Endurgreiðum ungu fólki og barnafjölskyldum lóðaverð Gunnar Þór Sigurjónsson skrifar 8. febrúar 2022 17:31 Hafnarfjörður hefur setið eftir síðustu ár þegar kemur að íbúafjölgun og árangri í húsnæðismálum. Staðreyndin er sú að það er alvarlegur skortur á húsnæði í Hafnarfirði sem stendur í vegi fyrir vexti sveitarfélagsins. Það er af sem áður var þegar nægt framboð á húsnæði á ódýrara verði en í nágrannasveitarfélögunum gerði Hafnarfjörð að góðum kosti fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur sem voru að koma undir sig fótunum. Þess í stað hefur stefna bæjarstjórnar Sjálfstæðisflokksins í lóða- og húsnæðismálum síðustu átta ár tryggt að í dag er ungt fólk og barnafjölskyldur jafn ofurseld skorti og okri á húsnæðismarkaði í Hafnarfirði og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Afleiðingin er fækkun bæjarbúa og að fjölskyldur leita frekar út fyrir höfuðborgarsvæðið að hentugu húsnæði og sveitarfélagi til að búa sér heimili til framtíðar. Tími alvöru lausna í húsnæðismálum Þessari þróun verður að snúa við strax með beinum aðgerðum. Hafnarfjarðarbær á t.d. að endurgreiða kaupendum íbúða lóðaverð umfram lágmark svo uppsprengt uppboðsverð haldi fjölskyldum ekki frá bæjarfélaginu. Það er alvöru lausn sem gerir Hafnarfjörð að aðlaðandi framtíðarheimili fyrir venjulegar fjölskyldur og ungt fólk. Það er lausn sem gerir allt í senn, gerir ungu fólki auðveldara að eignast húsnæði, lækkar skuldabyrði ungra barnafjölskyldna og styrkir tekjugrunn sveitarfélagsins til lengri tíma litið, enda greiðir fjölskylda á meðaltekjum sem skýtur rótum í Hafnarfirði meðgjöfina margfalt til baka með útsvarinu til sveitarfélagsins. Það eru svona lausnir sem Samfylkingin í Hafnarfirði á að standa fyrir, praktískar alvöru lausnir sem koma íbúum Hafnarfjarðar strax til góða og tryggja vöxt og uppbyggingu bæjarfélagsins inn í framtíðina. Tími sterkari þjónustu við fjölskyldur í Hafnarfirði Það er öllu sveitarfélaginu í hag að vera í stöðugri uppbyggingu og ábyrgum vexti enda skapast við það heilmikil verðmæti, bæði fyrir íbúana og samfélagið okkar í heild. Hafnarfjörður þarf því að koma til móts við kröfur ungs fólks, hvort sem það er í húsnæðismálum eða samfélagslegri ábyrgð. Hafnarfjörður þarf ekki einungis að fara rífa í sig í gang varðandi framboð og verð á húsnæði heldur þurfum við að leggja aukna áherslu á á græn hverfi sem styðja við umhverfisvænan lífsstíl.Samhliða því má ekki gleyma því að að ungar fjölskyldur sækja eðlilega frekar í barnvæn hverfi og samfélög og að þjónusta við barnafjölskyldur skiptir miklu máli þegar tekin er ákvörðun um framtíðarheimili. Til þess að laða ungt fólk að Hafnarfirði þá má bærinn ekki standa í ágreiningi við leikskólakennara og undirmannaður þegar kemur að faglærðum sérfræðingum barna. Ef við tryggjum ungu fólki aðgang að hentugu og fjárhagslega skynsamlegu húsnæði með aðgang að góðri þjónustu leik- og grunnskóla þá getur Hafnarfjörður fljótt aftur orðið raunhæfur kostur fyrir ungt fólk til að búa sér framtíðarheimili. Sjálfstæðisflokkurinn hefur borið fyrir sig ýmsar afsakanir til að réttlæta skortstöðuna sem byggst hefur upp síðustu átta ár, en tími afsakana er liðinn. Næsta kjörtímabil þarf að vera tími raunverulegra lausna í húsnæðismálum í Hafnarfirði. Kjósum nýtt fólk fyrir nýjan tíma. Höfundur sækist eftir 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Hafnarfjörður hefur setið eftir síðustu ár þegar kemur að íbúafjölgun og árangri í húsnæðismálum. Staðreyndin er sú að það er alvarlegur skortur á húsnæði í Hafnarfirði sem stendur í vegi fyrir vexti sveitarfélagsins. Það er af sem áður var þegar nægt framboð á húsnæði á ódýrara verði en í nágrannasveitarfélögunum gerði Hafnarfjörð að góðum kosti fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur sem voru að koma undir sig fótunum. Þess í stað hefur stefna bæjarstjórnar Sjálfstæðisflokksins í lóða- og húsnæðismálum síðustu átta ár tryggt að í dag er ungt fólk og barnafjölskyldur jafn ofurseld skorti og okri á húsnæðismarkaði í Hafnarfirði og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Afleiðingin er fækkun bæjarbúa og að fjölskyldur leita frekar út fyrir höfuðborgarsvæðið að hentugu húsnæði og sveitarfélagi til að búa sér heimili til framtíðar. Tími alvöru lausna í húsnæðismálum Þessari þróun verður að snúa við strax með beinum aðgerðum. Hafnarfjarðarbær á t.d. að endurgreiða kaupendum íbúða lóðaverð umfram lágmark svo uppsprengt uppboðsverð haldi fjölskyldum ekki frá bæjarfélaginu. Það er alvöru lausn sem gerir Hafnarfjörð að aðlaðandi framtíðarheimili fyrir venjulegar fjölskyldur og ungt fólk. Það er lausn sem gerir allt í senn, gerir ungu fólki auðveldara að eignast húsnæði, lækkar skuldabyrði ungra barnafjölskyldna og styrkir tekjugrunn sveitarfélagsins til lengri tíma litið, enda greiðir fjölskylda á meðaltekjum sem skýtur rótum í Hafnarfirði meðgjöfina margfalt til baka með útsvarinu til sveitarfélagsins. Það eru svona lausnir sem Samfylkingin í Hafnarfirði á að standa fyrir, praktískar alvöru lausnir sem koma íbúum Hafnarfjarðar strax til góða og tryggja vöxt og uppbyggingu bæjarfélagsins inn í framtíðina. Tími sterkari þjónustu við fjölskyldur í Hafnarfirði Það er öllu sveitarfélaginu í hag að vera í stöðugri uppbyggingu og ábyrgum vexti enda skapast við það heilmikil verðmæti, bæði fyrir íbúana og samfélagið okkar í heild. Hafnarfjörður þarf því að koma til móts við kröfur ungs fólks, hvort sem það er í húsnæðismálum eða samfélagslegri ábyrgð. Hafnarfjörður þarf ekki einungis að fara rífa í sig í gang varðandi framboð og verð á húsnæði heldur þurfum við að leggja aukna áherslu á á græn hverfi sem styðja við umhverfisvænan lífsstíl.Samhliða því má ekki gleyma því að að ungar fjölskyldur sækja eðlilega frekar í barnvæn hverfi og samfélög og að þjónusta við barnafjölskyldur skiptir miklu máli þegar tekin er ákvörðun um framtíðarheimili. Til þess að laða ungt fólk að Hafnarfirði þá má bærinn ekki standa í ágreiningi við leikskólakennara og undirmannaður þegar kemur að faglærðum sérfræðingum barna. Ef við tryggjum ungu fólki aðgang að hentugu og fjárhagslega skynsamlegu húsnæði með aðgang að góðri þjónustu leik- og grunnskóla þá getur Hafnarfjörður fljótt aftur orðið raunhæfur kostur fyrir ungt fólk til að búa sér framtíðarheimili. Sjálfstæðisflokkurinn hefur borið fyrir sig ýmsar afsakanir til að réttlæta skortstöðuna sem byggst hefur upp síðustu átta ár, en tími afsakana er liðinn. Næsta kjörtímabil þarf að vera tími raunverulegra lausna í húsnæðismálum í Hafnarfirði. Kjósum nýtt fólk fyrir nýjan tíma. Höfundur sækist eftir 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar