Hafnarfjörður og húsnæðismarkaðurinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 3. febrúar 2022 09:31 Sveitarfélögin hafa veigamiklu hlutverki að gegna í þágu húsnæðisöryggis. Þau þurfa að tryggja nægjanlegt framboð lóða undir fjölbreytt húsnæði fyrir alla. Einnig bera þau miklar skyldur hvað varðar félagslegt húsnæði sem og í húsnæðismálum fatlaðs fólk. Það er mannréttindabrot að tryggja fólki ekki fullnægjandi húsnæði og fólk á ekki að búa við óöryggi í húsnæðismálum. Erfiðar aðstæður hjá mörgum Margt fólk býr hins vegar við mikið óöryggi í húsnæðismálum. Í því samhengi er hægt að nefna erlenda verkafólkið sem býr við ófullnægjandi aðstæður í íbúðarkytrum í iðnaðarhverfum. Við getum líka rætt stöðu lágtekjufjölskyldna sem hrökklast á milli ótryggra íbúða á ófullburða leigumarkaði. Og við getum talað um fólkið á biðlistunum eftir félagslegu húsnæði og fatlaða fólkið sem bíður einnig eftir húsnæði við hæfi á löngum biðlistum. Hér er svo sannarlega verk að vinna. Hækkun íbúðaverðs og máttlítil ríkisstjórn Ofan á þetta bætist svo stjórnlaus húsnæðismarkaður þar sem við höfum horft upp á gríðarlegar hækkanir á undanförnum misserum. Ungt fólk og fyrstu kaupendur eiga mjög erfitt um vik að komast inn á markaðinn. Máttlitlar tilraunir ríkisstjórnarinnar til að grípa inn í þessar aðstæður hafa litlu skilað og raunar hafa sumar aðgerðir hennar og Seðlabankans hreinlega ýtt undir hækkun húsnæðisverðs. Stjórnvöld verða að taka sig taki og koma böndum á húsnæðismarkaðinn og hugsa hann út frá þörfum almennings frekar en ágóðavon fjárfesta. Kyrrstaðan í Hafnarfirði Eftir átta ára forystu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði er lítið um afrek í húsnæðismálum. Hafnarfjörður hefur rekið lestina í uppbyggingu íbúða á Höfuðborgarsvæðinu og má nefna sem dæmi að ekki einni íbúð hefur verið úthlutað af íbúðafélaginu Bjargi í Hafnarfirði. Íbúðaskorturinn hefur leitt til þess að á síðasta ári horfði bærinn fram á íbúafækkun í fyrsta sinn í tugi ára. Langir biðlistar eru eftir félagslegu íbúðarhúsnæði og ein birtingarmynd kyrrstöðunnar í Hafnarfirði er að lítið sem ekkert hefur gengið undanfarin ár að fjölga félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélagsins. Breytingar nauðsynlegar Það má því draga þá ályktun að margt sé líkt með ríkisstjórninni og Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði þegar litið er til húsnæðismála. Úrræðin og verkin eru af skornum skammti og áhugaleysi einkennir báða aðila. Þessu verður að breyta og það er tækifæri til þess að breyta stöðunni í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningum 14. maí næstkomandi með því að kjósa Samfylkinguna til áhrifa. Snúa verður vörn í sókn eftir átta ára kyrrstöðu á vakt Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin er tilbúin, veit hver vandinn er og er full eldmóðs til að vinna í þágu almennings í þessum mikilvæga málaflokki. Höfundur er varabæjarfulltrúi, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjölskylduráði og býður sig fram í 1. sætið í flokksvali Samfylkingarinnar þann 12. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin hafa veigamiklu hlutverki að gegna í þágu húsnæðisöryggis. Þau þurfa að tryggja nægjanlegt framboð lóða undir fjölbreytt húsnæði fyrir alla. Einnig bera þau miklar skyldur hvað varðar félagslegt húsnæði sem og í húsnæðismálum fatlaðs fólk. Það er mannréttindabrot að tryggja fólki ekki fullnægjandi húsnæði og fólk á ekki að búa við óöryggi í húsnæðismálum. Erfiðar aðstæður hjá mörgum Margt fólk býr hins vegar við mikið óöryggi í húsnæðismálum. Í því samhengi er hægt að nefna erlenda verkafólkið sem býr við ófullnægjandi aðstæður í íbúðarkytrum í iðnaðarhverfum. Við getum líka rætt stöðu lágtekjufjölskyldna sem hrökklast á milli ótryggra íbúða á ófullburða leigumarkaði. Og við getum talað um fólkið á biðlistunum eftir félagslegu húsnæði og fatlaða fólkið sem bíður einnig eftir húsnæði við hæfi á löngum biðlistum. Hér er svo sannarlega verk að vinna. Hækkun íbúðaverðs og máttlítil ríkisstjórn Ofan á þetta bætist svo stjórnlaus húsnæðismarkaður þar sem við höfum horft upp á gríðarlegar hækkanir á undanförnum misserum. Ungt fólk og fyrstu kaupendur eiga mjög erfitt um vik að komast inn á markaðinn. Máttlitlar tilraunir ríkisstjórnarinnar til að grípa inn í þessar aðstæður hafa litlu skilað og raunar hafa sumar aðgerðir hennar og Seðlabankans hreinlega ýtt undir hækkun húsnæðisverðs. Stjórnvöld verða að taka sig taki og koma böndum á húsnæðismarkaðinn og hugsa hann út frá þörfum almennings frekar en ágóðavon fjárfesta. Kyrrstaðan í Hafnarfirði Eftir átta ára forystu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði er lítið um afrek í húsnæðismálum. Hafnarfjörður hefur rekið lestina í uppbyggingu íbúða á Höfuðborgarsvæðinu og má nefna sem dæmi að ekki einni íbúð hefur verið úthlutað af íbúðafélaginu Bjargi í Hafnarfirði. Íbúðaskorturinn hefur leitt til þess að á síðasta ári horfði bærinn fram á íbúafækkun í fyrsta sinn í tugi ára. Langir biðlistar eru eftir félagslegu íbúðarhúsnæði og ein birtingarmynd kyrrstöðunnar í Hafnarfirði er að lítið sem ekkert hefur gengið undanfarin ár að fjölga félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélagsins. Breytingar nauðsynlegar Það má því draga þá ályktun að margt sé líkt með ríkisstjórninni og Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði þegar litið er til húsnæðismála. Úrræðin og verkin eru af skornum skammti og áhugaleysi einkennir báða aðila. Þessu verður að breyta og það er tækifæri til þess að breyta stöðunni í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningum 14. maí næstkomandi með því að kjósa Samfylkinguna til áhrifa. Snúa verður vörn í sókn eftir átta ára kyrrstöðu á vakt Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin er tilbúin, veit hver vandinn er og er full eldmóðs til að vinna í þágu almennings í þessum mikilvæga málaflokki. Höfundur er varabæjarfulltrúi, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjölskylduráði og býður sig fram í 1. sætið í flokksvali Samfylkingarinnar þann 12. febrúar.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar