Um misopin bréf til skólafólks Ragnar Þór Pétursson skrifar 13. janúar 2022 08:30 Margrét Pétursdóttir skrifar opið bréf til skólastjórnenda í Sunnulækjarskóla á Selfossi þar sem hún biður um umfjöllun um það efni sem tekið er til umfjöllunar í skólum landsins í námi með ungmennum. Hún telur ákvörðun um að nota íslensku sjónvarpsþættina Brot vera mjög misráðna enda sé um að ræða umfjöllunarefni sem geti skaðað viðkvæm börn, þrátt fyrir fyrirheit kennara um að gæta varfærni. Þetta opna bréf birtist fáum dögum eftir að skólafólk hefur móttekið straum bréfa frá reiðu fólki sem telur að hin fyrrnefndu hafi gerst sek um hræðilega glæpi gegn börnum með því að hindra ekki bólusetningar. Það er fullkomlega eðlilegt að almenningur, foreldrar og hagaðilar hafi skoðanir á skólastarfi og námsefni. Það er líka eðlilegt að koma slíkum skoðunum á framfæri og ég tek undir ósk Margrétar um málefnalega umræðu. Að stórum hluta er samfélagið sjálft umfjöllunarefni skólanna. Þeir hafa það að frumtilgangi að undirbúa nemendur fyrir líf í lýðræðislegu samfélagi. Það hefur orðið allnokkuð erfiðara að finna uppbyggilega fleti á þeirri meginkröfu eftir því sem samfélagið hefur orðið aðgreindara og óumburðarlyndara. Í skólum vinna kennarar sem eru mjög áfram um að vanda störf sín jafnvel við mjög krefjandi aðstæður. Þeim ber að fylgja markmiðum aðalnámskrár og ein leið til þess er að hugsa út fyrir kassann og tengja námið við veruleika nemendanna. Kennarar eru fagfólk sem við getum verið stolt af. Í þeim tilfellum sem hér ræðir um er annarsvegar gerð athugasemd við það að notað sé sem kveikja sjónvarpsefni sem í erlendum efnisveitum er flokkað sem bannað börnum og hinsvegar við það að kennarar beiti sér ekki gegn bólusetningum. Fyrst hið fyrra: Þættirnir Brot, sem Sunnulækjarskóli á Selfossi, notar sem kveikju í náminu, voru sýndir á RÚV og við það tækifæri var búin til skapandi verkefnasmiðja sem meðal annars snerist um það að setja sig í spor lögreglu við lausn glæpa. Nemendur gátu horft á þættina í Sjónvarpinu en þar voru þeir kynntir þannig að atriði í þáttunum væru ekki við hæfi ungra barna (sjá hér). Í hinum hefðbundna íslenska skilningi felur það í sér að þættirnir séu bannaðir innan 12 ára. Slíkt efni hlýtur að vera eðlilegt að nýta í kennslu þeirra nemenda sem hér um ræðir (nemendur voru í sjöunda bekk) - það er eðlileg viðleitni skóla til að brúa bilið yfir í menningu samtíma síns. Nú veit ég ekki hvort þættirnir sem Margrét vísar til á Netflix séu aðrir þættir en þeir sem sýndir voru á Íslandi og ég geri ráð fyrir því að við því yrði brugðist ef svo væri. En umfjöllunarefnin sem Margrét talar um væru þau sömu, þar á meðal ofbeldið sem rætt er um. En hvort það er tilefni til opins bréfs í fjölmiðlum að útlönd hafi aðra staðla um áhorfsaldur en Íslendingar og að það sé barnaverndarmál ef kennarar gangi gegn hinum erlendu stöðlum verða aðrir að dæma um en ég. Mér þykir býsna djúpt tekið í árinni. Þvert á móti hefði ég haldið að hér gæfist tilvalið tækifæri til að fjalla um og taka á viðkvæmu máli á faglegan hátt. Erfið mál eru viðfangsefni skólanna. Um andúð á bólusetningum og tilraunir til að draga kennara inn í þá samfélagsdeilu sem ólgar og brennur er það að segja að grunnhugmyndin um lýðræðislegan skóla mun aldrei passa inn í samfélag sem ekki virðir lýðræðið. Fólk á rétt á allskonar skoðunum og eðlilegt er að það hafi vettvang til að tjá þær. Þú mátt trúa því að jörðin sé innan við fimm þúsund ára gömul og að sóttvarnarlæknir sé handbendi lyfjafyrirtækja. En þú hefur ekki rétt á að reisa múra þinna eigin skoðana utan um börnin þín. Þau eiga sjálfstæðan rétt á menntun. Til þeirra sem sinna henni á að gera miklar kröfur og þau sem kenna eiga að gera til sín miklar kröfur. Menntun á Íslandi er ekki fullkomin - enda er ekkert fullkomið sem á rætur sínar í raunveruleikanum. Henni er hinsvegar sinnt af metnaðarfullu fólki sem svo sannarlega reynir að gera sitt besta. Það á betra skilið en svo að sitja reglulega undir tundurskeytum vantrausts frá samfélaginu. Við höfum séð hvað verður um menntakerfin í slíkri menningu. Þau fordæmi eru til að varast. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Skóla - og menntamál Grunnskólar Árborg Börn og uppeldi Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Margrét Pétursdóttir skrifar opið bréf til skólastjórnenda í Sunnulækjarskóla á Selfossi þar sem hún biður um umfjöllun um það efni sem tekið er til umfjöllunar í skólum landsins í námi með ungmennum. Hún telur ákvörðun um að nota íslensku sjónvarpsþættina Brot vera mjög misráðna enda sé um að ræða umfjöllunarefni sem geti skaðað viðkvæm börn, þrátt fyrir fyrirheit kennara um að gæta varfærni. Þetta opna bréf birtist fáum dögum eftir að skólafólk hefur móttekið straum bréfa frá reiðu fólki sem telur að hin fyrrnefndu hafi gerst sek um hræðilega glæpi gegn börnum með því að hindra ekki bólusetningar. Það er fullkomlega eðlilegt að almenningur, foreldrar og hagaðilar hafi skoðanir á skólastarfi og námsefni. Það er líka eðlilegt að koma slíkum skoðunum á framfæri og ég tek undir ósk Margrétar um málefnalega umræðu. Að stórum hluta er samfélagið sjálft umfjöllunarefni skólanna. Þeir hafa það að frumtilgangi að undirbúa nemendur fyrir líf í lýðræðislegu samfélagi. Það hefur orðið allnokkuð erfiðara að finna uppbyggilega fleti á þeirri meginkröfu eftir því sem samfélagið hefur orðið aðgreindara og óumburðarlyndara. Í skólum vinna kennarar sem eru mjög áfram um að vanda störf sín jafnvel við mjög krefjandi aðstæður. Þeim ber að fylgja markmiðum aðalnámskrár og ein leið til þess er að hugsa út fyrir kassann og tengja námið við veruleika nemendanna. Kennarar eru fagfólk sem við getum verið stolt af. Í þeim tilfellum sem hér ræðir um er annarsvegar gerð athugasemd við það að notað sé sem kveikja sjónvarpsefni sem í erlendum efnisveitum er flokkað sem bannað börnum og hinsvegar við það að kennarar beiti sér ekki gegn bólusetningum. Fyrst hið fyrra: Þættirnir Brot, sem Sunnulækjarskóli á Selfossi, notar sem kveikju í náminu, voru sýndir á RÚV og við það tækifæri var búin til skapandi verkefnasmiðja sem meðal annars snerist um það að setja sig í spor lögreglu við lausn glæpa. Nemendur gátu horft á þættina í Sjónvarpinu en þar voru þeir kynntir þannig að atriði í þáttunum væru ekki við hæfi ungra barna (sjá hér). Í hinum hefðbundna íslenska skilningi felur það í sér að þættirnir séu bannaðir innan 12 ára. Slíkt efni hlýtur að vera eðlilegt að nýta í kennslu þeirra nemenda sem hér um ræðir (nemendur voru í sjöunda bekk) - það er eðlileg viðleitni skóla til að brúa bilið yfir í menningu samtíma síns. Nú veit ég ekki hvort þættirnir sem Margrét vísar til á Netflix séu aðrir þættir en þeir sem sýndir voru á Íslandi og ég geri ráð fyrir því að við því yrði brugðist ef svo væri. En umfjöllunarefnin sem Margrét talar um væru þau sömu, þar á meðal ofbeldið sem rætt er um. En hvort það er tilefni til opins bréfs í fjölmiðlum að útlönd hafi aðra staðla um áhorfsaldur en Íslendingar og að það sé barnaverndarmál ef kennarar gangi gegn hinum erlendu stöðlum verða aðrir að dæma um en ég. Mér þykir býsna djúpt tekið í árinni. Þvert á móti hefði ég haldið að hér gæfist tilvalið tækifæri til að fjalla um og taka á viðkvæmu máli á faglegan hátt. Erfið mál eru viðfangsefni skólanna. Um andúð á bólusetningum og tilraunir til að draga kennara inn í þá samfélagsdeilu sem ólgar og brennur er það að segja að grunnhugmyndin um lýðræðislegan skóla mun aldrei passa inn í samfélag sem ekki virðir lýðræðið. Fólk á rétt á allskonar skoðunum og eðlilegt er að það hafi vettvang til að tjá þær. Þú mátt trúa því að jörðin sé innan við fimm þúsund ára gömul og að sóttvarnarlæknir sé handbendi lyfjafyrirtækja. En þú hefur ekki rétt á að reisa múra þinna eigin skoðana utan um börnin þín. Þau eiga sjálfstæðan rétt á menntun. Til þeirra sem sinna henni á að gera miklar kröfur og þau sem kenna eiga að gera til sín miklar kröfur. Menntun á Íslandi er ekki fullkomin - enda er ekkert fullkomið sem á rætur sínar í raunveruleikanum. Henni er hinsvegar sinnt af metnaðarfullu fólki sem svo sannarlega reynir að gera sitt besta. Það á betra skilið en svo að sitja reglulega undir tundurskeytum vantrausts frá samfélaginu. Við höfum séð hvað verður um menntakerfin í slíkri menningu. Þau fordæmi eru til að varast. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar