Sýnum frumkvæði Jódís Skúladóttir skrifar 13. febrúar 2022 18:30 Fjöldi skotárása í Bandarískum háskólum og á götum úti hefur vakið mikla umræðu um skotvopnaeign almennings undanfarin ár. Fréttir af skotvopnaárásum hafa færst nær og nær og nánast orðið daglegt brauð að skotárásir verði í dönskum og sænskum borgum. Árásin í Útey breytti líka heimsmynd okkar norðurlandabúa og vakti okkur hressilega til umhugsunar. Hér hefur skotárásum fjölgað ískyggilega síðustu misseri, Rauðagerðismálið, skotárás á Egilsstöðum og tvær skotárásir í Reykjavík síðustu vikuna vekja okkur ugg. Nú er það svo að sjálf er undirrituð skotvopnaeigandi, stundar sjálfbærar skotveiðar og er alin upp við að umgangast skotvopn af virðingu. Skotvopn eru í eðli sínu ekki hættuleg frekar en bifreiðar eða hnífapör. Það er almennt mannanna verk ef skaði hlýst af meðferð þeirra. Það er mér mikið kappsmál að Ísland sýni frumkvæði í því að tryggja öryggi borgaranna og hef ég aldrei haft trú á að vopnvæðing lögreglu sé svar við auknu ofbeldi á landinu. Það að lögregla og glæpaklíkur fari í vígbúnaðarkapphlaup er einfaldlega ekki til þess fallið að draga úr ofbeldi eða auka öryggi landsmanna. Eitt af mínum fyrstu verkum eftir að ég settist á þing var að hefja undirbúning að frumvarpi um endurskoðun skotvopnalaga. Það hefur verið mín tilfinning lengi að mikið sé af óskráðum skotvopnum í landinu en áhugavert er að ekki ber saman skoðun lögreglu og almennings um hversu algengt sé að skotvopn séu óskráð í landinu. Ástæður óskráðar skotvopna geta verið ólíkar, andvaraleysi aðstandenda við fráfall skráðs eiganda, smygl og þjófnaður svo eitthvað sé nefnt. Í undirbúningsvinnu minni við frumvarpið kynnti ég mér löggjöf nágrannalanda. Borið hefur á því á Norðurlöndum að svokölluð „óvirk skotvopn“ séu keypt frá Austur Evrópu en þá er hægt að komast hjá hefðbundnu ferli um kaup á skotvopnum. Það þarf hins vegar litla þekkingu til þess að breyta vopnunum með einföldum hætti til þess að gera þau virk. Árið 2017 bauðst Áströlum að skila inn óskráðum og ólöglegum skotvopnum án eftirmála en þetta var í annað sinn sem slíkt átak var gert í Ástralíu og skiluðu sér alls um 57.000 skotvopn inn til yfirvalda. Eftir hryðjuverkaárás í Nýja-Sjálandi árið 2019 þar sem rúmlega 50 voru myrt í skotárásum bauðst fólki að skila inn ákveðnum tegundum skotvopna gegn greiðslu eftir að lögum var breytt og þau hert. Einnig gafst fólki kostur á að skila inn óskráðum vopnum án yfirheyrslu og voru yfir 50.000 skotvopnum þannig skilað inn til lögreglu. Sambærilegt átak var í Svíþjóð árið 2014 og skilaði það yfir 15.000 skotvopnum til yfirvalda. Eftir gott samtal við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ákvað ég að leggja ekki fram frumvarpið þar sem stjórnarfrumvarp um endurskoðun skotvopnalaga er í farvatninu. Ég mun hins vegar halda málinu vakandi og fylgja því eftir inni á þingi þar sem alvarleiki málsins er með þeim hætti að við getum ekki og megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi. Það verður aldrei hægt að koma að fullu í veg fyrir skotárásir en með ábyrgri löggjöf á átaki í eftirliti og umsýslu má hins vegar draga úr líkum á misnotkun skotvopna og þannig bjarga mannslífum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Alþingi Vinstri græn Skotvopn Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Fjöldi skotárása í Bandarískum háskólum og á götum úti hefur vakið mikla umræðu um skotvopnaeign almennings undanfarin ár. Fréttir af skotvopnaárásum hafa færst nær og nær og nánast orðið daglegt brauð að skotárásir verði í dönskum og sænskum borgum. Árásin í Útey breytti líka heimsmynd okkar norðurlandabúa og vakti okkur hressilega til umhugsunar. Hér hefur skotárásum fjölgað ískyggilega síðustu misseri, Rauðagerðismálið, skotárás á Egilsstöðum og tvær skotárásir í Reykjavík síðustu vikuna vekja okkur ugg. Nú er það svo að sjálf er undirrituð skotvopnaeigandi, stundar sjálfbærar skotveiðar og er alin upp við að umgangast skotvopn af virðingu. Skotvopn eru í eðli sínu ekki hættuleg frekar en bifreiðar eða hnífapör. Það er almennt mannanna verk ef skaði hlýst af meðferð þeirra. Það er mér mikið kappsmál að Ísland sýni frumkvæði í því að tryggja öryggi borgaranna og hef ég aldrei haft trú á að vopnvæðing lögreglu sé svar við auknu ofbeldi á landinu. Það að lögregla og glæpaklíkur fari í vígbúnaðarkapphlaup er einfaldlega ekki til þess fallið að draga úr ofbeldi eða auka öryggi landsmanna. Eitt af mínum fyrstu verkum eftir að ég settist á þing var að hefja undirbúning að frumvarpi um endurskoðun skotvopnalaga. Það hefur verið mín tilfinning lengi að mikið sé af óskráðum skotvopnum í landinu en áhugavert er að ekki ber saman skoðun lögreglu og almennings um hversu algengt sé að skotvopn séu óskráð í landinu. Ástæður óskráðar skotvopna geta verið ólíkar, andvaraleysi aðstandenda við fráfall skráðs eiganda, smygl og þjófnaður svo eitthvað sé nefnt. Í undirbúningsvinnu minni við frumvarpið kynnti ég mér löggjöf nágrannalanda. Borið hefur á því á Norðurlöndum að svokölluð „óvirk skotvopn“ séu keypt frá Austur Evrópu en þá er hægt að komast hjá hefðbundnu ferli um kaup á skotvopnum. Það þarf hins vegar litla þekkingu til þess að breyta vopnunum með einföldum hætti til þess að gera þau virk. Árið 2017 bauðst Áströlum að skila inn óskráðum og ólöglegum skotvopnum án eftirmála en þetta var í annað sinn sem slíkt átak var gert í Ástralíu og skiluðu sér alls um 57.000 skotvopn inn til yfirvalda. Eftir hryðjuverkaárás í Nýja-Sjálandi árið 2019 þar sem rúmlega 50 voru myrt í skotárásum bauðst fólki að skila inn ákveðnum tegundum skotvopna gegn greiðslu eftir að lögum var breytt og þau hert. Einnig gafst fólki kostur á að skila inn óskráðum vopnum án yfirheyrslu og voru yfir 50.000 skotvopnum þannig skilað inn til lögreglu. Sambærilegt átak var í Svíþjóð árið 2014 og skilaði það yfir 15.000 skotvopnum til yfirvalda. Eftir gott samtal við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ákvað ég að leggja ekki fram frumvarpið þar sem stjórnarfrumvarp um endurskoðun skotvopnalaga er í farvatninu. Ég mun hins vegar halda málinu vakandi og fylgja því eftir inni á þingi þar sem alvarleiki málsins er með þeim hætti að við getum ekki og megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi. Það verður aldrei hægt að koma að fullu í veg fyrir skotárásir en með ábyrgri löggjöf á átaki í eftirliti og umsýslu má hins vegar draga úr líkum á misnotkun skotvopna og þannig bjarga mannslífum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun