Allt í rusli – en samt ekki Jóhann Viðar Jóhannsson skrifar 4. janúar 2022 08:01 Eitt af úrlausnarefnum þess samfélags sem við búum í er losun og eyðing á rusli. Við höfum um árabil urðað rusl en munum hætta því innan fárra ára. Fram undan bíða okkur því áskoranir um hvernig við ætlum að losa okkur við það rusl sem við óhjákvæmilega skiljum eftir okkur og þá skiptir máli að horfa til gagnlegra og umhverfisvænna lausna sem eru til þess fallnar að bæta líf okkar og nánast umhverfi. Á liðnum árum hafa orðið miklar framfarir á tæknibúnaði, verklagi og aðferðum til að bæta umhverfið og takast á við þá loftslagsvá sem öllum er kunn – samhliða aukinni þekkingu og meðvitund almennings. Bæði heimili og fyrirtæki flokka rusl og huga að endurvinnslu, matarsóun hefur minnkað, fólk leitar leiða til að kolefnisfótspor sitt, eftirspurn eftir umhverfisvænni bifreiðum hefur aukist og þannig mætti áfram telja. Íslendingar láta sig umhverfis- og loftslagsmál varða og við viljum flest leggja okkar af mörkum til að gæta umhverfinu, hvort sem er í heimabyggð eða á heimsvísu. Við viljum öll gera betur í umhverfis- og loftslagsmálum og því er mikilvægt að horfa til raunverulegra lausna til lengri tíma. Úrlausnarefnið felst í því að horfa hvort í senn til umhverfisvænna og hagkvæmra lausna. Framtíðin felst í brennslu Hér erum við nú, sem betur fer, að hverfa frá því að urða rusl. Við þurfum þó að finna nýjar lausnir því manninum er óhjákvæmilegt að skilja eftir sig rusl. Besta leiðin, og sú sem við ættum að horfa til, er að brenna rusl í þar til gerðum sorpbrennslustöðvum, svokölluðum WTE-stöðvum (e. Waste-To-Energy). Komið hafa fram hugmyndir um að flytja sorp til brennslu erlendis, til dæmis í Svíþjóð, en það er óumhverfisvæn leið sem skilur eftir sig stór kolefnisfótspor. Auk þess er óvíst hversu lengi erlend ríki geta tekið við sorpi til brennslu frá Íslandi, þar sem öll vestræn ríki munu til lengri tíma eiga nóg með að farga því sorpi sem fellur til heima fyrir. Útflutningur á sorpi til brennslu felur því ekki í sér langtímalausn fyrir Íslendinga. Byggingin sorpbrennslustöðva á Íslandi yrði mikið framfaraskref fyrir land og þjóð. Jafnvel þó að hugað verði enn frekar að flokkun og endurvinnslu úrgangs sem fellur til hjá heimilum og fyrirtækjum, og þó að enn frekari framfarir verði í hugsunarhætti heimila og fyrirtækja þegar kemur að neyslu, verður alltaf til sorp sem ekki er hægt að endurvinna og þarf að fara sína leið í hringrásarkerfinu. Góð reynsla erlendis Hátæknisorpbrennslustöðvar farga ekki bara rusli með umhverfisvænum hætti, heldur hafa þær einnig þann kost að framleiða orku. Hér höfum við því færi á því að farga sorpi með hætti sem felur í sér aukna orkuframleiðslu og bætt lífskjör víða um land, til að mynda á köldum svæðum sem ekki njóta náttúrulegs jarðvarma fyrir hitaveitu. Yfir 2.000 WTE-stöðvar eru starfræktar í heiminum, margar hverjar á Norðurlöndunum og meginlandi Evrópu. Fyrir utan að farga sorpi frá heimilum og fyrirtækjum framleiða þær flestar orku fyrir nærliggjandi svæði. Sú orka nýtist hvort í senn til raforkuframleiðslu og fyrir varmaveitur. Sú aska sem fellur til frá stöðvunum er meðal annars notuð í vegi, göngu- og hjólreiðastíga eða aðra innviði. Íslendingar væru því ekki að finna upp hjólið hvað þessa lausn varðar en við værum þó að leggja grunn að lausn sem myndi nýtast okkur öllum til lengri tíma, bæði hvað sorpeyðingu varðar sem og þá umhverfisvænu orkuframleiðslu sem henni fylgir. Hver stöð gæti þannig framleitt á bilinu 2-5kW af rafmagni eftir stærð sorpbrennsluofna, sem hlýtur að teljast góð viðbót við þá framleiðslu sem nú er til staðar og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Ég er sannfærður um að með uppbyggingu sorpbrennslustöðva verðum við vel í stakk búin til að takast á við þau úrlausnarefni sem fyrir okkur liggja í sorpeyðingu og um leið aukinni orkuframleiðslu hér á landi. Ég vona að stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, horfi á málin með sambærilegum hætti. Höfundur er vélvirki og áhugamaður um umhverfisvænar framtíðarlausnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af úrlausnarefnum þess samfélags sem við búum í er losun og eyðing á rusli. Við höfum um árabil urðað rusl en munum hætta því innan fárra ára. Fram undan bíða okkur því áskoranir um hvernig við ætlum að losa okkur við það rusl sem við óhjákvæmilega skiljum eftir okkur og þá skiptir máli að horfa til gagnlegra og umhverfisvænna lausna sem eru til þess fallnar að bæta líf okkar og nánast umhverfi. Á liðnum árum hafa orðið miklar framfarir á tæknibúnaði, verklagi og aðferðum til að bæta umhverfið og takast á við þá loftslagsvá sem öllum er kunn – samhliða aukinni þekkingu og meðvitund almennings. Bæði heimili og fyrirtæki flokka rusl og huga að endurvinnslu, matarsóun hefur minnkað, fólk leitar leiða til að kolefnisfótspor sitt, eftirspurn eftir umhverfisvænni bifreiðum hefur aukist og þannig mætti áfram telja. Íslendingar láta sig umhverfis- og loftslagsmál varða og við viljum flest leggja okkar af mörkum til að gæta umhverfinu, hvort sem er í heimabyggð eða á heimsvísu. Við viljum öll gera betur í umhverfis- og loftslagsmálum og því er mikilvægt að horfa til raunverulegra lausna til lengri tíma. Úrlausnarefnið felst í því að horfa hvort í senn til umhverfisvænna og hagkvæmra lausna. Framtíðin felst í brennslu Hér erum við nú, sem betur fer, að hverfa frá því að urða rusl. Við þurfum þó að finna nýjar lausnir því manninum er óhjákvæmilegt að skilja eftir sig rusl. Besta leiðin, og sú sem við ættum að horfa til, er að brenna rusl í þar til gerðum sorpbrennslustöðvum, svokölluðum WTE-stöðvum (e. Waste-To-Energy). Komið hafa fram hugmyndir um að flytja sorp til brennslu erlendis, til dæmis í Svíþjóð, en það er óumhverfisvæn leið sem skilur eftir sig stór kolefnisfótspor. Auk þess er óvíst hversu lengi erlend ríki geta tekið við sorpi til brennslu frá Íslandi, þar sem öll vestræn ríki munu til lengri tíma eiga nóg með að farga því sorpi sem fellur til heima fyrir. Útflutningur á sorpi til brennslu felur því ekki í sér langtímalausn fyrir Íslendinga. Byggingin sorpbrennslustöðva á Íslandi yrði mikið framfaraskref fyrir land og þjóð. Jafnvel þó að hugað verði enn frekar að flokkun og endurvinnslu úrgangs sem fellur til hjá heimilum og fyrirtækjum, og þó að enn frekari framfarir verði í hugsunarhætti heimila og fyrirtækja þegar kemur að neyslu, verður alltaf til sorp sem ekki er hægt að endurvinna og þarf að fara sína leið í hringrásarkerfinu. Góð reynsla erlendis Hátæknisorpbrennslustöðvar farga ekki bara rusli með umhverfisvænum hætti, heldur hafa þær einnig þann kost að framleiða orku. Hér höfum við því færi á því að farga sorpi með hætti sem felur í sér aukna orkuframleiðslu og bætt lífskjör víða um land, til að mynda á köldum svæðum sem ekki njóta náttúrulegs jarðvarma fyrir hitaveitu. Yfir 2.000 WTE-stöðvar eru starfræktar í heiminum, margar hverjar á Norðurlöndunum og meginlandi Evrópu. Fyrir utan að farga sorpi frá heimilum og fyrirtækjum framleiða þær flestar orku fyrir nærliggjandi svæði. Sú orka nýtist hvort í senn til raforkuframleiðslu og fyrir varmaveitur. Sú aska sem fellur til frá stöðvunum er meðal annars notuð í vegi, göngu- og hjólreiðastíga eða aðra innviði. Íslendingar væru því ekki að finna upp hjólið hvað þessa lausn varðar en við værum þó að leggja grunn að lausn sem myndi nýtast okkur öllum til lengri tíma, bæði hvað sorpeyðingu varðar sem og þá umhverfisvænu orkuframleiðslu sem henni fylgir. Hver stöð gæti þannig framleitt á bilinu 2-5kW af rafmagni eftir stærð sorpbrennsluofna, sem hlýtur að teljast góð viðbót við þá framleiðslu sem nú er til staðar og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Ég er sannfærður um að með uppbyggingu sorpbrennslustöðva verðum við vel í stakk búin til að takast á við þau úrlausnarefni sem fyrir okkur liggja í sorpeyðingu og um leið aukinni orkuframleiðslu hér á landi. Ég vona að stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, horfi á málin með sambærilegum hætti. Höfundur er vélvirki og áhugamaður um umhverfisvænar framtíðarlausnir.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun