Virknihús - öll átaksverkefni Reykjavíkurborgar á einum stað Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 31. janúar 2022 13:01 Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í lok árs 2020 að stofna sérstakt Virknihús í borginni sem nú er komið í fullan gang. Tillagan kom frá starfshópi um endurskoðun átaksverkefna Velferðarsviðs sem ég tók þátt í að móta. Í Virknihúsi getur fólk nálgast margþættar leiðir í endurhæfingu fyrir þátttöku á vinnumarkaði eða í átt til aukinnar virkni og þátttöku í samfélaginu. Markmiðið með starfseminni er ávallt umað bæta lífsgæði fólks og auka tækifæri þess í lífinu með áherslu á sjálfsstyrkingu, nám og bata. Enda er gríðarlega mikilvægt að skapa tækifæri fólk til að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum á nýjan leik í kjölfar áfalla og veikinda. Í Virknihúsi er haldið utan um öll virkniúrræði Velferðarviðs borgarinnar á einum stað, þ.e Grettistak, Kvennasmiðju, IPS-ráðgjöf, Tinnu og Bataskólann. Virknihúsinu hefur einnig verið falið að hafa yfirsýn yfir slík úrræði á vegum félagasamtaka. Með því að sameina úrræðin á einn stað má minnka flækjustig, einfalda utanumhald og skapa fjölbreyttari tækifæri fyrir þau sem eru að stíga skrefin aftur út í samfélagið. Með því að bjóða upp á margvísleg úrræði má betur mæta þörfum hvers og eins. Grettistak er endurhæfingarúrræði fyrir fólk með langvarandi félagslegan vanda vegna vímuefnaneyslu. Markmiðið er að styðja fólk til þátttöku í námi, vinnu eða annarri virkni. Kvennasmiðjan er fyrir einstæðar mæður á aldrinum 24-45 ára sem eiga við langvarandi félagslegan vanda að stríða. IPS (Individual Placement and Support) verkefnið hófst árið 2019 og miðar að því að veita einstaklingsbundna aðstoð við að finna störf út frá áhugasviði og getu hvers og eins. Alls hafa 118 einstaklingar fengið þjónustu í verkefninu. Tinnu-verkefnið er unnið í samstarfi við Félagsmálaráðuneytið og miðar sérstaklega að einstæðum foreldrum á aldrinum 18-30 ára sem eru utan vinnumarkaðar og glíma við langvarandi félagslegan vanda. Verkefnið felur í sér víðtækt þverfaglegt samstarf ólíkara aðila innan velferðar- og menntakerfisins og vinnumiðlunar á vegum Vinnumálastofnunar. Bataskólinn er fyrir 18 ára og eldri sem eru með geðrænar áskoranir þar er upp á ýmis námskeið út frá batamiðaðri nálgun. Markmið endurhæfingar er ávallt að bæta lífsgæði fólks og styðja til þátttöku í samfélaginu á nýjan leik. Mikilvægt er að styðja notendur fjárhagsaðstoðar og þá sem eru að fóta sig í samfélaginu á nýjan leik eftir hvers kyns áföll, fíknisjúkdóma eða geðrænar áskoranir. Með öflugu Virknihúsi getur Reykjavíkurborg mætt þörfum fjölbreytts hóps með einstaklingsbundnari hætti. Öll eiga rétt á tækifæri til þátttöku í Reykjavík. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Vinstri græn Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í lok árs 2020 að stofna sérstakt Virknihús í borginni sem nú er komið í fullan gang. Tillagan kom frá starfshópi um endurskoðun átaksverkefna Velferðarsviðs sem ég tók þátt í að móta. Í Virknihúsi getur fólk nálgast margþættar leiðir í endurhæfingu fyrir þátttöku á vinnumarkaði eða í átt til aukinnar virkni og þátttöku í samfélaginu. Markmiðið með starfseminni er ávallt umað bæta lífsgæði fólks og auka tækifæri þess í lífinu með áherslu á sjálfsstyrkingu, nám og bata. Enda er gríðarlega mikilvægt að skapa tækifæri fólk til að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum á nýjan leik í kjölfar áfalla og veikinda. Í Virknihúsi er haldið utan um öll virkniúrræði Velferðarviðs borgarinnar á einum stað, þ.e Grettistak, Kvennasmiðju, IPS-ráðgjöf, Tinnu og Bataskólann. Virknihúsinu hefur einnig verið falið að hafa yfirsýn yfir slík úrræði á vegum félagasamtaka. Með því að sameina úrræðin á einn stað má minnka flækjustig, einfalda utanumhald og skapa fjölbreyttari tækifæri fyrir þau sem eru að stíga skrefin aftur út í samfélagið. Með því að bjóða upp á margvísleg úrræði má betur mæta þörfum hvers og eins. Grettistak er endurhæfingarúrræði fyrir fólk með langvarandi félagslegan vanda vegna vímuefnaneyslu. Markmiðið er að styðja fólk til þátttöku í námi, vinnu eða annarri virkni. Kvennasmiðjan er fyrir einstæðar mæður á aldrinum 24-45 ára sem eiga við langvarandi félagslegan vanda að stríða. IPS (Individual Placement and Support) verkefnið hófst árið 2019 og miðar að því að veita einstaklingsbundna aðstoð við að finna störf út frá áhugasviði og getu hvers og eins. Alls hafa 118 einstaklingar fengið þjónustu í verkefninu. Tinnu-verkefnið er unnið í samstarfi við Félagsmálaráðuneytið og miðar sérstaklega að einstæðum foreldrum á aldrinum 18-30 ára sem eru utan vinnumarkaðar og glíma við langvarandi félagslegan vanda. Verkefnið felur í sér víðtækt þverfaglegt samstarf ólíkara aðila innan velferðar- og menntakerfisins og vinnumiðlunar á vegum Vinnumálastofnunar. Bataskólinn er fyrir 18 ára og eldri sem eru með geðrænar áskoranir þar er upp á ýmis námskeið út frá batamiðaðri nálgun. Markmið endurhæfingar er ávallt að bæta lífsgæði fólks og styðja til þátttöku í samfélaginu á nýjan leik. Mikilvægt er að styðja notendur fjárhagsaðstoðar og þá sem eru að fóta sig í samfélaginu á nýjan leik eftir hvers kyns áföll, fíknisjúkdóma eða geðrænar áskoranir. Með öflugu Virknihúsi getur Reykjavíkurborg mætt þörfum fjölbreytts hóps með einstaklingsbundnari hætti. Öll eiga rétt á tækifæri til þátttöku í Reykjavík. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun