Mat á árangri er órjúfanlegur þáttur í skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar 16. febrúar 2022 13:01 Spurning aldarinnar að öllum öðrum ólöstuðum er án efa spurningin: Hvers vegna? Sem betur fer erum við orðin mun gagnrýnari á það hvernig hlutirnir eru gerðir og hvers vegna og það sjónarhorn virðist fleyta okkur hratt áfram. Það er nokkuð ljóst að þau sem skara fram úr spyrja sig stöðugt spurninganna: Hvað, hvers vegna og hvernig. En það sem meira er þá spyrja þau sig aftur spurninga um hvað gekk og hvað ekki. Þetta kallast að vera árangursdrifin. Að vera árangursdrifin er að setja sér markmið, skoða, mæla, meta, fylgjast með því hvort markmiðum sé náð og breyta um leið sé þess þörf. Þó að leiðirnar sem valdar voru í byrjun hafi verið tímafrekar og erfiðar eru þær hiklaust endurskoðaðar ef þær skila ekki tilsettum árangri. Afreksíþróttafólk er gott dæmi um fólk sem er árangursdrifið. Til að ná árangri er það í stöðugu mati hjá sjálfu sér og þjálfurum sínum. Það mætir á mót til að sæta mati og samanburði við aðra til að fá betri sýn á hvar það er statt í íþróttinni. Þannig er það líklegra til að ná árangri og viðhalda honum. Nú hafa tvö af þremur lykilorðum þessarar greinar verið nefnd til sögunnar, orðin árangur og mat. Síðast en alls ekki síst er orðið skólar. Skólarnir okkar þurfa og eiga vera árangursdrifnir. Enda eiga þeir stóran þátt í mótun og þroska barna og ungmenna og ég fullyrði að vandað skólastarf sé hornsteinn góðs samfélags. Hvað er betra en að vita af því að það sé sameiginlegt markmið okkar allra að börnin fái bestu mögulegu menntun í eins góðu starfsumhverfi og völ er á? Til þess að skólastarfið í landinu sé sem allra best, er mikilvægt að við tileinkum okkur árangursmiðaða hugsun. Þar sem markmið, mælingar, stöðugar umbætur og endurskoðanir eiga sér sífellt stað. Í dag er skólum skylt að sinna innra mati á skólastarfi. Það þýðir að hverjum skóla ber skylda til að skoða, vega og meta starf sitt. Það er einnig skylda sveitarfélaganna að meta og skoða skólastarfið með ytra mati, þar sem utanaðkomandi aðilar framkvæma matið. Menntamálastofnun er eina stofnunin sem hefur séð um ytra mat í skólum landsins til þessa. Á Íslandi eru rúmlega 260 leikskólar og rúmlega 170 grunnskólar víðs vegar um landið. Af því leiðir að mikil bið hefur verið fyrir sveitarfélög að komast í ytra mats ferli hjá stofnuninni, jafnvel nokkur ár. Það geta svo liðið allt að tíu ár þar til umbætur í kjölfar matsins eru endurskoðaðar aftur með ytra mati, sem segir okkur að þróun og endurbætur geta tekið afar langan tíma þrátt fyrir góðan vilja allra aðila. Því er þörf á frekari þjónustu á sviði ytra mats á Íslandi. Sveitarfélög hafa sýnt metnað í að standa vel að skólastarfi, enda eru skólamálin hagsmunamál íbúanna og stór kostnaðarliður flestra sveitarfélaga. Stöðugar umbætur eiga vera markmið allra skóla í þágu barnanna og samfélagsins alls. Það að skoða vel og reglulega hvernig gengur er stór liður í því að ganga vel. Það er því vonandi fagnaðarefni fyrir sveitarfélögin og skólasamfélagið allt að nú sé komið nýtt fyrirtæki á sviði skólamála sem sérhæfir sig í ytra mati á skólastarfi sem gerir það að verkum að sveitarfélögin geta nú sinnt ytra mati með reglulegu millibili. Höfundur er framkvæmdastjóri og stofnandi GETU - gæðastarfs í skólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Spurning aldarinnar að öllum öðrum ólöstuðum er án efa spurningin: Hvers vegna? Sem betur fer erum við orðin mun gagnrýnari á það hvernig hlutirnir eru gerðir og hvers vegna og það sjónarhorn virðist fleyta okkur hratt áfram. Það er nokkuð ljóst að þau sem skara fram úr spyrja sig stöðugt spurninganna: Hvað, hvers vegna og hvernig. En það sem meira er þá spyrja þau sig aftur spurninga um hvað gekk og hvað ekki. Þetta kallast að vera árangursdrifin. Að vera árangursdrifin er að setja sér markmið, skoða, mæla, meta, fylgjast með því hvort markmiðum sé náð og breyta um leið sé þess þörf. Þó að leiðirnar sem valdar voru í byrjun hafi verið tímafrekar og erfiðar eru þær hiklaust endurskoðaðar ef þær skila ekki tilsettum árangri. Afreksíþróttafólk er gott dæmi um fólk sem er árangursdrifið. Til að ná árangri er það í stöðugu mati hjá sjálfu sér og þjálfurum sínum. Það mætir á mót til að sæta mati og samanburði við aðra til að fá betri sýn á hvar það er statt í íþróttinni. Þannig er það líklegra til að ná árangri og viðhalda honum. Nú hafa tvö af þremur lykilorðum þessarar greinar verið nefnd til sögunnar, orðin árangur og mat. Síðast en alls ekki síst er orðið skólar. Skólarnir okkar þurfa og eiga vera árangursdrifnir. Enda eiga þeir stóran þátt í mótun og þroska barna og ungmenna og ég fullyrði að vandað skólastarf sé hornsteinn góðs samfélags. Hvað er betra en að vita af því að það sé sameiginlegt markmið okkar allra að börnin fái bestu mögulegu menntun í eins góðu starfsumhverfi og völ er á? Til þess að skólastarfið í landinu sé sem allra best, er mikilvægt að við tileinkum okkur árangursmiðaða hugsun. Þar sem markmið, mælingar, stöðugar umbætur og endurskoðanir eiga sér sífellt stað. Í dag er skólum skylt að sinna innra mati á skólastarfi. Það þýðir að hverjum skóla ber skylda til að skoða, vega og meta starf sitt. Það er einnig skylda sveitarfélaganna að meta og skoða skólastarfið með ytra mati, þar sem utanaðkomandi aðilar framkvæma matið. Menntamálastofnun er eina stofnunin sem hefur séð um ytra mat í skólum landsins til þessa. Á Íslandi eru rúmlega 260 leikskólar og rúmlega 170 grunnskólar víðs vegar um landið. Af því leiðir að mikil bið hefur verið fyrir sveitarfélög að komast í ytra mats ferli hjá stofnuninni, jafnvel nokkur ár. Það geta svo liðið allt að tíu ár þar til umbætur í kjölfar matsins eru endurskoðaðar aftur með ytra mati, sem segir okkur að þróun og endurbætur geta tekið afar langan tíma þrátt fyrir góðan vilja allra aðila. Því er þörf á frekari þjónustu á sviði ytra mats á Íslandi. Sveitarfélög hafa sýnt metnað í að standa vel að skólastarfi, enda eru skólamálin hagsmunamál íbúanna og stór kostnaðarliður flestra sveitarfélaga. Stöðugar umbætur eiga vera markmið allra skóla í þágu barnanna og samfélagsins alls. Það að skoða vel og reglulega hvernig gengur er stór liður í því að ganga vel. Það er því vonandi fagnaðarefni fyrir sveitarfélögin og skólasamfélagið allt að nú sé komið nýtt fyrirtæki á sviði skólamála sem sérhæfir sig í ytra mati á skólastarfi sem gerir það að verkum að sveitarfélögin geta nú sinnt ytra mati með reglulegu millibili. Höfundur er framkvæmdastjóri og stofnandi GETU - gæðastarfs í skólum.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar