Þjónusta við fjölskyldur í Garðabæ er mér hjartans mál Stella Stefánsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 11:31 Þjónusta við fjölskyldur og velsæld barna og ungmenna er mér hjartans mál. Ég á fjórar dætur á aldrinum 15 til 23 ára sem hafa gengið í leik- og grunnskóla í Garðabær og stundað íþróttir- og frístundir í bænum. Ég þekki og skil þær áskoranir sem foreldrar barna og ungmenna standa frammi fyrir í amstri dagsins. Minnstu frávik í þjónustu geta flækt líf fólks. Áreiðanleg þjónusta við fjölskyldur Þjónusta við fjölskyldur á að vera í forgangi í Garðabæ. Fólk reiðir sig á heilstæða góða þjónustu leik- og grunnskóla, frístundaheimila og frístundabíls. Samþætting skóla og frístunda skiptir máli. Áreiðanleiki þjónustu er lykilatriði og hún þarf að vera aðgengileg, einföld og skilvirk. Það þarf að leggja kapp á að 1 árs börn komist inn á leikskóla nálægt heimili og að systkini hafi forgang í sama leikskóla. Tryggja þarf framsýni og fyrirsjáanleika við uppbyggingu og aðlögun grunnþjónustu í nýjum og vaxandi hverfum. Framsæknir skólar og leikskólar Ég tel mikilvægt að bjóða framsækna leik- og grunnskóla í Garðabæ sem laða að hæft starfsfólk. Það þarf að leita leiða til að efla starfsumhverfi skóla og leikskóla. Vellíðan nemenda og starfsfólks skiptir höfuðmáli. Skólakerfið og stuðningur á að efla nemendur til að hafa sjálfstraust í sínum verkefnum og til að takast á við framtíðina með áherslu á nýsköpun. Fjölbreytt íþrótta- og frístundastarf Garðabær á áfram að leggja metnað í að byggja upp góða íþróttaaðstöðu. Styrkja þarf áframhaldandi samstarf Garðabæjar við frjáls félagasamtök um skipulagt íþrótta- og frístundastarf. Það þarf að standa vörð um jafnrétti kynja og fylgja því markvisst eftir þegar stuðningur er veittur. Tryggja þarf framboð að fjölbreyttu íþrótta- og frístundastarfi. Brottfall er algengt hjá unglingum og það finna sig ekki öll börn í hefðbundnu íþrótta- og frístundastarfi. Leita þarf leiða til að grípa þessi ungmenni og styðja þau til virkni og félagslegrar samveru. Einnig þarf að leggja kapp á að að yngri börn geti stundað algengar íþróttagreinar og vinsælt frístundastarf að einhverju marki nálægt heimili sínu og að umfang íþróttamannvirkja vaxi í takt við fólksfjölgun. Gæðastundir í nærumhverfinu - Ég læt verkin tala Það er fátt yndislegra en gæðastundir með fjölskyldunni. Ég tel mikilvægt að fjölskyldur í Garðabæ getið upplifað menningu, útivist og bæjarbrag í nærumhverfinu. Það þarf að efla Garðatorg, hverfiskjarna, opin svæði og tækifæri til gæðastunda fjölskyldna innan Garðabæjar. Ég tel að við eigum að fá börn og ungmenni að skipulagninu á nærumhverfinu. Sem formaður stjórnar Hönnunarsafnsins á þessu kjörtímabili hef ég sýnt í verki að mér í annt um börn og ungmenni og er reiðubúin að láta til mín taka með hagsmuni barna að leiðarljósi. Það hefur verið lögð rík áhersla á að gera safnið áhugavert fyrir börn. Safnfræðsla hefur verið stórefld og Hönnunarskóli Íslands var settur á laggirnar fyrir ungmenni. Ég hef talað fyrir því að hvatningasjóður ungra listamanna verði útvikkaður þannig að ungir hönnuðir séu jafnframt gjaldgengir við úthlutun. Þetta var samþykkt í síðustu viku. Höfundur er varabæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Stella Stefánsdóttir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Þjónusta við fjölskyldur og velsæld barna og ungmenna er mér hjartans mál. Ég á fjórar dætur á aldrinum 15 til 23 ára sem hafa gengið í leik- og grunnskóla í Garðabær og stundað íþróttir- og frístundir í bænum. Ég þekki og skil þær áskoranir sem foreldrar barna og ungmenna standa frammi fyrir í amstri dagsins. Minnstu frávik í þjónustu geta flækt líf fólks. Áreiðanleg þjónusta við fjölskyldur Þjónusta við fjölskyldur á að vera í forgangi í Garðabæ. Fólk reiðir sig á heilstæða góða þjónustu leik- og grunnskóla, frístundaheimila og frístundabíls. Samþætting skóla og frístunda skiptir máli. Áreiðanleiki þjónustu er lykilatriði og hún þarf að vera aðgengileg, einföld og skilvirk. Það þarf að leggja kapp á að 1 árs börn komist inn á leikskóla nálægt heimili og að systkini hafi forgang í sama leikskóla. Tryggja þarf framsýni og fyrirsjáanleika við uppbyggingu og aðlögun grunnþjónustu í nýjum og vaxandi hverfum. Framsæknir skólar og leikskólar Ég tel mikilvægt að bjóða framsækna leik- og grunnskóla í Garðabæ sem laða að hæft starfsfólk. Það þarf að leita leiða til að efla starfsumhverfi skóla og leikskóla. Vellíðan nemenda og starfsfólks skiptir höfuðmáli. Skólakerfið og stuðningur á að efla nemendur til að hafa sjálfstraust í sínum verkefnum og til að takast á við framtíðina með áherslu á nýsköpun. Fjölbreytt íþrótta- og frístundastarf Garðabær á áfram að leggja metnað í að byggja upp góða íþróttaaðstöðu. Styrkja þarf áframhaldandi samstarf Garðabæjar við frjáls félagasamtök um skipulagt íþrótta- og frístundastarf. Það þarf að standa vörð um jafnrétti kynja og fylgja því markvisst eftir þegar stuðningur er veittur. Tryggja þarf framboð að fjölbreyttu íþrótta- og frístundastarfi. Brottfall er algengt hjá unglingum og það finna sig ekki öll börn í hefðbundnu íþrótta- og frístundastarfi. Leita þarf leiða til að grípa þessi ungmenni og styðja þau til virkni og félagslegrar samveru. Einnig þarf að leggja kapp á að að yngri börn geti stundað algengar íþróttagreinar og vinsælt frístundastarf að einhverju marki nálægt heimili sínu og að umfang íþróttamannvirkja vaxi í takt við fólksfjölgun. Gæðastundir í nærumhverfinu - Ég læt verkin tala Það er fátt yndislegra en gæðastundir með fjölskyldunni. Ég tel mikilvægt að fjölskyldur í Garðabæ getið upplifað menningu, útivist og bæjarbrag í nærumhverfinu. Það þarf að efla Garðatorg, hverfiskjarna, opin svæði og tækifæri til gæðastunda fjölskyldna innan Garðabæjar. Ég tel að við eigum að fá börn og ungmenni að skipulagninu á nærumhverfinu. Sem formaður stjórnar Hönnunarsafnsins á þessu kjörtímabili hef ég sýnt í verki að mér í annt um börn og ungmenni og er reiðubúin að láta til mín taka með hagsmuni barna að leiðarljósi. Það hefur verið lögð rík áhersla á að gera safnið áhugavert fyrir börn. Safnfræðsla hefur verið stórefld og Hönnunarskóli Íslands var settur á laggirnar fyrir ungmenni. Ég hef talað fyrir því að hvatningasjóður ungra listamanna verði útvikkaður þannig að ungir hönnuðir séu jafnframt gjaldgengir við úthlutun. Þetta var samþykkt í síðustu viku. Höfundur er varabæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar