Að standa með þolendum Hólmfríður Árnadóttir skrifar 6. janúar 2022 19:30 Það er mikilvægt að standa með þolendum. Það er jafnréttismál og kvenréttindabarátta í hnotskurn þótt vissulega séu þolendur af öllum kynjum. Hvert einasta fyrirtæki og stofnun á að gera áætlun og vera með skýra verkferla um hvaða aðgerða er gripið til komi upp kvörtun, ábending eða rökstuddur grunur um að einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundið áreitni eða ofbeldi hafi átt eða eigi sér stað. Það verða alltaf að fylgja aðgerðir þegar slík mál koma upp og þær aðgerðir að vera skýrar og skilvirkar. Lögreglu ber að upplýsa um refsivert athæfi og alltaf skal þolandi njóta vafans, alltaf. Byltingin er hafin, gerendur mega vara sig. Ég mun alltaf trúa og standa með þolendum. Ég mun alltaf og sannarlega segja mína skoðun um málefni þolenda nú sem og hingað til. Í slíkum málum er nefnilega ekki hægt að vera hlutlaus, það er ekki hægt að sitja hjá og gera ekki neitt. Það er afar erfitt að horfa upp á þær þungu byrðar sem þolendur eru látnir sitja uppi með. Við þurfum að tryggja miklu betri réttarstöðu þeirra með lagabreytingum, markvissum aðgerðum og um leið efla lögregluna til að taka á þessum málum af mannúð, virðingu og vandvirkni. Það á enginn að þurfa að opinbera sín viðkvæmustu mál á samfélagsmiðlum til að ná fram réttlæti og málsumfjöllun. Að samfélagið ýti undir slíkt og það sé það eina sem þolendur sjá í stöðunni er fáránlegt og engri manneskju bjóðandi. Nú er kominn tími þolenda, að við virðum þeirra upplifanir, fordæmum ofbeldi og það óréttlæti sem þolendur hafa búið við árum og öldum saman með aðgerðum. Þolendur, ég veit þið eruð þreytt en umfram allt ekki þagna. Við erum ótalmörg sem stöndum með ykkur. Höfundur er menntunarfræðingur og bandamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Hólmfríður Árnadóttir MeToo Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt að standa með þolendum. Það er jafnréttismál og kvenréttindabarátta í hnotskurn þótt vissulega séu þolendur af öllum kynjum. Hvert einasta fyrirtæki og stofnun á að gera áætlun og vera með skýra verkferla um hvaða aðgerða er gripið til komi upp kvörtun, ábending eða rökstuddur grunur um að einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundið áreitni eða ofbeldi hafi átt eða eigi sér stað. Það verða alltaf að fylgja aðgerðir þegar slík mál koma upp og þær aðgerðir að vera skýrar og skilvirkar. Lögreglu ber að upplýsa um refsivert athæfi og alltaf skal þolandi njóta vafans, alltaf. Byltingin er hafin, gerendur mega vara sig. Ég mun alltaf trúa og standa með þolendum. Ég mun alltaf og sannarlega segja mína skoðun um málefni þolenda nú sem og hingað til. Í slíkum málum er nefnilega ekki hægt að vera hlutlaus, það er ekki hægt að sitja hjá og gera ekki neitt. Það er afar erfitt að horfa upp á þær þungu byrðar sem þolendur eru látnir sitja uppi með. Við þurfum að tryggja miklu betri réttarstöðu þeirra með lagabreytingum, markvissum aðgerðum og um leið efla lögregluna til að taka á þessum málum af mannúð, virðingu og vandvirkni. Það á enginn að þurfa að opinbera sín viðkvæmustu mál á samfélagsmiðlum til að ná fram réttlæti og málsumfjöllun. Að samfélagið ýti undir slíkt og það sé það eina sem þolendur sjá í stöðunni er fáránlegt og engri manneskju bjóðandi. Nú er kominn tími þolenda, að við virðum þeirra upplifanir, fordæmum ofbeldi og það óréttlæti sem þolendur hafa búið við árum og öldum saman með aðgerðum. Þolendur, ég veit þið eruð þreytt en umfram allt ekki þagna. Við erum ótalmörg sem stöndum með ykkur. Höfundur er menntunarfræðingur og bandamaður.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar