Litlu málin eru líka stór Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 10. febrúar 2022 09:01 Hvaða úrlausnarefni í stjórnsýslu og pólitík eru stór - og hver þeirra teljast til hinna litlu? Yfirleitt er mat fjölmiðla og stjórnmálamanna á þann veg að ef verkefni snúa að hagsmunum allrar þjóðarinnar eða stórs hluta hennar, þá hljóti málið að vera stórt. Að sama skapi ef viðfangsefnið snýr eingöngu að fáum einstaklingum og hagsmunum þeirra, þá hljóti málið að hafa lítið vægi. Allt er þetta rétt - svo langt sem það nær. Þegar stjórnmálamenn sem eru í þjónustustörfum fyrir land og þjóð, sveitarfélög, þá eru öll mál mikilvæg, sem á borð þeirra berast. Stórt mál með mörkin Ég minnist þess, þegar ég gegndi störfum bæjarstjóra í Hafnarfirði fyrir margt löngu, að til mín kom 10 ára strákur í viðtalstíma. Hann var alvörugefinn í fasi og flutti mál sitt vel. Hann sagði:" Ég bý í Hvömmunum hérna í Hafnarfirði og við krakkarnir höfum lengið beðið eftir mörkum á túnið í hverfinu. En þau hafa ekki komið. Geturðu þú hjálpað okkur?" Ég svaraði honum og sagðist ætla að fara á staðinn og skoða staðhætti. Sem ég gerði. Gagnrýni stráksins voru réttmæt. Það vantaði mörk. Þau voru voru komin nokkrum dögum síðar og túnið iðaði af lífi og fótbolta um árabil. Þetta var stórt mál fyrir drenginn, börnin í hverfinu og foreldra. Mörg svona hliðstæð dæmi minnist ég úr pólitíkinni, þegar ég var þar á vettvangi, fyrst í bæjarpólitíkinni og síðan á þingi á annan áratug. Mál einstaklinga og hópa Mál einstaklinga og hópa, sem telja á rétti sínum brotið, eða að betur megi gera í nærumhverfi þeirra, þarf að hlýða á og bregðast við. Oft er það þannig, að þegar nánar er skoðað, þá eiga mál einstaklinga sem berjast við kerfið sér hliðstæður hjá mörgum öðrum í sams konar vanda. Þannig einsetti ég mér þegar ég var í pólitík, að skoða erindi sem mér bárust með málefnalegum hætti og kanna til hlítar staðreyndir og mögulegar úrlausnir. Það sem er lítið mál fyrir einn er stórt fyrir annan. Það verður aldrei hægt að gera allt fyrir alla. Fyrir kemur hagsmunaárekstur við aðra bæjarbúa. Stundum verður að segja nei. Viðunandi lausn ekki í boði. En oftar finnst úrlausn ef vilji er til staðar. Meginatriðið er að stjórnmálamenn og embættismenn skynji hlutverk sitt. Þeir eiga ekki að deila og drottna. Þeir eiga að koma að gagni og þjóna. En vitaskuld marka stefnu og láta síðan verkin tala, þegar málefnaleg niðurstaða liggur fyrir. Skiptir máli hvernig stjórnað Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í pólitíkina - bæjarpólitíkina í Hafnarfirði aftur - eftir 16 ára hlé. Sú vegferð hefst næstkomandi laugardag, 12.febrúar í forvali Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands, þar sem ég óska eftir oddvitasætinu. Margir stjórnmálamenn tala um náið samráð við kjósendur, bæjarbúa og opið stjórnkerfi. Það er allt hárrétt og ber að sinna. En alltof oft er þetta orðagjálfur og innihaldslausir frasar, sem gleymast þegar völdin eru í höfn. Ég vil hins vegar sjá þetta samráð í verki og í raun. Svara erindum fólks, hvort sem þau eru lítil og stór. Og reyna að fremsta megni að leysa úr þeim. Þannig starfaði ég í pólitík áður og fyrr. Og þannig mun ég vinna í framtíð, fái ég traust og stuðning jafnaðarmanna í 1.sætið í forvalinu á laugardag. Og síðan í kosningunum til bæjarstjórnar í Hafnarfirði 14.maí. Það skiptir nefnilega máli hverjir stjórna og hvernig. Ég vil samvinnu og samráð - og svo vil ég sjá verkin tala. Svo um munar. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Guðmundur Árni Stefánsson Samfylkingin Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvaða úrlausnarefni í stjórnsýslu og pólitík eru stór - og hver þeirra teljast til hinna litlu? Yfirleitt er mat fjölmiðla og stjórnmálamanna á þann veg að ef verkefni snúa að hagsmunum allrar þjóðarinnar eða stórs hluta hennar, þá hljóti málið að vera stórt. Að sama skapi ef viðfangsefnið snýr eingöngu að fáum einstaklingum og hagsmunum þeirra, þá hljóti málið að hafa lítið vægi. Allt er þetta rétt - svo langt sem það nær. Þegar stjórnmálamenn sem eru í þjónustustörfum fyrir land og þjóð, sveitarfélög, þá eru öll mál mikilvæg, sem á borð þeirra berast. Stórt mál með mörkin Ég minnist þess, þegar ég gegndi störfum bæjarstjóra í Hafnarfirði fyrir margt löngu, að til mín kom 10 ára strákur í viðtalstíma. Hann var alvörugefinn í fasi og flutti mál sitt vel. Hann sagði:" Ég bý í Hvömmunum hérna í Hafnarfirði og við krakkarnir höfum lengið beðið eftir mörkum á túnið í hverfinu. En þau hafa ekki komið. Geturðu þú hjálpað okkur?" Ég svaraði honum og sagðist ætla að fara á staðinn og skoða staðhætti. Sem ég gerði. Gagnrýni stráksins voru réttmæt. Það vantaði mörk. Þau voru voru komin nokkrum dögum síðar og túnið iðaði af lífi og fótbolta um árabil. Þetta var stórt mál fyrir drenginn, börnin í hverfinu og foreldra. Mörg svona hliðstæð dæmi minnist ég úr pólitíkinni, þegar ég var þar á vettvangi, fyrst í bæjarpólitíkinni og síðan á þingi á annan áratug. Mál einstaklinga og hópa Mál einstaklinga og hópa, sem telja á rétti sínum brotið, eða að betur megi gera í nærumhverfi þeirra, þarf að hlýða á og bregðast við. Oft er það þannig, að þegar nánar er skoðað, þá eiga mál einstaklinga sem berjast við kerfið sér hliðstæður hjá mörgum öðrum í sams konar vanda. Þannig einsetti ég mér þegar ég var í pólitík, að skoða erindi sem mér bárust með málefnalegum hætti og kanna til hlítar staðreyndir og mögulegar úrlausnir. Það sem er lítið mál fyrir einn er stórt fyrir annan. Það verður aldrei hægt að gera allt fyrir alla. Fyrir kemur hagsmunaárekstur við aðra bæjarbúa. Stundum verður að segja nei. Viðunandi lausn ekki í boði. En oftar finnst úrlausn ef vilji er til staðar. Meginatriðið er að stjórnmálamenn og embættismenn skynji hlutverk sitt. Þeir eiga ekki að deila og drottna. Þeir eiga að koma að gagni og þjóna. En vitaskuld marka stefnu og láta síðan verkin tala, þegar málefnaleg niðurstaða liggur fyrir. Skiptir máli hvernig stjórnað Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í pólitíkina - bæjarpólitíkina í Hafnarfirði aftur - eftir 16 ára hlé. Sú vegferð hefst næstkomandi laugardag, 12.febrúar í forvali Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands, þar sem ég óska eftir oddvitasætinu. Margir stjórnmálamenn tala um náið samráð við kjósendur, bæjarbúa og opið stjórnkerfi. Það er allt hárrétt og ber að sinna. En alltof oft er þetta orðagjálfur og innihaldslausir frasar, sem gleymast þegar völdin eru í höfn. Ég vil hins vegar sjá þetta samráð í verki og í raun. Svara erindum fólks, hvort sem þau eru lítil og stór. Og reyna að fremsta megni að leysa úr þeim. Þannig starfaði ég í pólitík áður og fyrr. Og þannig mun ég vinna í framtíð, fái ég traust og stuðning jafnaðarmanna í 1.sætið í forvalinu á laugardag. Og síðan í kosningunum til bæjarstjórnar í Hafnarfirði 14.maí. Það skiptir nefnilega máli hverjir stjórna og hvernig. Ég vil samvinnu og samráð - og svo vil ég sjá verkin tala. Svo um munar. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun