Allt í rusli – en samt ekki Jóhann Viðar Jóhannsson skrifar 4. janúar 2022 08:01 Eitt af úrlausnarefnum þess samfélags sem við búum í er losun og eyðing á rusli. Við höfum um árabil urðað rusl en munum hætta því innan fárra ára. Fram undan bíða okkur því áskoranir um hvernig við ætlum að losa okkur við það rusl sem við óhjákvæmilega skiljum eftir okkur og þá skiptir máli að horfa til gagnlegra og umhverfisvænna lausna sem eru til þess fallnar að bæta líf okkar og nánast umhverfi. Á liðnum árum hafa orðið miklar framfarir á tæknibúnaði, verklagi og aðferðum til að bæta umhverfið og takast á við þá loftslagsvá sem öllum er kunn – samhliða aukinni þekkingu og meðvitund almennings. Bæði heimili og fyrirtæki flokka rusl og huga að endurvinnslu, matarsóun hefur minnkað, fólk leitar leiða til að kolefnisfótspor sitt, eftirspurn eftir umhverfisvænni bifreiðum hefur aukist og þannig mætti áfram telja. Íslendingar láta sig umhverfis- og loftslagsmál varða og við viljum flest leggja okkar af mörkum til að gæta umhverfinu, hvort sem er í heimabyggð eða á heimsvísu. Við viljum öll gera betur í umhverfis- og loftslagsmálum og því er mikilvægt að horfa til raunverulegra lausna til lengri tíma. Úrlausnarefnið felst í því að horfa hvort í senn til umhverfisvænna og hagkvæmra lausna. Framtíðin felst í brennslu Hér erum við nú, sem betur fer, að hverfa frá því að urða rusl. Við þurfum þó að finna nýjar lausnir því manninum er óhjákvæmilegt að skilja eftir sig rusl. Besta leiðin, og sú sem við ættum að horfa til, er að brenna rusl í þar til gerðum sorpbrennslustöðvum, svokölluðum WTE-stöðvum (e. Waste-To-Energy). Komið hafa fram hugmyndir um að flytja sorp til brennslu erlendis, til dæmis í Svíþjóð, en það er óumhverfisvæn leið sem skilur eftir sig stór kolefnisfótspor. Auk þess er óvíst hversu lengi erlend ríki geta tekið við sorpi til brennslu frá Íslandi, þar sem öll vestræn ríki munu til lengri tíma eiga nóg með að farga því sorpi sem fellur til heima fyrir. Útflutningur á sorpi til brennslu felur því ekki í sér langtímalausn fyrir Íslendinga. Byggingin sorpbrennslustöðva á Íslandi yrði mikið framfaraskref fyrir land og þjóð. Jafnvel þó að hugað verði enn frekar að flokkun og endurvinnslu úrgangs sem fellur til hjá heimilum og fyrirtækjum, og þó að enn frekari framfarir verði í hugsunarhætti heimila og fyrirtækja þegar kemur að neyslu, verður alltaf til sorp sem ekki er hægt að endurvinna og þarf að fara sína leið í hringrásarkerfinu. Góð reynsla erlendis Hátæknisorpbrennslustöðvar farga ekki bara rusli með umhverfisvænum hætti, heldur hafa þær einnig þann kost að framleiða orku. Hér höfum við því færi á því að farga sorpi með hætti sem felur í sér aukna orkuframleiðslu og bætt lífskjör víða um land, til að mynda á köldum svæðum sem ekki njóta náttúrulegs jarðvarma fyrir hitaveitu. Yfir 2.000 WTE-stöðvar eru starfræktar í heiminum, margar hverjar á Norðurlöndunum og meginlandi Evrópu. Fyrir utan að farga sorpi frá heimilum og fyrirtækjum framleiða þær flestar orku fyrir nærliggjandi svæði. Sú orka nýtist hvort í senn til raforkuframleiðslu og fyrir varmaveitur. Sú aska sem fellur til frá stöðvunum er meðal annars notuð í vegi, göngu- og hjólreiðastíga eða aðra innviði. Íslendingar væru því ekki að finna upp hjólið hvað þessa lausn varðar en við værum þó að leggja grunn að lausn sem myndi nýtast okkur öllum til lengri tíma, bæði hvað sorpeyðingu varðar sem og þá umhverfisvænu orkuframleiðslu sem henni fylgir. Hver stöð gæti þannig framleitt á bilinu 2-5kW af rafmagni eftir stærð sorpbrennsluofna, sem hlýtur að teljast góð viðbót við þá framleiðslu sem nú er til staðar og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Ég er sannfærður um að með uppbyggingu sorpbrennslustöðva verðum við vel í stakk búin til að takast á við þau úrlausnarefni sem fyrir okkur liggja í sorpeyðingu og um leið aukinni orkuframleiðslu hér á landi. Ég vona að stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, horfi á málin með sambærilegum hætti. Höfundur er vélvirki og áhugamaður um umhverfisvænar framtíðarlausnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af úrlausnarefnum þess samfélags sem við búum í er losun og eyðing á rusli. Við höfum um árabil urðað rusl en munum hætta því innan fárra ára. Fram undan bíða okkur því áskoranir um hvernig við ætlum að losa okkur við það rusl sem við óhjákvæmilega skiljum eftir okkur og þá skiptir máli að horfa til gagnlegra og umhverfisvænna lausna sem eru til þess fallnar að bæta líf okkar og nánast umhverfi. Á liðnum árum hafa orðið miklar framfarir á tæknibúnaði, verklagi og aðferðum til að bæta umhverfið og takast á við þá loftslagsvá sem öllum er kunn – samhliða aukinni þekkingu og meðvitund almennings. Bæði heimili og fyrirtæki flokka rusl og huga að endurvinnslu, matarsóun hefur minnkað, fólk leitar leiða til að kolefnisfótspor sitt, eftirspurn eftir umhverfisvænni bifreiðum hefur aukist og þannig mætti áfram telja. Íslendingar láta sig umhverfis- og loftslagsmál varða og við viljum flest leggja okkar af mörkum til að gæta umhverfinu, hvort sem er í heimabyggð eða á heimsvísu. Við viljum öll gera betur í umhverfis- og loftslagsmálum og því er mikilvægt að horfa til raunverulegra lausna til lengri tíma. Úrlausnarefnið felst í því að horfa hvort í senn til umhverfisvænna og hagkvæmra lausna. Framtíðin felst í brennslu Hér erum við nú, sem betur fer, að hverfa frá því að urða rusl. Við þurfum þó að finna nýjar lausnir því manninum er óhjákvæmilegt að skilja eftir sig rusl. Besta leiðin, og sú sem við ættum að horfa til, er að brenna rusl í þar til gerðum sorpbrennslustöðvum, svokölluðum WTE-stöðvum (e. Waste-To-Energy). Komið hafa fram hugmyndir um að flytja sorp til brennslu erlendis, til dæmis í Svíþjóð, en það er óumhverfisvæn leið sem skilur eftir sig stór kolefnisfótspor. Auk þess er óvíst hversu lengi erlend ríki geta tekið við sorpi til brennslu frá Íslandi, þar sem öll vestræn ríki munu til lengri tíma eiga nóg með að farga því sorpi sem fellur til heima fyrir. Útflutningur á sorpi til brennslu felur því ekki í sér langtímalausn fyrir Íslendinga. Byggingin sorpbrennslustöðva á Íslandi yrði mikið framfaraskref fyrir land og þjóð. Jafnvel þó að hugað verði enn frekar að flokkun og endurvinnslu úrgangs sem fellur til hjá heimilum og fyrirtækjum, og þó að enn frekari framfarir verði í hugsunarhætti heimila og fyrirtækja þegar kemur að neyslu, verður alltaf til sorp sem ekki er hægt að endurvinna og þarf að fara sína leið í hringrásarkerfinu. Góð reynsla erlendis Hátæknisorpbrennslustöðvar farga ekki bara rusli með umhverfisvænum hætti, heldur hafa þær einnig þann kost að framleiða orku. Hér höfum við því færi á því að farga sorpi með hætti sem felur í sér aukna orkuframleiðslu og bætt lífskjör víða um land, til að mynda á köldum svæðum sem ekki njóta náttúrulegs jarðvarma fyrir hitaveitu. Yfir 2.000 WTE-stöðvar eru starfræktar í heiminum, margar hverjar á Norðurlöndunum og meginlandi Evrópu. Fyrir utan að farga sorpi frá heimilum og fyrirtækjum framleiða þær flestar orku fyrir nærliggjandi svæði. Sú orka nýtist hvort í senn til raforkuframleiðslu og fyrir varmaveitur. Sú aska sem fellur til frá stöðvunum er meðal annars notuð í vegi, göngu- og hjólreiðastíga eða aðra innviði. Íslendingar væru því ekki að finna upp hjólið hvað þessa lausn varðar en við værum þó að leggja grunn að lausn sem myndi nýtast okkur öllum til lengri tíma, bæði hvað sorpeyðingu varðar sem og þá umhverfisvænu orkuframleiðslu sem henni fylgir. Hver stöð gæti þannig framleitt á bilinu 2-5kW af rafmagni eftir stærð sorpbrennsluofna, sem hlýtur að teljast góð viðbót við þá framleiðslu sem nú er til staðar og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Ég er sannfærður um að með uppbyggingu sorpbrennslustöðva verðum við vel í stakk búin til að takast á við þau úrlausnarefni sem fyrir okkur liggja í sorpeyðingu og um leið aukinni orkuframleiðslu hér á landi. Ég vona að stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, horfi á málin með sambærilegum hætti. Höfundur er vélvirki og áhugamaður um umhverfisvænar framtíðarlausnir.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun