Katar Norðursins? Sabine Leskopf skrifar 9. febrúar 2022 09:57 Þegar við sem búum hér á Íslandi berum okkur saman við önnur lönd þá kjósum við helst Norðurlöndin. Skandinavísku löndin þar sem lífsgæði eru með þeim bestu í heiminum fyrir flesta sem þar búa, þar sem jöfn tækifæri, mannréttindi og lýðræði eru höfð að leiðarljósi. En nú virðist Ísland að stefna annað og kannski kemur að því að við berum okkur frekar saman við Katar. Nú hef ég aldrei komið til Katar og skal gjarnan fræðast betur af fólki sem þekkir þar til. En samanburðurinn byggir á því sem ég heyri og les um ákveðna þætti þar og í sambærilegum löndum. Katar er land, þar sem innfæddir hafa aðgang að miklum lífsgæðum og það sama gildir fyrir vaxandi hóp svokallaðra „expats“, hámenntaðra útlendinga sem er boðið þangað til að vinna, til dæmis í tæknigeiranum, þar sem mikil þörf er fyrir þeirra sérþekkingu. Þau eru á góðum launum og hafa það gott í sinni enskumælandi búbblu, ætla að stoppa í nokkur ár og halda svo áfram, kannski til Barcelona eða Berlínar. Þau njóta fegurðar landsins og eru gæfa fyrir samfélagið en hafa kannski ekki mikla þörf eða jafnvel tækifæri til að taka virkan þátt í því. Og það skiptir eiginlega engu hvort þau læra eitthvert hrafl í tungumáli heimamanna til gamans eða ekki. Hins vegar er annar hópur að vaxa og vaxa en sést varla og það er hópur innflytjenda. Fólk sem flytur í nýja landið á fullorðinsárum og byrjar ánúllpunkti þar. Sem fær ekki aðgang að þessu lífsgæðum, fær varla tækifæri að læra og æfa sig í tungumáli landsins, því það talar hvort sem er enginn við þau nema á ensku. Sem fær ekki aðgang að betri störfum vegna þess að það talar ekki tungumálið og hefur ekki sambönd. Sem skilur ekki hvaða þróun er í gangi í samfélaginu, sérstaklega á þessum síðustu tveimur árum. Sem getur ekki aðstoðað börnin sín í skólanum og félagslífi. Sem horfir upp á að börnin þeirra fái kannski ekki betri tækifæri en þau sjálf. Er samanburður við Katar virkilega mjög ósanngjarn? Frá Katar heyrum t.d. við sögur um hræðilegar aðstæður erlends farandverkafólks sem byggir fótboltaleikvanga. Hér á Íslandi er skv. Vinnueftirlitinu tæplega helmingur þeirra sem lenda í vinnuslysi verkamenn af erlendum uppruna sem er ekki í samræmi við almennt hlutfalli þeirra. Ef við viljum frekar halda okkur við að bera okkur saman við Norðurlöndin, ef við viljum samfélag þar sem börn fái tækifæri að njóta sín til fulls óháð uppruna eða efnahag samfélagsins, þá þurfum við að taka okkur á. Þeir innflytjendur sem hafa lagt sig fram um að læra íslensku og taka þátt í samfélaginu þurfa að heyrast á öllum sviðum og í öllum kimum samfélagsins. Ég hef sem borgarfulltrúi af erlendum uppruna barist fyrir menntun barna með annað móðurmál, bættum samskiptum við foreldra þeirra og ráðningu fólks af erlendum uppruna í ábyrgðarstörf hjá borginni. Ég hef einnig stóreflt fjölmenningarráð borgarinnar þar sem nú sitja fulltrúar grasrótarsamtaka innflytjenda og starfsfólks af erlendum uppruna til að tryggja þeirra rödd innan stjórnsýslunnar. Og hitt er ekki síður mikilvægt að við sem erum innflytjendur séum ekki bara útlendingar frá morgni til kvölds. Ég sjálf er orðin miklu meiri Reykvíkingur eða íbúi í Laugardal en Þjóðverji eða Íslendingur, ég vil beita mér fyrir betri borg, í málefnum Sundabrautar, fyrir gæludýr eða ábyrgum fjármálum – bara með smá hreim. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og býður sig fram í 3.-4. sæti í flokksvali þann 12.-13. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Katar Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Þegar við sem búum hér á Íslandi berum okkur saman við önnur lönd þá kjósum við helst Norðurlöndin. Skandinavísku löndin þar sem lífsgæði eru með þeim bestu í heiminum fyrir flesta sem þar búa, þar sem jöfn tækifæri, mannréttindi og lýðræði eru höfð að leiðarljósi. En nú virðist Ísland að stefna annað og kannski kemur að því að við berum okkur frekar saman við Katar. Nú hef ég aldrei komið til Katar og skal gjarnan fræðast betur af fólki sem þekkir þar til. En samanburðurinn byggir á því sem ég heyri og les um ákveðna þætti þar og í sambærilegum löndum. Katar er land, þar sem innfæddir hafa aðgang að miklum lífsgæðum og það sama gildir fyrir vaxandi hóp svokallaðra „expats“, hámenntaðra útlendinga sem er boðið þangað til að vinna, til dæmis í tæknigeiranum, þar sem mikil þörf er fyrir þeirra sérþekkingu. Þau eru á góðum launum og hafa það gott í sinni enskumælandi búbblu, ætla að stoppa í nokkur ár og halda svo áfram, kannski til Barcelona eða Berlínar. Þau njóta fegurðar landsins og eru gæfa fyrir samfélagið en hafa kannski ekki mikla þörf eða jafnvel tækifæri til að taka virkan þátt í því. Og það skiptir eiginlega engu hvort þau læra eitthvert hrafl í tungumáli heimamanna til gamans eða ekki. Hins vegar er annar hópur að vaxa og vaxa en sést varla og það er hópur innflytjenda. Fólk sem flytur í nýja landið á fullorðinsárum og byrjar ánúllpunkti þar. Sem fær ekki aðgang að þessu lífsgæðum, fær varla tækifæri að læra og æfa sig í tungumáli landsins, því það talar hvort sem er enginn við þau nema á ensku. Sem fær ekki aðgang að betri störfum vegna þess að það talar ekki tungumálið og hefur ekki sambönd. Sem skilur ekki hvaða þróun er í gangi í samfélaginu, sérstaklega á þessum síðustu tveimur árum. Sem getur ekki aðstoðað börnin sín í skólanum og félagslífi. Sem horfir upp á að börnin þeirra fái kannski ekki betri tækifæri en þau sjálf. Er samanburður við Katar virkilega mjög ósanngjarn? Frá Katar heyrum t.d. við sögur um hræðilegar aðstæður erlends farandverkafólks sem byggir fótboltaleikvanga. Hér á Íslandi er skv. Vinnueftirlitinu tæplega helmingur þeirra sem lenda í vinnuslysi verkamenn af erlendum uppruna sem er ekki í samræmi við almennt hlutfalli þeirra. Ef við viljum frekar halda okkur við að bera okkur saman við Norðurlöndin, ef við viljum samfélag þar sem börn fái tækifæri að njóta sín til fulls óháð uppruna eða efnahag samfélagsins, þá þurfum við að taka okkur á. Þeir innflytjendur sem hafa lagt sig fram um að læra íslensku og taka þátt í samfélaginu þurfa að heyrast á öllum sviðum og í öllum kimum samfélagsins. Ég hef sem borgarfulltrúi af erlendum uppruna barist fyrir menntun barna með annað móðurmál, bættum samskiptum við foreldra þeirra og ráðningu fólks af erlendum uppruna í ábyrgðarstörf hjá borginni. Ég hef einnig stóreflt fjölmenningarráð borgarinnar þar sem nú sitja fulltrúar grasrótarsamtaka innflytjenda og starfsfólks af erlendum uppruna til að tryggja þeirra rödd innan stjórnsýslunnar. Og hitt er ekki síður mikilvægt að við sem erum innflytjendur séum ekki bara útlendingar frá morgni til kvölds. Ég sjálf er orðin miklu meiri Reykvíkingur eða íbúi í Laugardal en Þjóðverji eða Íslendingur, ég vil beita mér fyrir betri borg, í málefnum Sundabrautar, fyrir gæludýr eða ábyrgum fjármálum – bara með smá hreim. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og býður sig fram í 3.-4. sæti í flokksvali þann 12.-13. febrúar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun