Biðlista barna burt Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 21. febrúar 2022 09:01 Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað um langa biðlista barna eftir greiningu og meðferð hjá Þroska- og hegðunarmiðstöð [ÞHM], Ráðgjafar- og greiningarstöð [RGS] og fleirum, samtals hátt í 2000 börn sem mörg hver þurfa að bíða 12 mánuði og jafnvel mun lengur. Vandamálið er hreint ekki nýtt af nálinni og undið verulega upp á sig síðustu ár. Sem dæmi fjölgaði börnum á biðlista eftir greiningu hjá ÞHM árið 2021 úr 600 í 800 eða um þriðjung. Svipað hlutfall og var 2020 og 2019. Í fréttum RÚV 15. febrúar útlistaði Ágústa Ingibjörg Arnardóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði sem sérhæfir sig í greiningu og meðferð barna og unglinga, vel hversu alvarlegt vandamálið er og um leið hversu hratt það stigmagnast samhliða sífellt vaxandi biðlistum. Hér má öllum ljóst vera að grípa þarf inn í og það hratt. Hrósum því sem vel er gert Undir lok síðasta árs kynnti Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins [HH] að á nýju ári taki til starfa Geðheilsumiðstöð barna sem þjónusta eigi börn og fjölskyldur á landsvísu: „Miðstöðin mun sameina þjónustu sem Þroska og hegðunarstöð, Geðheilsuteymi Fjölskylduvernd og nýtt meðferðarteymi fyrir börn og unglinga veita í dag.“ Þegar mun vera búið að tryggja miðstöðinni rekstrargrundvöll. Jafnframt tilkynnti fyrrum ráðherra heilbrigðismála síðasta haust að ráðstafa skyldi 75 milljónum til ÞHM fyrir átaksverkefni svo stytta megi fyrrnefnda biðlista. Sem formaður ADHD samtakanna og málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál hlýt ég því að spyrja sjálfan mig af hverju ég dansi ekki stríðsdans á götum úti öllu þessu til heilla? Bölið liggur í biðinni Í fyrrnefndu viðtali var hreint engin tilviljun að Ágústa Ingibjörg ítrekaði þann vanda sem fylgir sífellt vaxandi biðlistum. Orsökina sagði hún réttilega tengjast að hluta yfirstandandi faraldri og jafnframt að vart sé á allra færi að greiða fyrir greiningu úr eigin vasa. Fleira kemur eflaust til, en eftir stendur sú blákalda staðreynd að stærsti vandinn liggi í tilvist sjálfra biðlistanna. Ef langvarandi og sívaxandi biðlistar verða ekki tæklaðir af hörku og með hraði þá margfaldist vandamálið eins og jarðskjálftar samkvæmt Richter skala. En bíðum við – var ég ekki rétt i þessu að tala um nýtt fjármagn fyrir Geðheilsumiðstöð barna? Jú, mikið rétt, en samkvæmt viðmælendum mínum meðal fagfólks í heilbrigðisgeiranum er því fjármagni fyrst og fremst ætlað að nýtast fyrir meðferðarúrræði, ekki greiningar. Hvað þá með heilar 75 milljónir til átaks vegna greininga? Fyrir það fyrsta er hér um skammtímafjármagn að ræða, sem hent var inn korteri fyrir kosningar 2021. Engin plön virðast uppi varðandi áframhaldandi stuðning. Að auki rímar sú auma staðreynd því miður við orð minna sömu viðmælenda: Undanfarin ár hefur viðhorf starfsmanna innan stjórnsýslunnar einkennst af efa um nauðsyn þessara greininga. Fyrir vikið hafi þessi hluti starfsemi ÞHM, RGS og fleiri aðila verið undirfjármögnuð um langt skeið. Í því ljósi er vart að undra hve alvarleg staðan er orðin í dag. Heitum á nýjan ráðherra Ágæti Willum Þór, þetta er ekkert flókið: Hvað þessi mál varðar er margt gott í pípunum. Án þess að tækla biðlistana af krafti mun þó hratt frjósa fast og stefna í frekari óefni. Fórnarlömb þess fimbulveturs yrðu sem fyrr börn vors lands og framtíðarþegnar. Skiptum um kúrs áður en svo verður. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Heilbrigðismál Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað um langa biðlista barna eftir greiningu og meðferð hjá Þroska- og hegðunarmiðstöð [ÞHM], Ráðgjafar- og greiningarstöð [RGS] og fleirum, samtals hátt í 2000 börn sem mörg hver þurfa að bíða 12 mánuði og jafnvel mun lengur. Vandamálið er hreint ekki nýtt af nálinni og undið verulega upp á sig síðustu ár. Sem dæmi fjölgaði börnum á biðlista eftir greiningu hjá ÞHM árið 2021 úr 600 í 800 eða um þriðjung. Svipað hlutfall og var 2020 og 2019. Í fréttum RÚV 15. febrúar útlistaði Ágústa Ingibjörg Arnardóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði sem sérhæfir sig í greiningu og meðferð barna og unglinga, vel hversu alvarlegt vandamálið er og um leið hversu hratt það stigmagnast samhliða sífellt vaxandi biðlistum. Hér má öllum ljóst vera að grípa þarf inn í og það hratt. Hrósum því sem vel er gert Undir lok síðasta árs kynnti Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins [HH] að á nýju ári taki til starfa Geðheilsumiðstöð barna sem þjónusta eigi börn og fjölskyldur á landsvísu: „Miðstöðin mun sameina þjónustu sem Þroska og hegðunarstöð, Geðheilsuteymi Fjölskylduvernd og nýtt meðferðarteymi fyrir börn og unglinga veita í dag.“ Þegar mun vera búið að tryggja miðstöðinni rekstrargrundvöll. Jafnframt tilkynnti fyrrum ráðherra heilbrigðismála síðasta haust að ráðstafa skyldi 75 milljónum til ÞHM fyrir átaksverkefni svo stytta megi fyrrnefnda biðlista. Sem formaður ADHD samtakanna og málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál hlýt ég því að spyrja sjálfan mig af hverju ég dansi ekki stríðsdans á götum úti öllu þessu til heilla? Bölið liggur í biðinni Í fyrrnefndu viðtali var hreint engin tilviljun að Ágústa Ingibjörg ítrekaði þann vanda sem fylgir sífellt vaxandi biðlistum. Orsökina sagði hún réttilega tengjast að hluta yfirstandandi faraldri og jafnframt að vart sé á allra færi að greiða fyrir greiningu úr eigin vasa. Fleira kemur eflaust til, en eftir stendur sú blákalda staðreynd að stærsti vandinn liggi í tilvist sjálfra biðlistanna. Ef langvarandi og sívaxandi biðlistar verða ekki tæklaðir af hörku og með hraði þá margfaldist vandamálið eins og jarðskjálftar samkvæmt Richter skala. En bíðum við – var ég ekki rétt i þessu að tala um nýtt fjármagn fyrir Geðheilsumiðstöð barna? Jú, mikið rétt, en samkvæmt viðmælendum mínum meðal fagfólks í heilbrigðisgeiranum er því fjármagni fyrst og fremst ætlað að nýtast fyrir meðferðarúrræði, ekki greiningar. Hvað þá með heilar 75 milljónir til átaks vegna greininga? Fyrir það fyrsta er hér um skammtímafjármagn að ræða, sem hent var inn korteri fyrir kosningar 2021. Engin plön virðast uppi varðandi áframhaldandi stuðning. Að auki rímar sú auma staðreynd því miður við orð minna sömu viðmælenda: Undanfarin ár hefur viðhorf starfsmanna innan stjórnsýslunnar einkennst af efa um nauðsyn þessara greininga. Fyrir vikið hafi þessi hluti starfsemi ÞHM, RGS og fleiri aðila verið undirfjármögnuð um langt skeið. Í því ljósi er vart að undra hve alvarleg staðan er orðin í dag. Heitum á nýjan ráðherra Ágæti Willum Þór, þetta er ekkert flókið: Hvað þessi mál varðar er margt gott í pípunum. Án þess að tækla biðlistana af krafti mun þó hratt frjósa fast og stefna í frekari óefni. Fórnarlömb þess fimbulveturs yrðu sem fyrr börn vors lands og framtíðarþegnar. Skiptum um kúrs áður en svo verður. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar