Björgunarpakki fyrir börn í faraldrinum – mannréttindi barna skert Ellen Calmon skrifar 19. janúar 2022 11:30 Á tímum faraldursins er mikilvægara en nokkurn tímann áður að huga sérstaklega að barnafjölskyldum. Þar er mikilvægast að huga að geðheilsu og virkni barna og ungmenna. Ég tel að veita þurfi barnafjölskyldum sérstakan stuðning til að komast í gegnum þær þrengingar sem margar þeirra búa við um þessar mundir, uppeldislega, andlega og félagslega. Líðan foreldra hefur áhrif á börnin Gera má ráð fyrir því að foreldrar og forsjáraðilar barna sem hafa misst vinnuna þurfi sérstakan stuðning. Þá má gera ráð fyrir því að á heimili þar sem fullorðna fólkið er atvinnulaust, mikið heima við, mögulega í áður óþekktum fjárhagslegum þrengingum og hefur ekki atvinnutengdum verkefnum til að dreifa, líði ekki vel. Það sama á við um foreldra sem eru langveikir eða örorkulífeyrisþegar þar sem börnin njóta mögulega ekki sömu þjónustu og áður, eru meira heima við, í síendurtekinni sóttkví eða þurfa að sæta einangrun. Þetta er breyttur veruleiki og reynist sumum barnafjölskyldum mjög þungur og getur haft verulega alvarlegar afleiðingar fyrir börnin, en tilkynningum til barnaverndaryfirvalda hefur fjölgað umtalsvert á tímum faraldursins og samkvæmt frétt RÚV frá 24. ágúst í fyrra hafði tilkynningum um kynferðisofbeldi gagnvart börnum fjölgað um 65%. Mannréttindum barna er ógnað Samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins segir að „…aðildarríki [skulu] veita foreldrum og lögráðamönnum viðeigandi aðstoð við að rækja uppeldisskyldur sínar…“. Í samningnum er líka talað um rétt barna til heilbrigðisþjónustu, náms, rétt til að stunda leiki, vera í tómstundum og frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum. Upptöldum réttindum barna er sannarlega ógnað á tímum faraldursins. Nú er mikilvægara en áður að við öll stöndum vörð um réttindi barna og gætum þess að þau njóti allra þeirra réttinda sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum og að foreldrar fái viðeigandi aðstoð. Skerðing á réttindum barna hefur verið töluverð á þessum fordæmalausu tímum. Réttur á góðu geði Biðlistar í geðheilbrigðisþjónustu barna hafa bara vaxið og munu eflaust fara vaxandi nú í faraldrinum og þegar honum að lokum slotar. Síendurtekin vonbrigði, raskanir á daglegu lífi, takmarkanir, einangrun og áföll barna í faraldrinum munu hafa neikvæðar afleiðingar í för með sér á líf og geðheilbrigði þeirra og sumar munu ekki koma fram fyrr en síðar á lífsleiðinni. Eina leiðin til að sporna við þessum neikvæðu afleiðingum er að grípa til strax aðgerða. Skömm ríkisins er mikil í þessum efnum Úr skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2016 segir að langir biðlistar barna eftir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu séu óviðunandi og þar sé ríkið að ganga gegn lögbundum skyldum þess. Þá segir einnig að þessi langa bið stefni velferð barna og langtímahagsmunum þeirra í tvísýnu. Biðlistar á Þroska- og hegðunarstöð ríkisins eru geigvænlegir og hafa bara lengst síðust ár þrátt fyrir ámælingar Ríkisendurskoðunar. Sveitarfélögin að sligast Sveitarfélögin í landinu sem sinna nærþjónustu við börn í skóla- og frístundastarfi og velferðarþjónustu eru að sligast undan álagi og auknum kostnaði. Starfsfólk á þessum sviðum hefur staðið vaktina langt umfram það sem eðilegt þykir og á það þökk og hrós skilið fyrir þeirra óeigingjarna framlag. Álag og kostnaður sveitarfélaga hefur aukist svo um munar og erfitt getur reynst að mæta grunnþörfum í þjónustu. Ríkið verður að stíga inn og útbúa aðgerðarpakka fyrir sveitarfélögin svo hægt sé að koma til móts við þá auknu þjónustuþyngd sem við okkur blasir þannig að hægt sé að tryggja rétt barna til að vaxa og dafna. Mér finnst mikilvægara nú en nokkurn tímann áður að styrkja barnavernd, standa vörð um réttindi barna og gæta að virkni og geðheilbrigði þeirra. Einungis þannig getur sú kynslóð vaxið sterkari út úr faraldrinum. Sterkari kynslóð þýðir öflugra samfélag og öflugri framtíð. Ég kalla hér með eftir tafarlausum aðgerðum ríkisstjórnarinnar til handa börnum! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkinginnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Borgarstjórn Geðheilbrigði Réttindi barna Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Á tímum faraldursins er mikilvægara en nokkurn tímann áður að huga sérstaklega að barnafjölskyldum. Þar er mikilvægast að huga að geðheilsu og virkni barna og ungmenna. Ég tel að veita þurfi barnafjölskyldum sérstakan stuðning til að komast í gegnum þær þrengingar sem margar þeirra búa við um þessar mundir, uppeldislega, andlega og félagslega. Líðan foreldra hefur áhrif á börnin Gera má ráð fyrir því að foreldrar og forsjáraðilar barna sem hafa misst vinnuna þurfi sérstakan stuðning. Þá má gera ráð fyrir því að á heimili þar sem fullorðna fólkið er atvinnulaust, mikið heima við, mögulega í áður óþekktum fjárhagslegum þrengingum og hefur ekki atvinnutengdum verkefnum til að dreifa, líði ekki vel. Það sama á við um foreldra sem eru langveikir eða örorkulífeyrisþegar þar sem börnin njóta mögulega ekki sömu þjónustu og áður, eru meira heima við, í síendurtekinni sóttkví eða þurfa að sæta einangrun. Þetta er breyttur veruleiki og reynist sumum barnafjölskyldum mjög þungur og getur haft verulega alvarlegar afleiðingar fyrir börnin, en tilkynningum til barnaverndaryfirvalda hefur fjölgað umtalsvert á tímum faraldursins og samkvæmt frétt RÚV frá 24. ágúst í fyrra hafði tilkynningum um kynferðisofbeldi gagnvart börnum fjölgað um 65%. Mannréttindum barna er ógnað Samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins segir að „…aðildarríki [skulu] veita foreldrum og lögráðamönnum viðeigandi aðstoð við að rækja uppeldisskyldur sínar…“. Í samningnum er líka talað um rétt barna til heilbrigðisþjónustu, náms, rétt til að stunda leiki, vera í tómstundum og frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum. Upptöldum réttindum barna er sannarlega ógnað á tímum faraldursins. Nú er mikilvægara en áður að við öll stöndum vörð um réttindi barna og gætum þess að þau njóti allra þeirra réttinda sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum og að foreldrar fái viðeigandi aðstoð. Skerðing á réttindum barna hefur verið töluverð á þessum fordæmalausu tímum. Réttur á góðu geði Biðlistar í geðheilbrigðisþjónustu barna hafa bara vaxið og munu eflaust fara vaxandi nú í faraldrinum og þegar honum að lokum slotar. Síendurtekin vonbrigði, raskanir á daglegu lífi, takmarkanir, einangrun og áföll barna í faraldrinum munu hafa neikvæðar afleiðingar í för með sér á líf og geðheilbrigði þeirra og sumar munu ekki koma fram fyrr en síðar á lífsleiðinni. Eina leiðin til að sporna við þessum neikvæðu afleiðingum er að grípa til strax aðgerða. Skömm ríkisins er mikil í þessum efnum Úr skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2016 segir að langir biðlistar barna eftir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu séu óviðunandi og þar sé ríkið að ganga gegn lögbundum skyldum þess. Þá segir einnig að þessi langa bið stefni velferð barna og langtímahagsmunum þeirra í tvísýnu. Biðlistar á Þroska- og hegðunarstöð ríkisins eru geigvænlegir og hafa bara lengst síðust ár þrátt fyrir ámælingar Ríkisendurskoðunar. Sveitarfélögin að sligast Sveitarfélögin í landinu sem sinna nærþjónustu við börn í skóla- og frístundastarfi og velferðarþjónustu eru að sligast undan álagi og auknum kostnaði. Starfsfólk á þessum sviðum hefur staðið vaktina langt umfram það sem eðilegt þykir og á það þökk og hrós skilið fyrir þeirra óeigingjarna framlag. Álag og kostnaður sveitarfélaga hefur aukist svo um munar og erfitt getur reynst að mæta grunnþörfum í þjónustu. Ríkið verður að stíga inn og útbúa aðgerðarpakka fyrir sveitarfélögin svo hægt sé að koma til móts við þá auknu þjónustuþyngd sem við okkur blasir þannig að hægt sé að tryggja rétt barna til að vaxa og dafna. Mér finnst mikilvægara nú en nokkurn tímann áður að styrkja barnavernd, standa vörð um réttindi barna og gæta að virkni og geðheilbrigði þeirra. Einungis þannig getur sú kynslóð vaxið sterkari út úr faraldrinum. Sterkari kynslóð þýðir öflugra samfélag og öflugri framtíð. Ég kalla hér með eftir tafarlausum aðgerðum ríkisstjórnarinnar til handa börnum! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkinginnar.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun