Geirfinnsmál og rithöfundar í lögreglubúningum Jón Ármann Steinsson skrifar 22. febrúar 2022 11:30 Nú er búið að vinda aðeins ofan af GG málunum. Í dag, nær hálfri öld síðar, má fullyrða að réttarglæpur hafi verið framinn og sé brugðið ljósi þá atburðarás má segja að hér sé um að ræða skipulagða glæpastarfsemi. Enginn opinber áhugi er á að fjárfesta í rannsókn til að upplýsa málið, þ.m.t. að rannsaka rannsakendur, eða ræða við vitni og málsaðila sem enn eru hérna megin moldar. GG málin eru og verða því áfram krabbamein á þjóðarsálinni. Sama sagnaminni í tveimur morðsögum Ef einhver er þeirrar skoðunar að GG málin séu ekki hreinræktaður skáldskapur þá legg ég til að viðkomandi skoði “morðsögurnar” tvær út frá bókmenntalegu sjónarhorni. Þá sést að þær eru nánast samhljóma. Til eru rithöfundar sem lifa á að skrifa sömu söguna aftur og aftur með breyttum persónum en nýta sömu sagnaminni sem upphaf, miðju og endi. Á ensku kallast svona rithefting að vera “one trick pony” og endurnýting á sagnaminninu er góð vísa sem verður aldrei of oft kveðin. Höfundurinn er bara ekki nógu hugmyndaríkur til að finna annan þráð. Hvað er þá sagnaminni? Bókin Hugtök og heiti í bókmenntafræði skilgreinir það sem “minnsta eining sem borið getur uppi frásögn eða söguþráður er samsettur úr.” Dæmi er t.d. að sonur karls í koti brýst út úr fátækt, eignast prinsessuna og hálft konungsríkið. Þetta einfalda sagnaminni er sameiginlegur endurvinnslugámur Hollywood í dag. Einhæfir metsöluhöfundar Sagnaminni GG málsins eru tvær samhljóma sögur því höfundarnir eru ekki færir um að gera þær nógu ólíkar til að þær standi einar. Í báðum hitta einstaklingarnir (G & G) unga smákrimma í fyrsta skipti, vímuefni koma við sögu, bæði G & G kalla smákrimmana dópista, og þeir móðgast og hittingurinn endar með morði. Þúsundir af blaðsíðum, ákærum og dómum tíunda þessar sögur athugasemdalaust. Ekki má gleyma eftirleik "morðanna": Líkin eru flutt frá gjörningsstað og þau geymd, grafin niður og upp, og aftur niður, og finnast aldrei. Þá eru smákrimmarnir teknir höndum fyrir þjófnað, smygl og dóp. Í framhaldi fá “rithöfundarnir” uppljómun um þessi tvö mannshvörf tengist unglingunum. Unglingarnir neita sök en játa samt heilan fjölskyldupakka af öðrum lögbrotum. En þegar kemur að “morðunum” tveimur þá eru þessir sömu unglingar svo vel skipulagðir og forsjálir að þeir hafa samnefnst um að villa fyrir lögreglunni löngu áður en þau eru handtekin - en ekki um eigin dópsölu, smygl og þjófnaði, heldur eingöngu um þessi tvö “morð”. Rithöfundarnir selja síðan réttarkerfinu þessa samhljóma skáldsögu, tvisvar! Tvö morð, nánast eins. Geri aðrir betur. Amatörar í spunastuði Rithöfundurinn kemur alltaf fram grímulaus í orðum og gerðum sögupersóna sinna. Í GG málum er skoðun skýrsluhöfundanna á dópistum almennt kjölfestan. Höfundarnir sátu sveittir við ritvélina dag og nótt í þvílíku spunastuði að sagan breyttist við hverja niðursetu, fram og til baka. Þeir voru eins og rithópur amatöra að semja söguþráð í hugarástandi sem kallast “breinstorming” á góðri íslensku. Þemað hjá þeim er fyrirlitning á þeim sem sátu hinum megin við borðið í yfirheyrsluherberginu; aumingjar, dópistar og utangarðsfólk, rétt svo komið af unglingsaldri. Þeirra fordómar, ekki mínir. Það er skrítið að lögreglan hafi ekki tekið GG málin upp að nýju en kannski sýnir það best að samtrygging kerfisins á litla Íslandi er "fjórða valdið" sem leyfir ekki slíkt. Þetta svokallaða fjórða vald (sem ég hnýti hér saman úr lögreglu, saksóknurum, dómurum í undirrétti og hæstarétti, fréttamiðlum og pólitíkusum) sem tóku skáldskap lögreglunnar sem heilagan sannleika. Þeir virðast gera það enn, því ekki hafa þessi mál verið rannsökuð af neinni alvöru síðan. Kjarkur til sjálfskoðunnar er enginn. Núll! Hvað gerist næst? Þá er komið að bókmenntafræðingum að skoða atburðarás og tilurð GG málanna, lesa skýrslurnar, og tilnefna sögusmiðina til Nóbelsverðlauna fyrir þetta stórkostlega afrek. Kannski ætti lögreglan sjálf að standa að tilnefningunni? Þetta eru jú þeirra menn sem hafa afrekað stórkostlegt skáldverk; samtímasögu með atburðarás og persónuflóru sem tekur sjálfum Íslendingasögunum fram. Meira að segja Laxness á ekki roð í rithópinn, hóp ritvélapikkara sem hefur haft meiri áhrif á Íslandssöguna en nokkurn óraði fyrir - og það með tveggja putta fingrasetningu! Meðan þetta bókmenntaverk er látið óátalið af lögreglunni, gætum við átt von á að nýjir höfundar endurtaki sama leik á okkar tímum? Höfundur starfar við nýsköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nú er búið að vinda aðeins ofan af GG málunum. Í dag, nær hálfri öld síðar, má fullyrða að réttarglæpur hafi verið framinn og sé brugðið ljósi þá atburðarás má segja að hér sé um að ræða skipulagða glæpastarfsemi. Enginn opinber áhugi er á að fjárfesta í rannsókn til að upplýsa málið, þ.m.t. að rannsaka rannsakendur, eða ræða við vitni og málsaðila sem enn eru hérna megin moldar. GG málin eru og verða því áfram krabbamein á þjóðarsálinni. Sama sagnaminni í tveimur morðsögum Ef einhver er þeirrar skoðunar að GG málin séu ekki hreinræktaður skáldskapur þá legg ég til að viðkomandi skoði “morðsögurnar” tvær út frá bókmenntalegu sjónarhorni. Þá sést að þær eru nánast samhljóma. Til eru rithöfundar sem lifa á að skrifa sömu söguna aftur og aftur með breyttum persónum en nýta sömu sagnaminni sem upphaf, miðju og endi. Á ensku kallast svona rithefting að vera “one trick pony” og endurnýting á sagnaminninu er góð vísa sem verður aldrei of oft kveðin. Höfundurinn er bara ekki nógu hugmyndaríkur til að finna annan þráð. Hvað er þá sagnaminni? Bókin Hugtök og heiti í bókmenntafræði skilgreinir það sem “minnsta eining sem borið getur uppi frásögn eða söguþráður er samsettur úr.” Dæmi er t.d. að sonur karls í koti brýst út úr fátækt, eignast prinsessuna og hálft konungsríkið. Þetta einfalda sagnaminni er sameiginlegur endurvinnslugámur Hollywood í dag. Einhæfir metsöluhöfundar Sagnaminni GG málsins eru tvær samhljóma sögur því höfundarnir eru ekki færir um að gera þær nógu ólíkar til að þær standi einar. Í báðum hitta einstaklingarnir (G & G) unga smákrimma í fyrsta skipti, vímuefni koma við sögu, bæði G & G kalla smákrimmana dópista, og þeir móðgast og hittingurinn endar með morði. Þúsundir af blaðsíðum, ákærum og dómum tíunda þessar sögur athugasemdalaust. Ekki má gleyma eftirleik "morðanna": Líkin eru flutt frá gjörningsstað og þau geymd, grafin niður og upp, og aftur niður, og finnast aldrei. Þá eru smákrimmarnir teknir höndum fyrir þjófnað, smygl og dóp. Í framhaldi fá “rithöfundarnir” uppljómun um þessi tvö mannshvörf tengist unglingunum. Unglingarnir neita sök en játa samt heilan fjölskyldupakka af öðrum lögbrotum. En þegar kemur að “morðunum” tveimur þá eru þessir sömu unglingar svo vel skipulagðir og forsjálir að þeir hafa samnefnst um að villa fyrir lögreglunni löngu áður en þau eru handtekin - en ekki um eigin dópsölu, smygl og þjófnaði, heldur eingöngu um þessi tvö “morð”. Rithöfundarnir selja síðan réttarkerfinu þessa samhljóma skáldsögu, tvisvar! Tvö morð, nánast eins. Geri aðrir betur. Amatörar í spunastuði Rithöfundurinn kemur alltaf fram grímulaus í orðum og gerðum sögupersóna sinna. Í GG málum er skoðun skýrsluhöfundanna á dópistum almennt kjölfestan. Höfundarnir sátu sveittir við ritvélina dag og nótt í þvílíku spunastuði að sagan breyttist við hverja niðursetu, fram og til baka. Þeir voru eins og rithópur amatöra að semja söguþráð í hugarástandi sem kallast “breinstorming” á góðri íslensku. Þemað hjá þeim er fyrirlitning á þeim sem sátu hinum megin við borðið í yfirheyrsluherberginu; aumingjar, dópistar og utangarðsfólk, rétt svo komið af unglingsaldri. Þeirra fordómar, ekki mínir. Það er skrítið að lögreglan hafi ekki tekið GG málin upp að nýju en kannski sýnir það best að samtrygging kerfisins á litla Íslandi er "fjórða valdið" sem leyfir ekki slíkt. Þetta svokallaða fjórða vald (sem ég hnýti hér saman úr lögreglu, saksóknurum, dómurum í undirrétti og hæstarétti, fréttamiðlum og pólitíkusum) sem tóku skáldskap lögreglunnar sem heilagan sannleika. Þeir virðast gera það enn, því ekki hafa þessi mál verið rannsökuð af neinni alvöru síðan. Kjarkur til sjálfskoðunnar er enginn. Núll! Hvað gerist næst? Þá er komið að bókmenntafræðingum að skoða atburðarás og tilurð GG málanna, lesa skýrslurnar, og tilnefna sögusmiðina til Nóbelsverðlauna fyrir þetta stórkostlega afrek. Kannski ætti lögreglan sjálf að standa að tilnefningunni? Þetta eru jú þeirra menn sem hafa afrekað stórkostlegt skáldverk; samtímasögu með atburðarás og persónuflóru sem tekur sjálfum Íslendingasögunum fram. Meira að segja Laxness á ekki roð í rithópinn, hóp ritvélapikkara sem hefur haft meiri áhrif á Íslandssöguna en nokkurn óraði fyrir - og það með tveggja putta fingrasetningu! Meðan þetta bókmenntaverk er látið óátalið af lögreglunni, gætum við átt von á að nýjir höfundar endurtaki sama leik á okkar tímum? Höfundur starfar við nýsköpun.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun