Íþrótta- og tómstundabörn Aron Leví Beck skrifar 22. febrúar 2022 09:00 Það er ekki sjálfgefið að börnin okkar falli í hópinn, eigi vini eða hafi áhuga á því sama og meirihlutinn. Sjálfur þekki ég það af eigin reynslu sem barn með ADHD að erfitt var að finna íþrótt eða tómstund sem mér líkaði við. Ég prófaði alls konar: Dans, fótbolta og þar fram eftir götunum. Júdó var íþrótt sem mig langaði til að prófa því ég átti stóran frænda sem æfði og stundaði ég þá dásamlegu íþrótt af og til í þó nokkurn tíma. Það var samt eitthvað við það að keppa sem gaf mér hnút í magann og reyndi ég eftir bestu getu að komast hjá því þó ég hafi látið mig hafa það annað slagið. Ég var ekki sterkur félagslega en átti nokkuð auðvelt með að eignast vini en erfiðara var fyrir mig að halda í þá. Ég upplifði mig svolítið á skjön við umheiminn. Þegar ég var 10 ára byrjaði ég að æfa íshokkí. Hluti af strákunum í skólanum mínum voru að æfa og ég sló til. Íshokkí var íþrótt sem ég vissi lítið sem ekkert um, fyrir mér voru fótbolti, handbolti og körfubolti sennilega einu hópíþróttirnar sem ég vissi að væru stundaðar á íslandi. Þetta var árið 2000 þegar nýbúið var að byggja yfir skautasvellið í Laugardal. Sumir félaga minna höfðu einmitt byrjað að æfa þegar aðeins var útisvell í boði á Íslandi. Fljótlega komst ég að því að íshokkí er mjög stór íþrótt á Norðurlöndum, Kanada, Austur-Evrópu og víðar, aldrei hafði mér dottið það í hug. Fljótlega eftir að ég byrjaði að æfa ákvað ég að fara í mark, sú ákvörðun breytti öllu. Sem ADHD-strákur átti ég erfitt með að fylgjast með þegar æfingar voru útskýrðar fyrir okkur og það var ekkert sem drap stemninguna hraðar enn að þurfa að bíða í röð eftir að fá að gera æfingarnar, markmannsstaðan leysti þessi vandamál fyrir mér. Markmiðið var skýrt, ég átti að verja pökkinn og ég var í markinu alla æfinguna. Svo er líka bannað að skammast út í markmenn ef illa gengur. Annað en í júdóinu fannst mér ekki eins hvimleitt að keppa í íshokkí því það er hópíþrótt og mikilvægt er að hlúa að öllum í liðinu, taka ábyrgð á sínum leik en sem liðsheild taka ábyrgð á útkomu leiksins. Ég æfði íshokki í 10 ár og byrjaði aftur á fullorðinsárum og æfi enn. Fyrir mér hefur íshokkí alltaf verið einn af stóru hlutunum í lífinu mínu, þá á ég ekki við íþróttina sem áhugamál í ljósi þess að ég hef aldrei nennt að fylgjast með neinni íþrótt, ekki einu sinni íshokkí í sjónvarpi eða á netinu. Ég hef heyrt að það sé skemmtilegt áhorfendasport engu að síður. Þetta gaf mér ótrúlega útrás, styrkti mig félagslega, lærði að vinna með öðrum og eignaðist vini sem ég hef þekkt síðan ég var lítill strákur. Þetta gaf mér sjálfstraust, aga og kenndi mér að virða alla, ekki síst andstæðinga. Það skipti ekki máli hvað gekk á í lífi mínu, á svellinu gleymdi ég öllu. Það er svo ótrulega mikilvægt að sveitarfélög bjóði upp á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og unglinga. Við verðum að hafa hlutina aðgengilega, ekki bara fyrir börn og unglinga af íslenskum uppruna heldur líka fyrir krakka sem hafa flutt hingað frá öðrum löndum. Ég held að við getum flest verið sammála um það að íþrótta- og tómstundarstarf sé af hinu góða svo lengi sem vel er haldið utan um það. Það á að vera hægt að æfa þó barnið þitt ætli ekki að gera íþróttina eða tómstundina að ævistarfi í framtíðinni. Það á að vera hægt að æfa þó barnið tali ekki tungumálið, sé með fötlun að einhverju tagi, skilgreinir sig ekki sem karl eða konu eða laðast að sama kyni. Íþróttir og menning eiga að vera fyrir okkur öll og það er okkar að gera umhverfið þannig. Höfundur er varaborgarfulltrúi og íshokkímarkmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Íþróttir barna Borgarstjórn Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Aron Leví Beck Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki sjálfgefið að börnin okkar falli í hópinn, eigi vini eða hafi áhuga á því sama og meirihlutinn. Sjálfur þekki ég það af eigin reynslu sem barn með ADHD að erfitt var að finna íþrótt eða tómstund sem mér líkaði við. Ég prófaði alls konar: Dans, fótbolta og þar fram eftir götunum. Júdó var íþrótt sem mig langaði til að prófa því ég átti stóran frænda sem æfði og stundaði ég þá dásamlegu íþrótt af og til í þó nokkurn tíma. Það var samt eitthvað við það að keppa sem gaf mér hnút í magann og reyndi ég eftir bestu getu að komast hjá því þó ég hafi látið mig hafa það annað slagið. Ég var ekki sterkur félagslega en átti nokkuð auðvelt með að eignast vini en erfiðara var fyrir mig að halda í þá. Ég upplifði mig svolítið á skjön við umheiminn. Þegar ég var 10 ára byrjaði ég að æfa íshokkí. Hluti af strákunum í skólanum mínum voru að æfa og ég sló til. Íshokkí var íþrótt sem ég vissi lítið sem ekkert um, fyrir mér voru fótbolti, handbolti og körfubolti sennilega einu hópíþróttirnar sem ég vissi að væru stundaðar á íslandi. Þetta var árið 2000 þegar nýbúið var að byggja yfir skautasvellið í Laugardal. Sumir félaga minna höfðu einmitt byrjað að æfa þegar aðeins var útisvell í boði á Íslandi. Fljótlega komst ég að því að íshokkí er mjög stór íþrótt á Norðurlöndum, Kanada, Austur-Evrópu og víðar, aldrei hafði mér dottið það í hug. Fljótlega eftir að ég byrjaði að æfa ákvað ég að fara í mark, sú ákvörðun breytti öllu. Sem ADHD-strákur átti ég erfitt með að fylgjast með þegar æfingar voru útskýrðar fyrir okkur og það var ekkert sem drap stemninguna hraðar enn að þurfa að bíða í röð eftir að fá að gera æfingarnar, markmannsstaðan leysti þessi vandamál fyrir mér. Markmiðið var skýrt, ég átti að verja pökkinn og ég var í markinu alla æfinguna. Svo er líka bannað að skammast út í markmenn ef illa gengur. Annað en í júdóinu fannst mér ekki eins hvimleitt að keppa í íshokkí því það er hópíþrótt og mikilvægt er að hlúa að öllum í liðinu, taka ábyrgð á sínum leik en sem liðsheild taka ábyrgð á útkomu leiksins. Ég æfði íshokki í 10 ár og byrjaði aftur á fullorðinsárum og æfi enn. Fyrir mér hefur íshokkí alltaf verið einn af stóru hlutunum í lífinu mínu, þá á ég ekki við íþróttina sem áhugamál í ljósi þess að ég hef aldrei nennt að fylgjast með neinni íþrótt, ekki einu sinni íshokkí í sjónvarpi eða á netinu. Ég hef heyrt að það sé skemmtilegt áhorfendasport engu að síður. Þetta gaf mér ótrúlega útrás, styrkti mig félagslega, lærði að vinna með öðrum og eignaðist vini sem ég hef þekkt síðan ég var lítill strákur. Þetta gaf mér sjálfstraust, aga og kenndi mér að virða alla, ekki síst andstæðinga. Það skipti ekki máli hvað gekk á í lífi mínu, á svellinu gleymdi ég öllu. Það er svo ótrulega mikilvægt að sveitarfélög bjóði upp á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og unglinga. Við verðum að hafa hlutina aðgengilega, ekki bara fyrir börn og unglinga af íslenskum uppruna heldur líka fyrir krakka sem hafa flutt hingað frá öðrum löndum. Ég held að við getum flest verið sammála um það að íþrótta- og tómstundarstarf sé af hinu góða svo lengi sem vel er haldið utan um það. Það á að vera hægt að æfa þó barnið þitt ætli ekki að gera íþróttina eða tómstundina að ævistarfi í framtíðinni. Það á að vera hægt að æfa þó barnið tali ekki tungumálið, sé með fötlun að einhverju tagi, skilgreinir sig ekki sem karl eða konu eða laðast að sama kyni. Íþróttir og menning eiga að vera fyrir okkur öll og það er okkar að gera umhverfið þannig. Höfundur er varaborgarfulltrúi og íshokkímarkmaður.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun