Mat á árangri er órjúfanlegur þáttur í skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar 16. febrúar 2022 13:01 Spurning aldarinnar að öllum öðrum ólöstuðum er án efa spurningin: Hvers vegna? Sem betur fer erum við orðin mun gagnrýnari á það hvernig hlutirnir eru gerðir og hvers vegna og það sjónarhorn virðist fleyta okkur hratt áfram. Það er nokkuð ljóst að þau sem skara fram úr spyrja sig stöðugt spurninganna: Hvað, hvers vegna og hvernig. En það sem meira er þá spyrja þau sig aftur spurninga um hvað gekk og hvað ekki. Þetta kallast að vera árangursdrifin. Að vera árangursdrifin er að setja sér markmið, skoða, mæla, meta, fylgjast með því hvort markmiðum sé náð og breyta um leið sé þess þörf. Þó að leiðirnar sem valdar voru í byrjun hafi verið tímafrekar og erfiðar eru þær hiklaust endurskoðaðar ef þær skila ekki tilsettum árangri. Afreksíþróttafólk er gott dæmi um fólk sem er árangursdrifið. Til að ná árangri er það í stöðugu mati hjá sjálfu sér og þjálfurum sínum. Það mætir á mót til að sæta mati og samanburði við aðra til að fá betri sýn á hvar það er statt í íþróttinni. Þannig er það líklegra til að ná árangri og viðhalda honum. Nú hafa tvö af þremur lykilorðum þessarar greinar verið nefnd til sögunnar, orðin árangur og mat. Síðast en alls ekki síst er orðið skólar. Skólarnir okkar þurfa og eiga vera árangursdrifnir. Enda eiga þeir stóran þátt í mótun og þroska barna og ungmenna og ég fullyrði að vandað skólastarf sé hornsteinn góðs samfélags. Hvað er betra en að vita af því að það sé sameiginlegt markmið okkar allra að börnin fái bestu mögulegu menntun í eins góðu starfsumhverfi og völ er á? Til þess að skólastarfið í landinu sé sem allra best, er mikilvægt að við tileinkum okkur árangursmiðaða hugsun. Þar sem markmið, mælingar, stöðugar umbætur og endurskoðanir eiga sér sífellt stað. Í dag er skólum skylt að sinna innra mati á skólastarfi. Það þýðir að hverjum skóla ber skylda til að skoða, vega og meta starf sitt. Það er einnig skylda sveitarfélaganna að meta og skoða skólastarfið með ytra mati, þar sem utanaðkomandi aðilar framkvæma matið. Menntamálastofnun er eina stofnunin sem hefur séð um ytra mat í skólum landsins til þessa. Á Íslandi eru rúmlega 260 leikskólar og rúmlega 170 grunnskólar víðs vegar um landið. Af því leiðir að mikil bið hefur verið fyrir sveitarfélög að komast í ytra mats ferli hjá stofnuninni, jafnvel nokkur ár. Það geta svo liðið allt að tíu ár þar til umbætur í kjölfar matsins eru endurskoðaðar aftur með ytra mati, sem segir okkur að þróun og endurbætur geta tekið afar langan tíma þrátt fyrir góðan vilja allra aðila. Því er þörf á frekari þjónustu á sviði ytra mats á Íslandi. Sveitarfélög hafa sýnt metnað í að standa vel að skólastarfi, enda eru skólamálin hagsmunamál íbúanna og stór kostnaðarliður flestra sveitarfélaga. Stöðugar umbætur eiga vera markmið allra skóla í þágu barnanna og samfélagsins alls. Það að skoða vel og reglulega hvernig gengur er stór liður í því að ganga vel. Það er því vonandi fagnaðarefni fyrir sveitarfélögin og skólasamfélagið allt að nú sé komið nýtt fyrirtæki á sviði skólamála sem sérhæfir sig í ytra mati á skólastarfi sem gerir það að verkum að sveitarfélögin geta nú sinnt ytra mati með reglulegu millibili. Höfundur er framkvæmdastjóri og stofnandi GETU - gæðastarfs í skólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Spurning aldarinnar að öllum öðrum ólöstuðum er án efa spurningin: Hvers vegna? Sem betur fer erum við orðin mun gagnrýnari á það hvernig hlutirnir eru gerðir og hvers vegna og það sjónarhorn virðist fleyta okkur hratt áfram. Það er nokkuð ljóst að þau sem skara fram úr spyrja sig stöðugt spurninganna: Hvað, hvers vegna og hvernig. En það sem meira er þá spyrja þau sig aftur spurninga um hvað gekk og hvað ekki. Þetta kallast að vera árangursdrifin. Að vera árangursdrifin er að setja sér markmið, skoða, mæla, meta, fylgjast með því hvort markmiðum sé náð og breyta um leið sé þess þörf. Þó að leiðirnar sem valdar voru í byrjun hafi verið tímafrekar og erfiðar eru þær hiklaust endurskoðaðar ef þær skila ekki tilsettum árangri. Afreksíþróttafólk er gott dæmi um fólk sem er árangursdrifið. Til að ná árangri er það í stöðugu mati hjá sjálfu sér og þjálfurum sínum. Það mætir á mót til að sæta mati og samanburði við aðra til að fá betri sýn á hvar það er statt í íþróttinni. Þannig er það líklegra til að ná árangri og viðhalda honum. Nú hafa tvö af þremur lykilorðum þessarar greinar verið nefnd til sögunnar, orðin árangur og mat. Síðast en alls ekki síst er orðið skólar. Skólarnir okkar þurfa og eiga vera árangursdrifnir. Enda eiga þeir stóran þátt í mótun og þroska barna og ungmenna og ég fullyrði að vandað skólastarf sé hornsteinn góðs samfélags. Hvað er betra en að vita af því að það sé sameiginlegt markmið okkar allra að börnin fái bestu mögulegu menntun í eins góðu starfsumhverfi og völ er á? Til þess að skólastarfið í landinu sé sem allra best, er mikilvægt að við tileinkum okkur árangursmiðaða hugsun. Þar sem markmið, mælingar, stöðugar umbætur og endurskoðanir eiga sér sífellt stað. Í dag er skólum skylt að sinna innra mati á skólastarfi. Það þýðir að hverjum skóla ber skylda til að skoða, vega og meta starf sitt. Það er einnig skylda sveitarfélaganna að meta og skoða skólastarfið með ytra mati, þar sem utanaðkomandi aðilar framkvæma matið. Menntamálastofnun er eina stofnunin sem hefur séð um ytra mat í skólum landsins til þessa. Á Íslandi eru rúmlega 260 leikskólar og rúmlega 170 grunnskólar víðs vegar um landið. Af því leiðir að mikil bið hefur verið fyrir sveitarfélög að komast í ytra mats ferli hjá stofnuninni, jafnvel nokkur ár. Það geta svo liðið allt að tíu ár þar til umbætur í kjölfar matsins eru endurskoðaðar aftur með ytra mati, sem segir okkur að þróun og endurbætur geta tekið afar langan tíma þrátt fyrir góðan vilja allra aðila. Því er þörf á frekari þjónustu á sviði ytra mats á Íslandi. Sveitarfélög hafa sýnt metnað í að standa vel að skólastarfi, enda eru skólamálin hagsmunamál íbúanna og stór kostnaðarliður flestra sveitarfélaga. Stöðugar umbætur eiga vera markmið allra skóla í þágu barnanna og samfélagsins alls. Það að skoða vel og reglulega hvernig gengur er stór liður í því að ganga vel. Það er því vonandi fagnaðarefni fyrir sveitarfélögin og skólasamfélagið allt að nú sé komið nýtt fyrirtæki á sviði skólamála sem sérhæfir sig í ytra mati á skólastarfi sem gerir það að verkum að sveitarfélögin geta nú sinnt ytra mati með reglulegu millibili. Höfundur er framkvæmdastjóri og stofnandi GETU - gæðastarfs í skólum.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar