Laxeldisfyrirtæki á netaveiðum Elvar Örn Friðriksson skrifar 25. janúar 2022 14:02 Í gær birtust fréttir af því að enginn lax hefði veiðst í net í Reyðarfirði eftir að gat kom á sjókví þar. Í hvert skipti sem slysaslepping á sér stað er kastað út neti í stóran fjörð, látið liggja í dag eða tvo og þar með er viðbragðsáætlun lokið. Fréttir af þessu eru síðan notaðar til að sefa fólk og telja því trú um að fiskur hafi ekki sloppið. Því miður er það svo að engin leið er fyrir sjókvíaeldisfyrirtækin eða eftirlitsaðila að sannreyna það fyrr en slátrað er upp úr sjókvínni. Lax sleppur alltaf úr sjókvíum Lax sleppur alltaf úr sjókvíum. Það á sér ekki bara stað þegar stór göt uppgötvast á kvíum, heldur lekur jafnt og þétt úr kvíunum þann tíma sem þær eru í sjó. Í áhættumati erfðablöndunar sem Hafrannsóknarstofnun gerði er gert ráð fyrir því að 0,8 laxar sleppi fyrir hvert framleitt tonn. Þar er þó ekki tekið tillit til slysasleppinga og stórslysa sem því miður eru afar algengir atburðir í sjókvíaeldi. Nú eru áberandi fréttir um þá gríðarlegu aukningu sem er í sjókvíaeldi á Íslandi. Flestar fréttirnar fjalla um útflutningsverðmæti en aldrei er talað um þau neikvæðu umhverfisáhrif sem fylgja þessari aukningu. Framleiðsla í sjókvíum árið 2021 var um 44.500 tonn og í þessum ósköpum drápust um það bil þrjár milljónir laxa vegna aðstæðna í kvíunum. Skoðum þessar tölur aðeins. Ef að 0,8 laxar sleppa fyrir hvert tonn, þá má gera ráð fyrir því að ríflega 37.000 frjóir, erfðabættir, norskir eldislaxar hafa sloppið út í íslenska náttúru árið 2021. Þessir laxar hafa sama eðli og þeir villtu, þ.e. þegar tíminn kemur leita þeir að á til að ganga upp í og hrygna með þeim villtu. Þetta er það sem mun þynna út erfðaefni villtra stofna og á endanum valda því að þeir deyja út. Villti laxinn í Noregi á válista yfir tegund í útrýmingarhættu, út af sjókvíaeldi Í Noregi er tæplega 67 % þeirra áa sem eru vaktaðar orðnar erfðablandaðar vegna strokulaxa úr sjókvíum. Villti laxinn í Noregi er nú kominn á válista yfir dýrategundir í útrýmingarhættu. Nýjar rannsóknir sýna að það sama er upp á teningnum í Svíþjóð þrátt fyrir að árnar þar séu í órafjarlægð frá norskum sjókvíum. Jú það er nefnilega þannig að lax er með sporð, sama hvort hann er villtur eða alinn í sjókví. Núverandi stefna íslenskra stjórnvalda í sjókvíaeldi er ekkert annað en aðför að íslenskri náttúru og villtum stofnum. Látum ekki sefa okkur með fréttum af útflutningstekjum og dýrðardögum sjókvíaeldis. Stöndum vörð um náttúruna og villta laxinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær birtust fréttir af því að enginn lax hefði veiðst í net í Reyðarfirði eftir að gat kom á sjókví þar. Í hvert skipti sem slysaslepping á sér stað er kastað út neti í stóran fjörð, látið liggja í dag eða tvo og þar með er viðbragðsáætlun lokið. Fréttir af þessu eru síðan notaðar til að sefa fólk og telja því trú um að fiskur hafi ekki sloppið. Því miður er það svo að engin leið er fyrir sjókvíaeldisfyrirtækin eða eftirlitsaðila að sannreyna það fyrr en slátrað er upp úr sjókvínni. Lax sleppur alltaf úr sjókvíum Lax sleppur alltaf úr sjókvíum. Það á sér ekki bara stað þegar stór göt uppgötvast á kvíum, heldur lekur jafnt og þétt úr kvíunum þann tíma sem þær eru í sjó. Í áhættumati erfðablöndunar sem Hafrannsóknarstofnun gerði er gert ráð fyrir því að 0,8 laxar sleppi fyrir hvert framleitt tonn. Þar er þó ekki tekið tillit til slysasleppinga og stórslysa sem því miður eru afar algengir atburðir í sjókvíaeldi. Nú eru áberandi fréttir um þá gríðarlegu aukningu sem er í sjókvíaeldi á Íslandi. Flestar fréttirnar fjalla um útflutningsverðmæti en aldrei er talað um þau neikvæðu umhverfisáhrif sem fylgja þessari aukningu. Framleiðsla í sjókvíum árið 2021 var um 44.500 tonn og í þessum ósköpum drápust um það bil þrjár milljónir laxa vegna aðstæðna í kvíunum. Skoðum þessar tölur aðeins. Ef að 0,8 laxar sleppa fyrir hvert tonn, þá má gera ráð fyrir því að ríflega 37.000 frjóir, erfðabættir, norskir eldislaxar hafa sloppið út í íslenska náttúru árið 2021. Þessir laxar hafa sama eðli og þeir villtu, þ.e. þegar tíminn kemur leita þeir að á til að ganga upp í og hrygna með þeim villtu. Þetta er það sem mun þynna út erfðaefni villtra stofna og á endanum valda því að þeir deyja út. Villti laxinn í Noregi á válista yfir tegund í útrýmingarhættu, út af sjókvíaeldi Í Noregi er tæplega 67 % þeirra áa sem eru vaktaðar orðnar erfðablandaðar vegna strokulaxa úr sjókvíum. Villti laxinn í Noregi er nú kominn á válista yfir dýrategundir í útrýmingarhættu. Nýjar rannsóknir sýna að það sama er upp á teningnum í Svíþjóð þrátt fyrir að árnar þar séu í órafjarlægð frá norskum sjókvíum. Jú það er nefnilega þannig að lax er með sporð, sama hvort hann er villtur eða alinn í sjókví. Núverandi stefna íslenskra stjórnvalda í sjókvíaeldi er ekkert annað en aðför að íslenskri náttúru og villtum stofnum. Látum ekki sefa okkur með fréttum af útflutningstekjum og dýrðardögum sjókvíaeldis. Stöndum vörð um náttúruna og villta laxinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun