Íþrótta- og tómstundabörn Aron Leví Beck skrifar 22. febrúar 2022 09:00 Það er ekki sjálfgefið að börnin okkar falli í hópinn, eigi vini eða hafi áhuga á því sama og meirihlutinn. Sjálfur þekki ég það af eigin reynslu sem barn með ADHD að erfitt var að finna íþrótt eða tómstund sem mér líkaði við. Ég prófaði alls konar: Dans, fótbolta og þar fram eftir götunum. Júdó var íþrótt sem mig langaði til að prófa því ég átti stóran frænda sem æfði og stundaði ég þá dásamlegu íþrótt af og til í þó nokkurn tíma. Það var samt eitthvað við það að keppa sem gaf mér hnút í magann og reyndi ég eftir bestu getu að komast hjá því þó ég hafi látið mig hafa það annað slagið. Ég var ekki sterkur félagslega en átti nokkuð auðvelt með að eignast vini en erfiðara var fyrir mig að halda í þá. Ég upplifði mig svolítið á skjön við umheiminn. Þegar ég var 10 ára byrjaði ég að æfa íshokkí. Hluti af strákunum í skólanum mínum voru að æfa og ég sló til. Íshokkí var íþrótt sem ég vissi lítið sem ekkert um, fyrir mér voru fótbolti, handbolti og körfubolti sennilega einu hópíþróttirnar sem ég vissi að væru stundaðar á íslandi. Þetta var árið 2000 þegar nýbúið var að byggja yfir skautasvellið í Laugardal. Sumir félaga minna höfðu einmitt byrjað að æfa þegar aðeins var útisvell í boði á Íslandi. Fljótlega komst ég að því að íshokkí er mjög stór íþrótt á Norðurlöndum, Kanada, Austur-Evrópu og víðar, aldrei hafði mér dottið það í hug. Fljótlega eftir að ég byrjaði að æfa ákvað ég að fara í mark, sú ákvörðun breytti öllu. Sem ADHD-strákur átti ég erfitt með að fylgjast með þegar æfingar voru útskýrðar fyrir okkur og það var ekkert sem drap stemninguna hraðar enn að þurfa að bíða í röð eftir að fá að gera æfingarnar, markmannsstaðan leysti þessi vandamál fyrir mér. Markmiðið var skýrt, ég átti að verja pökkinn og ég var í markinu alla æfinguna. Svo er líka bannað að skammast út í markmenn ef illa gengur. Annað en í júdóinu fannst mér ekki eins hvimleitt að keppa í íshokkí því það er hópíþrótt og mikilvægt er að hlúa að öllum í liðinu, taka ábyrgð á sínum leik en sem liðsheild taka ábyrgð á útkomu leiksins. Ég æfði íshokki í 10 ár og byrjaði aftur á fullorðinsárum og æfi enn. Fyrir mér hefur íshokkí alltaf verið einn af stóru hlutunum í lífinu mínu, þá á ég ekki við íþróttina sem áhugamál í ljósi þess að ég hef aldrei nennt að fylgjast með neinni íþrótt, ekki einu sinni íshokkí í sjónvarpi eða á netinu. Ég hef heyrt að það sé skemmtilegt áhorfendasport engu að síður. Þetta gaf mér ótrúlega útrás, styrkti mig félagslega, lærði að vinna með öðrum og eignaðist vini sem ég hef þekkt síðan ég var lítill strákur. Þetta gaf mér sjálfstraust, aga og kenndi mér að virða alla, ekki síst andstæðinga. Það skipti ekki máli hvað gekk á í lífi mínu, á svellinu gleymdi ég öllu. Það er svo ótrulega mikilvægt að sveitarfélög bjóði upp á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og unglinga. Við verðum að hafa hlutina aðgengilega, ekki bara fyrir börn og unglinga af íslenskum uppruna heldur líka fyrir krakka sem hafa flutt hingað frá öðrum löndum. Ég held að við getum flest verið sammála um það að íþrótta- og tómstundarstarf sé af hinu góða svo lengi sem vel er haldið utan um það. Það á að vera hægt að æfa þó barnið þitt ætli ekki að gera íþróttina eða tómstundina að ævistarfi í framtíðinni. Það á að vera hægt að æfa þó barnið tali ekki tungumálið, sé með fötlun að einhverju tagi, skilgreinir sig ekki sem karl eða konu eða laðast að sama kyni. Íþróttir og menning eiga að vera fyrir okkur öll og það er okkar að gera umhverfið þannig. Höfundur er varaborgarfulltrúi og íshokkímarkmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Íþróttir barna Borgarstjórn Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Aron Leví Beck Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki sjálfgefið að börnin okkar falli í hópinn, eigi vini eða hafi áhuga á því sama og meirihlutinn. Sjálfur þekki ég það af eigin reynslu sem barn með ADHD að erfitt var að finna íþrótt eða tómstund sem mér líkaði við. Ég prófaði alls konar: Dans, fótbolta og þar fram eftir götunum. Júdó var íþrótt sem mig langaði til að prófa því ég átti stóran frænda sem æfði og stundaði ég þá dásamlegu íþrótt af og til í þó nokkurn tíma. Það var samt eitthvað við það að keppa sem gaf mér hnút í magann og reyndi ég eftir bestu getu að komast hjá því þó ég hafi látið mig hafa það annað slagið. Ég var ekki sterkur félagslega en átti nokkuð auðvelt með að eignast vini en erfiðara var fyrir mig að halda í þá. Ég upplifði mig svolítið á skjön við umheiminn. Þegar ég var 10 ára byrjaði ég að æfa íshokkí. Hluti af strákunum í skólanum mínum voru að æfa og ég sló til. Íshokkí var íþrótt sem ég vissi lítið sem ekkert um, fyrir mér voru fótbolti, handbolti og körfubolti sennilega einu hópíþróttirnar sem ég vissi að væru stundaðar á íslandi. Þetta var árið 2000 þegar nýbúið var að byggja yfir skautasvellið í Laugardal. Sumir félaga minna höfðu einmitt byrjað að æfa þegar aðeins var útisvell í boði á Íslandi. Fljótlega komst ég að því að íshokkí er mjög stór íþrótt á Norðurlöndum, Kanada, Austur-Evrópu og víðar, aldrei hafði mér dottið það í hug. Fljótlega eftir að ég byrjaði að æfa ákvað ég að fara í mark, sú ákvörðun breytti öllu. Sem ADHD-strákur átti ég erfitt með að fylgjast með þegar æfingar voru útskýrðar fyrir okkur og það var ekkert sem drap stemninguna hraðar enn að þurfa að bíða í röð eftir að fá að gera æfingarnar, markmannsstaðan leysti þessi vandamál fyrir mér. Markmiðið var skýrt, ég átti að verja pökkinn og ég var í markinu alla æfinguna. Svo er líka bannað að skammast út í markmenn ef illa gengur. Annað en í júdóinu fannst mér ekki eins hvimleitt að keppa í íshokkí því það er hópíþrótt og mikilvægt er að hlúa að öllum í liðinu, taka ábyrgð á sínum leik en sem liðsheild taka ábyrgð á útkomu leiksins. Ég æfði íshokki í 10 ár og byrjaði aftur á fullorðinsárum og æfi enn. Fyrir mér hefur íshokkí alltaf verið einn af stóru hlutunum í lífinu mínu, þá á ég ekki við íþróttina sem áhugamál í ljósi þess að ég hef aldrei nennt að fylgjast með neinni íþrótt, ekki einu sinni íshokkí í sjónvarpi eða á netinu. Ég hef heyrt að það sé skemmtilegt áhorfendasport engu að síður. Þetta gaf mér ótrúlega útrás, styrkti mig félagslega, lærði að vinna með öðrum og eignaðist vini sem ég hef þekkt síðan ég var lítill strákur. Þetta gaf mér sjálfstraust, aga og kenndi mér að virða alla, ekki síst andstæðinga. Það skipti ekki máli hvað gekk á í lífi mínu, á svellinu gleymdi ég öllu. Það er svo ótrulega mikilvægt að sveitarfélög bjóði upp á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og unglinga. Við verðum að hafa hlutina aðgengilega, ekki bara fyrir börn og unglinga af íslenskum uppruna heldur líka fyrir krakka sem hafa flutt hingað frá öðrum löndum. Ég held að við getum flest verið sammála um það að íþrótta- og tómstundarstarf sé af hinu góða svo lengi sem vel er haldið utan um það. Það á að vera hægt að æfa þó barnið þitt ætli ekki að gera íþróttina eða tómstundina að ævistarfi í framtíðinni. Það á að vera hægt að æfa þó barnið tali ekki tungumálið, sé með fötlun að einhverju tagi, skilgreinir sig ekki sem karl eða konu eða laðast að sama kyni. Íþróttir og menning eiga að vera fyrir okkur öll og það er okkar að gera umhverfið þannig. Höfundur er varaborgarfulltrúi og íshokkímarkmaður.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar