Þjóðarleikvang í Kaplakrika Árni Stefán Guðjónsson skrifar 10. febrúar 2022 11:30 Nú um mundir er unnið að undirbúningi vegna þjóðarleikvangs fyrir knattspyrnu sem er fyrirhugaður í Laugardal í Reykjavík. Þessi nýi leikvangur er fagnaðarefni fyrir alla unnendur knattspyrnu og boðar nýja tíma fyrir alla landsmenn. Það er þó eitt sem hefur aðeins gleymst í umræðunni en það er hvar landsliðið á að leika á meðan smíðinni stendur, þar sem völlurinn verður óleikhæfur í 3-5 ár á meðan unnið er að niðurrifi, flutningi veitumannvirkja og uppbyggingu. Knattspyrnuáhugafólk þekkir þetta vel frá London þar sem Tottenham Hotspur spilaði heimaleiki sína um tíma á Wembley á meðan nýr leikvangur var byggður. Vandi okkar Íslendinga er sá að hér er ekki fyrir neinum Wembley að skipta. Ef við rennum snöggvast í gegnum þarfagreiningu fyrir slíkan völl þá þarf hann að hafa grasvöll, yfirbyggða stúku, góða tengda aðstöðu og möguleika á því að koma því sem næst 10.000 manns á völlinn. Með þetta í huga er svarið augljóst: Kaplakriki. Í Kaplakrika væri með einföldum hætti hægt að byggja yfir norðurstúkuna og smíða tengibyggingu milli norður- og suðurstúku með fleiri sætum þannig að hægt væri að taka á móti allt að 10.000 gestum. Í tengibygginguna væri þá einnig hægt að setja stoðrými eins og fjölmiðlaaðstöðu sem yrði svo umbreytt í einhverja íþróttatengda þjónustu í tímans rás. Verkefnið myndi þá einnig kalla á að yfirborð vallarins yrði fært upp í blendingsgras (hybrid) með undirhita sambærilegt við velli á norður-Englandi og loks þyrfti að setja upp flóðljós til þess að gera völlinn leikhæfan á leikdögum sem eru yfir vetrartímann. Þessar litlu og tiltölulega einföldu breytingar kosta líklegast innan við 10% af því sem nýr Laugardalsvöllur kostar og eru einfaldlega hluti af því verkefni. Þegar uppbyggingu á Laugardalsvelli er lokið og landsleikir færast þangað verður hægt að nýta hinn nýja Kaplakrika í landsleiki yngri landsliða, evrópuleiki og margt fleira. Það liggur í hlutarins eðli að þetta þarf að vera klárt þegar niðurrif hefst á Laugardalsvelli og því ekki seinna vænna að hefja undirbúning en núna. Hafnarfjarðarbær ætti án tafar að senda erindi inn til íþróttamálaráðherra og bjóða Kaplakrika fram sem staðgengil Laugardalsvallar á meðan á uppbyggingu hins síðarnefnda stendur og óska eftir því að stjórnvöld styðji við þessa umbreytingu vallarins með sambærilegum hætti og er fyrirhugaður í Reykjavík. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Laugardalsvöllur Nýr þjóðarleikvangur Árni Stefán Guðjónsson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Nú um mundir er unnið að undirbúningi vegna þjóðarleikvangs fyrir knattspyrnu sem er fyrirhugaður í Laugardal í Reykjavík. Þessi nýi leikvangur er fagnaðarefni fyrir alla unnendur knattspyrnu og boðar nýja tíma fyrir alla landsmenn. Það er þó eitt sem hefur aðeins gleymst í umræðunni en það er hvar landsliðið á að leika á meðan smíðinni stendur, þar sem völlurinn verður óleikhæfur í 3-5 ár á meðan unnið er að niðurrifi, flutningi veitumannvirkja og uppbyggingu. Knattspyrnuáhugafólk þekkir þetta vel frá London þar sem Tottenham Hotspur spilaði heimaleiki sína um tíma á Wembley á meðan nýr leikvangur var byggður. Vandi okkar Íslendinga er sá að hér er ekki fyrir neinum Wembley að skipta. Ef við rennum snöggvast í gegnum þarfagreiningu fyrir slíkan völl þá þarf hann að hafa grasvöll, yfirbyggða stúku, góða tengda aðstöðu og möguleika á því að koma því sem næst 10.000 manns á völlinn. Með þetta í huga er svarið augljóst: Kaplakriki. Í Kaplakrika væri með einföldum hætti hægt að byggja yfir norðurstúkuna og smíða tengibyggingu milli norður- og suðurstúku með fleiri sætum þannig að hægt væri að taka á móti allt að 10.000 gestum. Í tengibygginguna væri þá einnig hægt að setja stoðrými eins og fjölmiðlaaðstöðu sem yrði svo umbreytt í einhverja íþróttatengda þjónustu í tímans rás. Verkefnið myndi þá einnig kalla á að yfirborð vallarins yrði fært upp í blendingsgras (hybrid) með undirhita sambærilegt við velli á norður-Englandi og loks þyrfti að setja upp flóðljós til þess að gera völlinn leikhæfan á leikdögum sem eru yfir vetrartímann. Þessar litlu og tiltölulega einföldu breytingar kosta líklegast innan við 10% af því sem nýr Laugardalsvöllur kostar og eru einfaldlega hluti af því verkefni. Þegar uppbyggingu á Laugardalsvelli er lokið og landsleikir færast þangað verður hægt að nýta hinn nýja Kaplakrika í landsleiki yngri landsliða, evrópuleiki og margt fleira. Það liggur í hlutarins eðli að þetta þarf að vera klárt þegar niðurrif hefst á Laugardalsvelli og því ekki seinna vænna að hefja undirbúning en núna. Hafnarfjarðarbær ætti án tafar að senda erindi inn til íþróttamálaráðherra og bjóða Kaplakrika fram sem staðgengil Laugardalsvallar á meðan á uppbyggingu hins síðarnefnda stendur og óska eftir því að stjórnvöld styðji við þessa umbreytingu vallarins með sambærilegum hætti og er fyrirhugaður í Reykjavík. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun