Ekki kasta krónunni Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 26. janúar 2022 18:30 Áskoranir nútímans eru margar, ein þeirra sem sækir ætíð á ungt fólk er sú færni að fara vel með eigið fé. Sé leitað á vef Alþingis eftir efnisorðinu fjármálalæsi koma fram ógrynni af ræðum, þingmálum og umsögnum þar sem hugtakið kemur fram, sérstaklega eftir hrun. Fjármálalæsi fær almennt mikið vægi í umræðunni, enda markmiðið með auknu fjármálalæsi skýrt; að efla vitund almennings á efnahagslegum atriðum, eykur hæfni og trú fólks á eigin getu til að bæta lífsgæði sín og færni til að taka upplýstar ákvarðanir um eigin fjárhag og byggja upp örugga framtíð sér og fjölskyldu sinni til handa. Fjármálalæsi snýst líka um að hjálpa fólki til sjálfshjálpar sem og tæki til að bæta félagslegar aðstæður og ekki síst til að veita stjórnvöldum aðhald. Er svo komið að fjármálalæsi er kennt í flestum grunn- og framhaldsskólum en gagnrýnd eru gæði kennslunnar, námsefnið og þeim tíma sem varið er í kennsluna. Námsárangur í fjármálalæsi er einnig sjaldnast metinn eins og aðrar námsgreinar. Í nýliðnum kosningunum fann ég mikinn áhuga unga fólksins á fjármálalæsi og flestir tóku undir að þetta væri eitthvað sem þyrfti að gefa meira vægi. Margir hverjir tengdu ekki við þá fjármálakennslu sem þeir fengu í skólanum og það er vert að veita því athygli og skoða vel hvað veldur. Ég vil vekja athygli á tveimur atriðum sem renna stoðum undir mikilvægi þess að við eflum verulega fjármálalæsi. Fyrra atriðið er áhrif covid á fjárhag unga fólksins. Það er mikilvægt að við hlúum vel að unga fólkinu okkar í kjölfar heimsfaraldursins en áhrif hans á fjárhag einstaklinga er okkur enn að fullu ókunn eins hve mismunandi efnahagsleg áhrifin hans leggjast á einstaklinga. Seinna atriðið er tenging fjármálalæsis við jafnrétti. Ein sterkustu rökin fyrir því að grípa málið föstum tökum er tengingin við jafnréttissjónarmið. Fái stúkur markvissa þjálfun í að fara með eigið fé leiðir það að auknu jafnrétti. Konur fara enn með minni hluta fés en karlar. Að efla fjármálalæsi byggir undir valdeflingu kvenna að taka ákvarðanir um eigið fjármagn, það umhverfi að einungis strákarnir tali saman um bitcoin og hlutabréfamarkaði þarf að verða að sameiginlegu spjalli allra kynja. Við þurfum því að stuðla að viðhorfsbreytingu gagnvart kynjaðri umræðu um fjármál. Ég fagna því að fram eru komnar sterkar ungar konur í atvinnulífinu sem hvetja til frekari þátttöku kvenna í fjármálageiranum og æðstu stöðum fyrirtækja og benda á mikilvægi þess að efla tengslanet sitt. Vísa ég sérstaklega til félagsskaparins Ungar Athafnakonur og svo Fortuna Invest. Ég vil eindregið hvetja allar konur til að kynna sér hin ýmsu fjárhagsmálefni. Fortuna Invest hafa sýnt að hægt er að nálgast fræðslu um fjárfestingar á skýran og aðgengilegan máta. Þröskuldurinn er enn til staðar og það þarf að vera markmið okkar að jafna hann við jörðu. Kveikjum áhuga stúlkna á fjármálum snemma og kyndum undir stjórnunarhæfileika þeirra í markvisst í skólakerfinu með fjármálakennslu. Lærdómurinn er sá að bæta þarf kennslu, þjálfun og færni í fjármálalæsi. Það er okkar skylda að styðja betur við faglega námsgagnaútgáfu um fjármál einstaklinga, heimila, fyrirtækja og hins opinbera. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Alþingi Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Áskoranir nútímans eru margar, ein þeirra sem sækir ætíð á ungt fólk er sú færni að fara vel með eigið fé. Sé leitað á vef Alþingis eftir efnisorðinu fjármálalæsi koma fram ógrynni af ræðum, þingmálum og umsögnum þar sem hugtakið kemur fram, sérstaklega eftir hrun. Fjármálalæsi fær almennt mikið vægi í umræðunni, enda markmiðið með auknu fjármálalæsi skýrt; að efla vitund almennings á efnahagslegum atriðum, eykur hæfni og trú fólks á eigin getu til að bæta lífsgæði sín og færni til að taka upplýstar ákvarðanir um eigin fjárhag og byggja upp örugga framtíð sér og fjölskyldu sinni til handa. Fjármálalæsi snýst líka um að hjálpa fólki til sjálfshjálpar sem og tæki til að bæta félagslegar aðstæður og ekki síst til að veita stjórnvöldum aðhald. Er svo komið að fjármálalæsi er kennt í flestum grunn- og framhaldsskólum en gagnrýnd eru gæði kennslunnar, námsefnið og þeim tíma sem varið er í kennsluna. Námsárangur í fjármálalæsi er einnig sjaldnast metinn eins og aðrar námsgreinar. Í nýliðnum kosningunum fann ég mikinn áhuga unga fólksins á fjármálalæsi og flestir tóku undir að þetta væri eitthvað sem þyrfti að gefa meira vægi. Margir hverjir tengdu ekki við þá fjármálakennslu sem þeir fengu í skólanum og það er vert að veita því athygli og skoða vel hvað veldur. Ég vil vekja athygli á tveimur atriðum sem renna stoðum undir mikilvægi þess að við eflum verulega fjármálalæsi. Fyrra atriðið er áhrif covid á fjárhag unga fólksins. Það er mikilvægt að við hlúum vel að unga fólkinu okkar í kjölfar heimsfaraldursins en áhrif hans á fjárhag einstaklinga er okkur enn að fullu ókunn eins hve mismunandi efnahagsleg áhrifin hans leggjast á einstaklinga. Seinna atriðið er tenging fjármálalæsis við jafnrétti. Ein sterkustu rökin fyrir því að grípa málið föstum tökum er tengingin við jafnréttissjónarmið. Fái stúkur markvissa þjálfun í að fara með eigið fé leiðir það að auknu jafnrétti. Konur fara enn með minni hluta fés en karlar. Að efla fjármálalæsi byggir undir valdeflingu kvenna að taka ákvarðanir um eigið fjármagn, það umhverfi að einungis strákarnir tali saman um bitcoin og hlutabréfamarkaði þarf að verða að sameiginlegu spjalli allra kynja. Við þurfum því að stuðla að viðhorfsbreytingu gagnvart kynjaðri umræðu um fjármál. Ég fagna því að fram eru komnar sterkar ungar konur í atvinnulífinu sem hvetja til frekari þátttöku kvenna í fjármálageiranum og æðstu stöðum fyrirtækja og benda á mikilvægi þess að efla tengslanet sitt. Vísa ég sérstaklega til félagsskaparins Ungar Athafnakonur og svo Fortuna Invest. Ég vil eindregið hvetja allar konur til að kynna sér hin ýmsu fjárhagsmálefni. Fortuna Invest hafa sýnt að hægt er að nálgast fræðslu um fjárfestingar á skýran og aðgengilegan máta. Þröskuldurinn er enn til staðar og það þarf að vera markmið okkar að jafna hann við jörðu. Kveikjum áhuga stúlkna á fjármálum snemma og kyndum undir stjórnunarhæfileika þeirra í markvisst í skólakerfinu með fjármálakennslu. Lærdómurinn er sá að bæta þarf kennslu, þjálfun og færni í fjármálalæsi. Það er okkar skylda að styðja betur við faglega námsgagnaútgáfu um fjármál einstaklinga, heimila, fyrirtækja og hins opinbera. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun