Stórt verkefni – skammur tími Þorkell Heiðarsson skrifar 4. febrúar 2022 12:31 Hringrásarhagkerfið er nær okkur en margir gera sér grein fyrir. Það var í raun leitt í lög á alþingi og nú er það hlutverk Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga og fylgja lögunum eftir. Þetta kallar á samhent viðbrögð og vinnusemi. Samkvæmt lögunum verður skylt að safna við heimili lífrænum eldhúsúrgangi, plasti, og pappír og pappa. Einnig verður skylt að safna textíl, málmum og gleri í nærumhverfi íbúa, við heimili eða í grenndarstöðvum. Breytingarnar taka gildi 1. janúar 2023. Framundan eru því tímamót í umhverfismálum borgarinnar sem kalla að sjálfsögðu á breytingar á sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægust verður samt aðkoma grasrótarinnar, íbúanna – okkar sjálfra. Fjögurra flokka kerfi Fjögurra flokka kerfið er kannski á útleið í íslenskri pólitík, en sannarlega á innleið í þessum málaflokki. Ný fjögurra flokka skipting verður tekin upp við öll heimili: tvær tvískiptar tunnur fyrir lífrænan eldhúsúrgang, blandað sorp auk pappírs og plasts sem við þekkjum nú þegar.Þetta er stórt verkefni sem snýr annars vegar flokkun og söfnun heimilisúrgangs og hins vegar að sanngjarnri innheimtu endurgjalds af einstaklingum og lögaðilum fyrir þann kostnað sem hlýst af meðhöndlun úrgangs. Í nýjum tillögum starfshóps um samræmt úrgangsflokkunarkerfi er lagt er til að komið verði uppi neti stærri og smærri grenndarstöðva á höfuðborgarsvæðinu í öruggri göngufjarlægð og í alfaraleið þar sem tekið verður við gleri, skilagjaldsskyldum umbúðum, málmi og textíl.Borgin þarf því að endurhanna alla hirðu úrgangs, staðsetningu og merkingu íláta og innheimtu gjalda af einstaklingum og lögaðilum fyrir meðhöndlunina. Sá borgar sem mengar Frá og með 1. janúar 2023 verður innleidd svokölluð greiðsluregla sem er ein af meginreglum umhverfisréttarins. Þetta þýðir einfaldlega að sá borgar sem mengar. Það er því verkefni borgarinnar að innheimta gjald sem tekur mið af magni úrgangs, gerð, losunartíðni, frágangi úrgangs og öðrum þáttum sem hafa áhrif á kostnað við meðhöndlun hans. Þeir sem minnka úrganginn sinn, flokka betur borga einfaldlega minna. Það hefur sýnt sig að þetta er eitt áhrifamesta kerfi í evrópskum borgum til að minnka úrgang og mengun og innleiða hringrásarhagkerfið. Skammur tími til stefnu Reykjavík þarf að endurskoða alla svæðisáætlun um úrgangsmeðhöndlun, samþykkt um meðhöndlun úrgangs sem og gjaldskrá. Nú þarf að greina í þaula allan þann kostnað sem tengist úrgangsmálum borgarinnar. Nýtt kerfi muni stórauka flokkun og endurvinnslu og mikilvægt er að fá alla með á vagninn.Það er skammur tími til stefnu, einungis 10 mánuðir, og mikið verk að vinna! Borgin þarf að bregðast við strax og vinna hratt á næstunni – verkefnið er klárt. Þetta er hið raunverulega stóra verkefni borgarinnar á þessu ári. Hringrásarhagkerfi kallar á breiða sátt og samvinnu almennings, atvinnulífs og stjórnvalda. Það er okkar allra hagur að þetta verkefni takist vel enda hagur umhverfis og náttúru sem við erum jú hluti af.Rusl er ekki úrgangur heldur hráefni sem ber að koma aftur inn í hringrásarhagkerfið. Þess vegna þurfum við að öll flokka og endurvinna. Hringrásarhagkerfið er ekki bara eitt mikilvægasta aflið gegn loftlagsbreytingum heldur líka hagkvæmara kerfi fyrir alla. Það er nefnilega aldrei skynsamlegt að henda verðmætum. Höfundur er náttúrufræðingur og frambjóðandi í 5. sæti í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Umhverfismál Þorkell Heiðarsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Hringrásarhagkerfið er nær okkur en margir gera sér grein fyrir. Það var í raun leitt í lög á alþingi og nú er það hlutverk Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga og fylgja lögunum eftir. Þetta kallar á samhent viðbrögð og vinnusemi. Samkvæmt lögunum verður skylt að safna við heimili lífrænum eldhúsúrgangi, plasti, og pappír og pappa. Einnig verður skylt að safna textíl, málmum og gleri í nærumhverfi íbúa, við heimili eða í grenndarstöðvum. Breytingarnar taka gildi 1. janúar 2023. Framundan eru því tímamót í umhverfismálum borgarinnar sem kalla að sjálfsögðu á breytingar á sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægust verður samt aðkoma grasrótarinnar, íbúanna – okkar sjálfra. Fjögurra flokka kerfi Fjögurra flokka kerfið er kannski á útleið í íslenskri pólitík, en sannarlega á innleið í þessum málaflokki. Ný fjögurra flokka skipting verður tekin upp við öll heimili: tvær tvískiptar tunnur fyrir lífrænan eldhúsúrgang, blandað sorp auk pappírs og plasts sem við þekkjum nú þegar.Þetta er stórt verkefni sem snýr annars vegar flokkun og söfnun heimilisúrgangs og hins vegar að sanngjarnri innheimtu endurgjalds af einstaklingum og lögaðilum fyrir þann kostnað sem hlýst af meðhöndlun úrgangs. Í nýjum tillögum starfshóps um samræmt úrgangsflokkunarkerfi er lagt er til að komið verði uppi neti stærri og smærri grenndarstöðva á höfuðborgarsvæðinu í öruggri göngufjarlægð og í alfaraleið þar sem tekið verður við gleri, skilagjaldsskyldum umbúðum, málmi og textíl.Borgin þarf því að endurhanna alla hirðu úrgangs, staðsetningu og merkingu íláta og innheimtu gjalda af einstaklingum og lögaðilum fyrir meðhöndlunina. Sá borgar sem mengar Frá og með 1. janúar 2023 verður innleidd svokölluð greiðsluregla sem er ein af meginreglum umhverfisréttarins. Þetta þýðir einfaldlega að sá borgar sem mengar. Það er því verkefni borgarinnar að innheimta gjald sem tekur mið af magni úrgangs, gerð, losunartíðni, frágangi úrgangs og öðrum þáttum sem hafa áhrif á kostnað við meðhöndlun hans. Þeir sem minnka úrganginn sinn, flokka betur borga einfaldlega minna. Það hefur sýnt sig að þetta er eitt áhrifamesta kerfi í evrópskum borgum til að minnka úrgang og mengun og innleiða hringrásarhagkerfið. Skammur tími til stefnu Reykjavík þarf að endurskoða alla svæðisáætlun um úrgangsmeðhöndlun, samþykkt um meðhöndlun úrgangs sem og gjaldskrá. Nú þarf að greina í þaula allan þann kostnað sem tengist úrgangsmálum borgarinnar. Nýtt kerfi muni stórauka flokkun og endurvinnslu og mikilvægt er að fá alla með á vagninn.Það er skammur tími til stefnu, einungis 10 mánuðir, og mikið verk að vinna! Borgin þarf að bregðast við strax og vinna hratt á næstunni – verkefnið er klárt. Þetta er hið raunverulega stóra verkefni borgarinnar á þessu ári. Hringrásarhagkerfi kallar á breiða sátt og samvinnu almennings, atvinnulífs og stjórnvalda. Það er okkar allra hagur að þetta verkefni takist vel enda hagur umhverfis og náttúru sem við erum jú hluti af.Rusl er ekki úrgangur heldur hráefni sem ber að koma aftur inn í hringrásarhagkerfið. Þess vegna þurfum við að öll flokka og endurvinna. Hringrásarhagkerfið er ekki bara eitt mikilvægasta aflið gegn loftlagsbreytingum heldur líka hagkvæmara kerfi fyrir alla. Það er nefnilega aldrei skynsamlegt að henda verðmætum. Höfundur er náttúrufræðingur og frambjóðandi í 5. sæti í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar