Íbúar í nágrenni Laugardals, nú er komið að ykkur Ævar Harðarson skrifar 22. febrúar 2022 08:31 Vinna við hverfisskipulag fyrir Laugarnes-, Langholts- og Vogahverfi (borgarhluta 4) er að hefjast. Fyrir utan forsendur aðalskipulags Reykjavíkur 2040 byrjum við hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar með autt blað. Því leitum við til íbúa þessara hverfa og hagsmunaðila eftir hugmyndum nú strax í upphafi vinnunnar. Þær hugmyndir sem berast á næstu vikum verða unnar áfram með sérfræðingum borgarinnar og lagðar fram sem vinnutillögur í næstu umferð samráðsins, vonandi ekki síðar en í haust. Þriggja fasa samráð Samráð hverfisskipulags er skipt í þrjá fasa (sjá skýringarmynd). Samráðið er skilgreint vinnuferli sem byggir á lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar þar sem haft er samráð við íbúa, hagsmunaaðila og opinbera umsagnaraðila á öllum stigum skipulagsvinnunnar. Kjörorðin í þessari vinnu eru að hlusta, rýna, breyta og miðla. Þær hugmyndir og tillögur sem verða til í samráðsferlinu eru notuð við að bæta og þróa afurðir hverfisskipulagsins þannig að úr verði betra hverfiskipulag sem byggir eins og kostur er á hugmyndum og óskum íbúa. Samráðsferlið skiptist í þrjá fasa.Hverfisskipulag Forsendur hverfisskipulagsvinnunnar í Laugardal er aðalskipulag Reykjavikur 2040, sem tók gildi í janúar. Þar eru lagðar línurnar um framtíðarskipulag borgarinnar og hverfanna. Leiðarstefið er sjálfbær, lífvænleg og kolefnishlutlaus borg, þétt og blönduð borgarbyggð, vistvænar samgöngur og góð almenningsrými og græn svæði. Borgarhlutinn og hverfaskiptin Í skipulagsvinnunni framundan hefur borgarhlutanum verið skipt upp í þrjú hverfi, Laugarneshverfi, Langholtshverfi, og Vogahverfi en hvert hverfi fær sitt sérstaka hverfisskipulag. Inna hverfanna eru áfram hina gamalgrónu hverfiseiningar. Í Laugarneshverfi eru Tún, Teigar, Lækir og Laugarnestangi. Langholtshverfi samanstendur af Laugarás, Kleppsholti og Sundum. Hverfiseiningar sem tilheyra Vogahverfi eru Heimar, Skeifna, Merkur og Vogar. Þessi skipting sést á meðfylgjandi mynd. Borgarhlutanum er skipt í hverfi og hverfiseiningar.Hverfisskipulag Stór þróunarverkefni Innan borgarhlutans eru stórir málaflokkar og þróunarverkefni sem ýmist eru hluti af hverfisskipulagi eða utan þess en gerð er grein fyrir þessum málum á kynningarsíðunni. Eitt slíkt verkefni er uppbygging íþróttamannvirkja í Laugardal. Annað er þróun skólamála en í borgarhlutanum eru fjórir grunnskólar; Laugarnesskóli, Laugalækjarskóli, Langholtsskóli og Vogaskóli, auk Menntaskólans við Sund. Nemendafjöldi og ástand mannvirkja kallar á endurmat og útbætur. Í jaðri borgarhlutans er Suðurlandsbrautin þar sem fyrsti áfangi Borgarlínu mun liggja. Tilkoma Sæbrautarstokks milli Vogahverfis og hinnar nýju Vogabyggðar mun bæta umhverfi og líf íbúa á stóru svæði en sú framkvæmd er einnig innan marka hverfisskipulagsins. Hluti af samráðinu er að fá fram hugmyndir og skoðanir íbúa á þessum stóru verkefnum. Ákall um þátttöku Samráðið það sem er framundan í Laugardal er bæði fjölbreytt og spennandi. Það er sett upp til þess að raddir og skoðanir sem flestra heyrist. Leitað er eftir skoðunum grunnskólabarna og ungmenna, ungra foreldra og einstaklinga, sambúðaraðila og eldri borgara og annarra sem skipulagði varðar. Strax í upphafi fyrsta fasa samráðs gefst íbúum tækifæri til að taka þátt í netsamráð og svara spurningum. Í fyrstu umferð er spurt um notkun íbúa á almenningsrýmum og ferðaleiðir og ferðavenjur um borgarhlutann. Taka má þátt með því að fara inn á netsíðu verkefnisins. Boðið verður upp á meira netsamráð á seinni stigum verkefnisins. Teikning sem sýnir borgarhluta 4 en íþrótta- og útivistarsvæðið í Laugardal er hjartað í borgahlutanum.Teikning Rán Flygenring Mikilvægt skref í þessari fyrstu umferð er verkefnið Skapandi samráð, en það gengur út á að fá börn í grunnskólum hverfanna til samstarfs. Börnin munu til dæmis smíða módel af hverfunum, fræðast og ræða þróun sinna hverfa. Krakkarnir fá líka tækifæri til að koma skoðun sínum um aðgerðir og útbætur á framfæri með sérstöku miðkerfi sem á að tyggja að allar skoðanir komi fram óháð getu til að tjá sig munnlega. Sambærileg vinna hefur farið fram í á þriðja tug grunnskóla í Reykjavík. Þetta er viðmikið lýðræðisstarf með börnum og hafa fulltrúar UNICEF, sem stýra verkefninu „Barnvæn sveitarfélög“, lýst yfir áhuga á að taka þátt í því í skólunum í nágrenni Laugardals, sem lið í því að efla mannréttindi barna. Reynslan frá samráðinu í Breiðholti, Háaleiti-Bústöðum og Hlíðum sýnir að hlustað er sjónarmið íbúa, enda búa þeir yfir dýrmætri. Við hlökkum til að eiga við ykkur uppbyggilegt og gott samtal um framtíð hverfanna í Laugardal. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt, Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ævar Harðarson Reykjavík Skipulag Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Vinna við hverfisskipulag fyrir Laugarnes-, Langholts- og Vogahverfi (borgarhluta 4) er að hefjast. Fyrir utan forsendur aðalskipulags Reykjavíkur 2040 byrjum við hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar með autt blað. Því leitum við til íbúa þessara hverfa og hagsmunaðila eftir hugmyndum nú strax í upphafi vinnunnar. Þær hugmyndir sem berast á næstu vikum verða unnar áfram með sérfræðingum borgarinnar og lagðar fram sem vinnutillögur í næstu umferð samráðsins, vonandi ekki síðar en í haust. Þriggja fasa samráð Samráð hverfisskipulags er skipt í þrjá fasa (sjá skýringarmynd). Samráðið er skilgreint vinnuferli sem byggir á lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar þar sem haft er samráð við íbúa, hagsmunaaðila og opinbera umsagnaraðila á öllum stigum skipulagsvinnunnar. Kjörorðin í þessari vinnu eru að hlusta, rýna, breyta og miðla. Þær hugmyndir og tillögur sem verða til í samráðsferlinu eru notuð við að bæta og þróa afurðir hverfisskipulagsins þannig að úr verði betra hverfiskipulag sem byggir eins og kostur er á hugmyndum og óskum íbúa. Samráðsferlið skiptist í þrjá fasa.Hverfisskipulag Forsendur hverfisskipulagsvinnunnar í Laugardal er aðalskipulag Reykjavikur 2040, sem tók gildi í janúar. Þar eru lagðar línurnar um framtíðarskipulag borgarinnar og hverfanna. Leiðarstefið er sjálfbær, lífvænleg og kolefnishlutlaus borg, þétt og blönduð borgarbyggð, vistvænar samgöngur og góð almenningsrými og græn svæði. Borgarhlutinn og hverfaskiptin Í skipulagsvinnunni framundan hefur borgarhlutanum verið skipt upp í þrjú hverfi, Laugarneshverfi, Langholtshverfi, og Vogahverfi en hvert hverfi fær sitt sérstaka hverfisskipulag. Inna hverfanna eru áfram hina gamalgrónu hverfiseiningar. Í Laugarneshverfi eru Tún, Teigar, Lækir og Laugarnestangi. Langholtshverfi samanstendur af Laugarás, Kleppsholti og Sundum. Hverfiseiningar sem tilheyra Vogahverfi eru Heimar, Skeifna, Merkur og Vogar. Þessi skipting sést á meðfylgjandi mynd. Borgarhlutanum er skipt í hverfi og hverfiseiningar.Hverfisskipulag Stór þróunarverkefni Innan borgarhlutans eru stórir málaflokkar og þróunarverkefni sem ýmist eru hluti af hverfisskipulagi eða utan þess en gerð er grein fyrir þessum málum á kynningarsíðunni. Eitt slíkt verkefni er uppbygging íþróttamannvirkja í Laugardal. Annað er þróun skólamála en í borgarhlutanum eru fjórir grunnskólar; Laugarnesskóli, Laugalækjarskóli, Langholtsskóli og Vogaskóli, auk Menntaskólans við Sund. Nemendafjöldi og ástand mannvirkja kallar á endurmat og útbætur. Í jaðri borgarhlutans er Suðurlandsbrautin þar sem fyrsti áfangi Borgarlínu mun liggja. Tilkoma Sæbrautarstokks milli Vogahverfis og hinnar nýju Vogabyggðar mun bæta umhverfi og líf íbúa á stóru svæði en sú framkvæmd er einnig innan marka hverfisskipulagsins. Hluti af samráðinu er að fá fram hugmyndir og skoðanir íbúa á þessum stóru verkefnum. Ákall um þátttöku Samráðið það sem er framundan í Laugardal er bæði fjölbreytt og spennandi. Það er sett upp til þess að raddir og skoðanir sem flestra heyrist. Leitað er eftir skoðunum grunnskólabarna og ungmenna, ungra foreldra og einstaklinga, sambúðaraðila og eldri borgara og annarra sem skipulagði varðar. Strax í upphafi fyrsta fasa samráðs gefst íbúum tækifæri til að taka þátt í netsamráð og svara spurningum. Í fyrstu umferð er spurt um notkun íbúa á almenningsrýmum og ferðaleiðir og ferðavenjur um borgarhlutann. Taka má þátt með því að fara inn á netsíðu verkefnisins. Boðið verður upp á meira netsamráð á seinni stigum verkefnisins. Teikning sem sýnir borgarhluta 4 en íþrótta- og útivistarsvæðið í Laugardal er hjartað í borgahlutanum.Teikning Rán Flygenring Mikilvægt skref í þessari fyrstu umferð er verkefnið Skapandi samráð, en það gengur út á að fá börn í grunnskólum hverfanna til samstarfs. Börnin munu til dæmis smíða módel af hverfunum, fræðast og ræða þróun sinna hverfa. Krakkarnir fá líka tækifæri til að koma skoðun sínum um aðgerðir og útbætur á framfæri með sérstöku miðkerfi sem á að tyggja að allar skoðanir komi fram óháð getu til að tjá sig munnlega. Sambærileg vinna hefur farið fram í á þriðja tug grunnskóla í Reykjavík. Þetta er viðmikið lýðræðisstarf með börnum og hafa fulltrúar UNICEF, sem stýra verkefninu „Barnvæn sveitarfélög“, lýst yfir áhuga á að taka þátt í því í skólunum í nágrenni Laugardals, sem lið í því að efla mannréttindi barna. Reynslan frá samráðinu í Breiðholti, Háaleiti-Bústöðum og Hlíðum sýnir að hlustað er sjónarmið íbúa, enda búa þeir yfir dýrmætri. Við hlökkum til að eiga við ykkur uppbyggilegt og gott samtal um framtíð hverfanna í Laugardal. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt, Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar