Ráðuneyti í lögvillu Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 11. febrúar 2022 15:01 Það er sláandi að lesa svarbréf menningar- og viðskiptaráðuneytisins til umboðsmanns Alþingis vegna flutnings ríkisendurskoðanda yfir í ráðuneytið, ráðstöfunar þar sem 36. gr. starfsmannalaga er beitt með fordæmalausum hætti til að flytja embættismann frá eftirlitsstofnun á vegum löggjafarvaldsins og undir valdsvið ráðherra. Í bréfinu, sem er skrifað fyrir hönd Lilju Alfreðsdóttur ráðherra, gengur ráðuneytið út frá því að ríkisendurskoðandi og umboðsmaður Alþingis séu það sem lýst er sem „sjálfstæðum stjórnvöldum á vegum framkvæmdarvaldsins sem undanskilin eru ábyrgð ráðherra“ (bls. 4). Þetta er grundvallarmisskilningur á stjórnskipulegri stöðu þessara stofnana. „Embætti umboðsmanns hefur sérstöðu í samanburði við aðrar stofnanir ríkisins þegar litið er til þrískiptingar ríkisvaldsins. Það er hvorki dómstóll né stjórnvald og ekki heldur beinn hluti af löggjafarvaldinu eða þátttakandi í öðrum verkefnum Alþingis, heldur stofnun sem starfar í umboði og á vegum þess,“ skrifar Björg Thorarensen, hæstaréttardómari og fyrrverandi prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands, í bók sinni Stjórnskipunarréttur: Undirstöður og handhafar ríkisvalds (bls. 586). Hið sama á við um Ríkisendurskoðun sem einnig starfar á vegum Alþingis og í umboði þess, ekki á vegum framkvæmdarvaldsins. Árið 1986 var Ríkisendurskoðun færð sérstaklega frá fjármálaráðuneytinu og undir Alþingi með lagabreytingum sem þjónuðu þeim tilgangi að styrkja sjálfstæði stofnunarinnar. „Þannig var hún færð frá framkvæmdarvaldinu yfir á svið löggjafarvaldsins,“ skrifar Björg Thorarensen (bls. 593). Raunar er mælt skýrt fyrir um það í stjórnarskrá (43. gr.) að endurskoðun á fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja skuli fara fram á vegum Alþingis og í umboði þess. Flutningur ríkisendurskoðanda í embætti ráðuneytisstjóra er annað dæmi af tveimur þar sem lagaákvæði eru túlkuð með ævintýralegum hætti til að sveigja frá meginreglu starfsmannalaga um að laus embætti skuli auglýst (reglu sem snýst ekki síst um jafnræði borgaranna gagnvart hinu opinbera og að þeir sem hafa hug á tilteknu embætti eða starfi eigi kost á að sækja um það). Í hinu tilvikinu er tímabundin setning nýs ráðuneytisstjóra í háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytinu réttlætt með vísan til 24. gr. starfsmannalaga, lagaákvæðis sem á að túlka þröngt og tekur til aðstæðna þar sem embættismaður hefur fallið frá, ekki þegar skipað er eða sett í nýtt embætti. Það er áhyggjuefni ef handhafar ríkisvalds vinna út frá röngum skilningi á stjórnskipulegri stöðu eftirlitsstofnana Alþingis og enn verra ef uppstokkun stjórnarráðsins er notuð sem skálkaskjól til að teygja og sveigja lög og reglur og endurskilgreina valdmörkin í íslensku samfélagi. Við það verður ekki unað. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Stjórnsýsla Samfylkingin Alþingi Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sláandi að lesa svarbréf menningar- og viðskiptaráðuneytisins til umboðsmanns Alþingis vegna flutnings ríkisendurskoðanda yfir í ráðuneytið, ráðstöfunar þar sem 36. gr. starfsmannalaga er beitt með fordæmalausum hætti til að flytja embættismann frá eftirlitsstofnun á vegum löggjafarvaldsins og undir valdsvið ráðherra. Í bréfinu, sem er skrifað fyrir hönd Lilju Alfreðsdóttur ráðherra, gengur ráðuneytið út frá því að ríkisendurskoðandi og umboðsmaður Alþingis séu það sem lýst er sem „sjálfstæðum stjórnvöldum á vegum framkvæmdarvaldsins sem undanskilin eru ábyrgð ráðherra“ (bls. 4). Þetta er grundvallarmisskilningur á stjórnskipulegri stöðu þessara stofnana. „Embætti umboðsmanns hefur sérstöðu í samanburði við aðrar stofnanir ríkisins þegar litið er til þrískiptingar ríkisvaldsins. Það er hvorki dómstóll né stjórnvald og ekki heldur beinn hluti af löggjafarvaldinu eða þátttakandi í öðrum verkefnum Alþingis, heldur stofnun sem starfar í umboði og á vegum þess,“ skrifar Björg Thorarensen, hæstaréttardómari og fyrrverandi prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands, í bók sinni Stjórnskipunarréttur: Undirstöður og handhafar ríkisvalds (bls. 586). Hið sama á við um Ríkisendurskoðun sem einnig starfar á vegum Alþingis og í umboði þess, ekki á vegum framkvæmdarvaldsins. Árið 1986 var Ríkisendurskoðun færð sérstaklega frá fjármálaráðuneytinu og undir Alþingi með lagabreytingum sem þjónuðu þeim tilgangi að styrkja sjálfstæði stofnunarinnar. „Þannig var hún færð frá framkvæmdarvaldinu yfir á svið löggjafarvaldsins,“ skrifar Björg Thorarensen (bls. 593). Raunar er mælt skýrt fyrir um það í stjórnarskrá (43. gr.) að endurskoðun á fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja skuli fara fram á vegum Alþingis og í umboði þess. Flutningur ríkisendurskoðanda í embætti ráðuneytisstjóra er annað dæmi af tveimur þar sem lagaákvæði eru túlkuð með ævintýralegum hætti til að sveigja frá meginreglu starfsmannalaga um að laus embætti skuli auglýst (reglu sem snýst ekki síst um jafnræði borgaranna gagnvart hinu opinbera og að þeir sem hafa hug á tilteknu embætti eða starfi eigi kost á að sækja um það). Í hinu tilvikinu er tímabundin setning nýs ráðuneytisstjóra í háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytinu réttlætt með vísan til 24. gr. starfsmannalaga, lagaákvæðis sem á að túlka þröngt og tekur til aðstæðna þar sem embættismaður hefur fallið frá, ekki þegar skipað er eða sett í nýtt embætti. Það er áhyggjuefni ef handhafar ríkisvalds vinna út frá röngum skilningi á stjórnskipulegri stöðu eftirlitsstofnana Alþingis og enn verra ef uppstokkun stjórnarráðsins er notuð sem skálkaskjól til að teygja og sveigja lög og reglur og endurskilgreina valdmörkin í íslensku samfélagi. Við það verður ekki unað. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun