendum þess sjálfs. Lögfesting NPA var stór áfangi á þeirri leið. Starfsfólk í velferðarþjónustu sveitarfélaga vill gera vel en skortur á fjármagni kemur í veg fyrir að fatlað fólk í raun, njóti lífs til jafns við aðra. Birtingarmynd þessa er að fatlað fólk býr í raun við skort á mannréttindum. Okkur, sem áður fórum um samfélagið ófötluð og sannfærð um að fötluðu fólki væri vel borgið í okkar samfélagi, er illa brugðið þegar við sjálf sem höfum fatlast vegna veikinda eða slysa sitjum frammi fyrir því að skyndilega eru þau mannréttindi sem við áður gengum að vísum, horfin. Núna erum við kostnaður. Tala í töflureikni. Við kostum sveitarfélagið, við kostum ríkið, og réttur okkar til mannsæmandi lífs kostar of mikið. Þess vegna má ganga á mannréttindi okkar. Barna og félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, skipaði starfshóp til að fara yfir og greina kostnað sveitarfélaga af rekstri málaflokks fatlaðs fólks, eftir gildistöku laga nr. 38/2018, þar sem meðal annars er að finna réttinn til NPA. Skýrsla starfshópsins er væntanleg í byrjun mars. Í umsögn Kristrúnar Frostadóttur, þingmanns Samfylkingar um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, má lesa að níu milljarða vanti í málaflokkinn, svo sveitarfélögin geti uppfyllt skyldur sínar. Það er öllum sem starfa í þessum geira ljóst að rangt var gefið í upphafi, löggjafinn hefur sem betur fer fært fötluðu fólki aukin réttindi, en þó ætlað öðrum að uppfylla þau án þess að fjármagn fylgi. En réttindum frestað er í raun réttindum neitað. Ríki og sveitarfélög verða að leysa peningamálin sín á milli, en ekki gera okkur að blórabögglum, ekki verðmerkja mannréttindi okkar. Ég skora á ríkið og sveitarfélög að viðurkenna rétt fatlaðs fólks til mannsæmandi lífs og þar með fyrir þann stuðning sem það á rétt á. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun