Mosfellingar - ykkar er valið Ásgeir Sveinsson skrifar 3. febrúar 2022 07:01 Sjálfstæðisflokkurinn í Mosfellsbæ heldur prófkjör 4.- 5. febrúar þar sem kosið verður á lista fyrir bæjarstjórnarkosningar sem fara fram þann 14. maí. Alls eru 17 glæsilegir frambjóðendur á öllum aldri í boði, 9 konur og 8 karlar. Þetta fólk er hlaðið hæfileikum, með fjölbreyttan bakgrunn, reynslu og þekkingu í farteskinu. Þessi hópur á það sameiginlegt að hafa brennandi metnað fyrir velferð Mosfellsbæjar og vill leggja sitt af mörkum að gera ánægju íbúa enn meiri og halda áfram þeim fjölmörgu jákvæðu og spennandi verkefnum sem eru í gangi í sveitarfélaginu. Meirihlutasamstarf D og V lista hefur gengið ákaflega vel á þessu kjörtímabili þrátt fyrir ýmsar krefjandi áskoranir. Við höfum náð að uppfylla allflest okkar markmið sem komu fram í málefnasamningi flokkana og er það gríðarlega ánægjulegt miðað við þær krefjandi aðstæður sem komu upp m.a. tengdum faraldrinum. Ég er stoltur að vera hluti af þessum öfluga hópi sem hefur myndað meirihlutann á þessu kjörtímabili og hlakka til að halda áfram að sinna mikilvægum verkefnum það sem eftir er þessa kjörtímabils og á næsta kjörtímabili. Sterkur leiðtogi skiptir máli Að prófkjöri loknu fer fram vinna við uppstillingu listans fyrir kosningarnar í maí og að því loknu hefst kosningabaráttan. Við munum ganga til kosninga stolt af verkum okkar og bjartsýn á framtíðina og hlökkum til að kynna fyrir Mosfellingum lista flokksins og stefnu, sem mun tryggja að bærinn okkar haldi áfram að blómstra og dafna til lengri og skemmri framtíðar. Það þarf sterkan reynslumikinn leiðtoga til að leiða það verkefni áfram. Hann þarf að hafa skýra sýn, höfða til sem flestra, vera heiðarlegur og traustur, hafa góða ímynd og orðspor. Víðtæk reynsla mín og þekking sem stjórnandi og leiðtogi í viðskiptalífinu, auk mikillar reynslu af mannauðs- og félagsmálum hafa reynst mér vel í minni vinnu í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og munu gera áfram. Ég er tilbúin í það hlutverk og að axla þá ábyrgð að leiða listann til sigurs í næstu kosningum og þess vegna býð ég mig fram í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri 4. - 5. febrúar næstkomandi og treysti á þinn stuðning í 1. sætið. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í Mosfellsbæ heldur prófkjör 4.- 5. febrúar þar sem kosið verður á lista fyrir bæjarstjórnarkosningar sem fara fram þann 14. maí. Alls eru 17 glæsilegir frambjóðendur á öllum aldri í boði, 9 konur og 8 karlar. Þetta fólk er hlaðið hæfileikum, með fjölbreyttan bakgrunn, reynslu og þekkingu í farteskinu. Þessi hópur á það sameiginlegt að hafa brennandi metnað fyrir velferð Mosfellsbæjar og vill leggja sitt af mörkum að gera ánægju íbúa enn meiri og halda áfram þeim fjölmörgu jákvæðu og spennandi verkefnum sem eru í gangi í sveitarfélaginu. Meirihlutasamstarf D og V lista hefur gengið ákaflega vel á þessu kjörtímabili þrátt fyrir ýmsar krefjandi áskoranir. Við höfum náð að uppfylla allflest okkar markmið sem komu fram í málefnasamningi flokkana og er það gríðarlega ánægjulegt miðað við þær krefjandi aðstæður sem komu upp m.a. tengdum faraldrinum. Ég er stoltur að vera hluti af þessum öfluga hópi sem hefur myndað meirihlutann á þessu kjörtímabili og hlakka til að halda áfram að sinna mikilvægum verkefnum það sem eftir er þessa kjörtímabils og á næsta kjörtímabili. Sterkur leiðtogi skiptir máli Að prófkjöri loknu fer fram vinna við uppstillingu listans fyrir kosningarnar í maí og að því loknu hefst kosningabaráttan. Við munum ganga til kosninga stolt af verkum okkar og bjartsýn á framtíðina og hlökkum til að kynna fyrir Mosfellingum lista flokksins og stefnu, sem mun tryggja að bærinn okkar haldi áfram að blómstra og dafna til lengri og skemmri framtíðar. Það þarf sterkan reynslumikinn leiðtoga til að leiða það verkefni áfram. Hann þarf að hafa skýra sýn, höfða til sem flestra, vera heiðarlegur og traustur, hafa góða ímynd og orðspor. Víðtæk reynsla mín og þekking sem stjórnandi og leiðtogi í viðskiptalífinu, auk mikillar reynslu af mannauðs- og félagsmálum hafa reynst mér vel í minni vinnu í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og munu gera áfram. Ég er tilbúin í það hlutverk og að axla þá ábyrgð að leiða listann til sigurs í næstu kosningum og þess vegna býð ég mig fram í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri 4. - 5. febrúar næstkomandi og treysti á þinn stuðning í 1. sætið. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar