Allt í rusli – en samt ekki Jóhann Viðar Jóhannsson skrifar 4. janúar 2022 08:01 Eitt af úrlausnarefnum þess samfélags sem við búum í er losun og eyðing á rusli. Við höfum um árabil urðað rusl en munum hætta því innan fárra ára. Fram undan bíða okkur því áskoranir um hvernig við ætlum að losa okkur við það rusl sem við óhjákvæmilega skiljum eftir okkur og þá skiptir máli að horfa til gagnlegra og umhverfisvænna lausna sem eru til þess fallnar að bæta líf okkar og nánast umhverfi. Á liðnum árum hafa orðið miklar framfarir á tæknibúnaði, verklagi og aðferðum til að bæta umhverfið og takast á við þá loftslagsvá sem öllum er kunn – samhliða aukinni þekkingu og meðvitund almennings. Bæði heimili og fyrirtæki flokka rusl og huga að endurvinnslu, matarsóun hefur minnkað, fólk leitar leiða til að kolefnisfótspor sitt, eftirspurn eftir umhverfisvænni bifreiðum hefur aukist og þannig mætti áfram telja. Íslendingar láta sig umhverfis- og loftslagsmál varða og við viljum flest leggja okkar af mörkum til að gæta umhverfinu, hvort sem er í heimabyggð eða á heimsvísu. Við viljum öll gera betur í umhverfis- og loftslagsmálum og því er mikilvægt að horfa til raunverulegra lausna til lengri tíma. Úrlausnarefnið felst í því að horfa hvort í senn til umhverfisvænna og hagkvæmra lausna. Framtíðin felst í brennslu Hér erum við nú, sem betur fer, að hverfa frá því að urða rusl. Við þurfum þó að finna nýjar lausnir því manninum er óhjákvæmilegt að skilja eftir sig rusl. Besta leiðin, og sú sem við ættum að horfa til, er að brenna rusl í þar til gerðum sorpbrennslustöðvum, svokölluðum WTE-stöðvum (e. Waste-To-Energy). Komið hafa fram hugmyndir um að flytja sorp til brennslu erlendis, til dæmis í Svíþjóð, en það er óumhverfisvæn leið sem skilur eftir sig stór kolefnisfótspor. Auk þess er óvíst hversu lengi erlend ríki geta tekið við sorpi til brennslu frá Íslandi, þar sem öll vestræn ríki munu til lengri tíma eiga nóg með að farga því sorpi sem fellur til heima fyrir. Útflutningur á sorpi til brennslu felur því ekki í sér langtímalausn fyrir Íslendinga. Byggingin sorpbrennslustöðva á Íslandi yrði mikið framfaraskref fyrir land og þjóð. Jafnvel þó að hugað verði enn frekar að flokkun og endurvinnslu úrgangs sem fellur til hjá heimilum og fyrirtækjum, og þó að enn frekari framfarir verði í hugsunarhætti heimila og fyrirtækja þegar kemur að neyslu, verður alltaf til sorp sem ekki er hægt að endurvinna og þarf að fara sína leið í hringrásarkerfinu. Góð reynsla erlendis Hátæknisorpbrennslustöðvar farga ekki bara rusli með umhverfisvænum hætti, heldur hafa þær einnig þann kost að framleiða orku. Hér höfum við því færi á því að farga sorpi með hætti sem felur í sér aukna orkuframleiðslu og bætt lífskjör víða um land, til að mynda á köldum svæðum sem ekki njóta náttúrulegs jarðvarma fyrir hitaveitu. Yfir 2.000 WTE-stöðvar eru starfræktar í heiminum, margar hverjar á Norðurlöndunum og meginlandi Evrópu. Fyrir utan að farga sorpi frá heimilum og fyrirtækjum framleiða þær flestar orku fyrir nærliggjandi svæði. Sú orka nýtist hvort í senn til raforkuframleiðslu og fyrir varmaveitur. Sú aska sem fellur til frá stöðvunum er meðal annars notuð í vegi, göngu- og hjólreiðastíga eða aðra innviði. Íslendingar væru því ekki að finna upp hjólið hvað þessa lausn varðar en við værum þó að leggja grunn að lausn sem myndi nýtast okkur öllum til lengri tíma, bæði hvað sorpeyðingu varðar sem og þá umhverfisvænu orkuframleiðslu sem henni fylgir. Hver stöð gæti þannig framleitt á bilinu 2-5kW af rafmagni eftir stærð sorpbrennsluofna, sem hlýtur að teljast góð viðbót við þá framleiðslu sem nú er til staðar og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Ég er sannfærður um að með uppbyggingu sorpbrennslustöðva verðum við vel í stakk búin til að takast á við þau úrlausnarefni sem fyrir okkur liggja í sorpeyðingu og um leið aukinni orkuframleiðslu hér á landi. Ég vona að stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, horfi á málin með sambærilegum hætti. Höfundur er vélvirki og áhugamaður um umhverfisvænar framtíðarlausnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Eitt af úrlausnarefnum þess samfélags sem við búum í er losun og eyðing á rusli. Við höfum um árabil urðað rusl en munum hætta því innan fárra ára. Fram undan bíða okkur því áskoranir um hvernig við ætlum að losa okkur við það rusl sem við óhjákvæmilega skiljum eftir okkur og þá skiptir máli að horfa til gagnlegra og umhverfisvænna lausna sem eru til þess fallnar að bæta líf okkar og nánast umhverfi. Á liðnum árum hafa orðið miklar framfarir á tæknibúnaði, verklagi og aðferðum til að bæta umhverfið og takast á við þá loftslagsvá sem öllum er kunn – samhliða aukinni þekkingu og meðvitund almennings. Bæði heimili og fyrirtæki flokka rusl og huga að endurvinnslu, matarsóun hefur minnkað, fólk leitar leiða til að kolefnisfótspor sitt, eftirspurn eftir umhverfisvænni bifreiðum hefur aukist og þannig mætti áfram telja. Íslendingar láta sig umhverfis- og loftslagsmál varða og við viljum flest leggja okkar af mörkum til að gæta umhverfinu, hvort sem er í heimabyggð eða á heimsvísu. Við viljum öll gera betur í umhverfis- og loftslagsmálum og því er mikilvægt að horfa til raunverulegra lausna til lengri tíma. Úrlausnarefnið felst í því að horfa hvort í senn til umhverfisvænna og hagkvæmra lausna. Framtíðin felst í brennslu Hér erum við nú, sem betur fer, að hverfa frá því að urða rusl. Við þurfum þó að finna nýjar lausnir því manninum er óhjákvæmilegt að skilja eftir sig rusl. Besta leiðin, og sú sem við ættum að horfa til, er að brenna rusl í þar til gerðum sorpbrennslustöðvum, svokölluðum WTE-stöðvum (e. Waste-To-Energy). Komið hafa fram hugmyndir um að flytja sorp til brennslu erlendis, til dæmis í Svíþjóð, en það er óumhverfisvæn leið sem skilur eftir sig stór kolefnisfótspor. Auk þess er óvíst hversu lengi erlend ríki geta tekið við sorpi til brennslu frá Íslandi, þar sem öll vestræn ríki munu til lengri tíma eiga nóg með að farga því sorpi sem fellur til heima fyrir. Útflutningur á sorpi til brennslu felur því ekki í sér langtímalausn fyrir Íslendinga. Byggingin sorpbrennslustöðva á Íslandi yrði mikið framfaraskref fyrir land og þjóð. Jafnvel þó að hugað verði enn frekar að flokkun og endurvinnslu úrgangs sem fellur til hjá heimilum og fyrirtækjum, og þó að enn frekari framfarir verði í hugsunarhætti heimila og fyrirtækja þegar kemur að neyslu, verður alltaf til sorp sem ekki er hægt að endurvinna og þarf að fara sína leið í hringrásarkerfinu. Góð reynsla erlendis Hátæknisorpbrennslustöðvar farga ekki bara rusli með umhverfisvænum hætti, heldur hafa þær einnig þann kost að framleiða orku. Hér höfum við því færi á því að farga sorpi með hætti sem felur í sér aukna orkuframleiðslu og bætt lífskjör víða um land, til að mynda á köldum svæðum sem ekki njóta náttúrulegs jarðvarma fyrir hitaveitu. Yfir 2.000 WTE-stöðvar eru starfræktar í heiminum, margar hverjar á Norðurlöndunum og meginlandi Evrópu. Fyrir utan að farga sorpi frá heimilum og fyrirtækjum framleiða þær flestar orku fyrir nærliggjandi svæði. Sú orka nýtist hvort í senn til raforkuframleiðslu og fyrir varmaveitur. Sú aska sem fellur til frá stöðvunum er meðal annars notuð í vegi, göngu- og hjólreiðastíga eða aðra innviði. Íslendingar væru því ekki að finna upp hjólið hvað þessa lausn varðar en við værum þó að leggja grunn að lausn sem myndi nýtast okkur öllum til lengri tíma, bæði hvað sorpeyðingu varðar sem og þá umhverfisvænu orkuframleiðslu sem henni fylgir. Hver stöð gæti þannig framleitt á bilinu 2-5kW af rafmagni eftir stærð sorpbrennsluofna, sem hlýtur að teljast góð viðbót við þá framleiðslu sem nú er til staðar og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Ég er sannfærður um að með uppbyggingu sorpbrennslustöðva verðum við vel í stakk búin til að takast á við þau úrlausnarefni sem fyrir okkur liggja í sorpeyðingu og um leið aukinni orkuframleiðslu hér á landi. Ég vona að stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, horfi á málin með sambærilegum hætti. Höfundur er vélvirki og áhugamaður um umhverfisvænar framtíðarlausnir.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun