Gott samfélag þarf góðar almannatryggingar Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 3. janúar 2022 13:30 Almannatryggingakerfið okkar stenst ekki þær kröfur sem við hljótum að gera í velferðarþjóðfélagi á 21. öld. Það heldur tekjulægsta fólkinu í fátækt frekar en að verja afkomuöryggi og mannlega reisn okkar allra. Við verðum að breyta því. Forgangsaðgerð ríkisstjórnarinnar í almannatryggingamálum, og eina haldfasta aðgerðin sem getið er um í stjórnarsáttmála flokkanna, kom til framkvæmda núna um áramótin og felur í sér að frítekjumark atvinnutekna hjá ellilífeyrisþegum tvöfaldast úr 100 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund krónur. Með þessari breytingu er frítekjumark atvinnutekna orðið átta sinnum hærra heldur en almenna frítekjumarkið, það frítekjumark sem tekur til greiðslna úr lífeyrissjóðum og skiptir máli fyrir allan þorra eftirlaunafólks á Íslandi. Almenna frítekjumarkið verður áfram aðeins 25 þúsund krónur og allar lífeyrissjóðstekjur umfram þá fjárhæð koma til skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar. Miðgildi lífeyrissjóðstekna hjá eldri konum er um 150 þúsund krónur á mánuði. Af slíkum lífeyrissparnaði situr aðeins þriðjungur eftir sem auknar ráðstöfunartekjur en 100 þúsund krónur renna til ríkisins vegna skatta og skerðinga. Jaðarskattbyrðin er þannig 67 prósent. Eldra fólk sem getur ekki unnið lengur situr fast í þessu skerðingarkerfi sem er gjörólíkt því sem þekkist í velferðarríkjum sem við erum vön að bera okkur saman við. Þann 15. desember óskaði ég eftir því á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að tekið yrði saman minnisblað um hvernig ábatinn af tvöföldun frítekjumarks atvinnutekna dreifist eftir tekjutíundum og kyni og jafnframt hvernig ábatinn myndi dreifast ef almenna frítekjumarkið yrði hækkað. Niðurstaða félagsmálaráðuneytisins og Tryggingastofnunar er sú að einungis um 1.279 manns (3% aldraðra) hafa beinan ávinning af hækkun frítekjumarks atvinnutekna, þar af 67% karlar og 33% konur. Mesti ávinningurinn er hjá tekjuhæstu 10% eldra fólks en tekjulægri 70% finna varla fyrir breytingunni. Öll skref sem stigin væru til hækkunar hins almenna frítekjumarks myndu dreifast miklu jafnar eftir tekjum og kyni. Engu að síður var þetta niðurstaða stjórnarmeirihlutans: að nú væri brýnast að styðja sérstaklega við tekjuhærri hópana og karla fremur en konur. Um leið var enn einu sinni tekin pólitísk ákvörðun um áframhaldandi kjaragliðnun; að láta kjör tekjulægstu lífeyrisþega dragast aftur úr lágmarkskjörum á vinnumarkaði. Samkvæmt mælaborði Tryggingastofnunar þurfa um 14 þúsund lífeyrisþegar að draga fram lífið á minna en 300 þúsund krónum á mánuði fyrir skatt. 80% öryrkja segjast eiga erfitt með að ná endum saman samkvæmt nýlegri skýrslu Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, og mun hærra hlutfall eldri borgara á í erfiðleikum með að ná endum saman á Íslandi heldur en á hinum Norðurlöndunum samkvæmt gögnum Eurostat. Eins og rakið er í skýrslu Stefáns Ólafssonar og Stefáns Andra Stefánssonar um kjör lífeyrisþega finnst vart það land í heiminum þar sem tekjutengdar skerðingar eru eins miklar og á Íslandi. Þá er ójöfnuður meðal eldri borgara meiri á Íslandi en meðal almennings almennt, ólíkt því sem tíðkast í nágrannalöndum eins og Noregi, Danmörku og Finnlandi þar sem þessu er öfugt farið. Nærtækasta leiðin til að sporna gegn fátækt og ójöfnuði meðal lífeyrisþega er að hækka grunnbætur almannatrygginga og sjá til þess að skerðingar bíti ekki jafn neðarlega í tekjustiganum og raun ber vitni. Um þetta og fleira gátu fjórir ólíkir stjórnarandstöðuflokkar sameinast í fjárlagaumræðunni núna í desember með sameiginlegum breytingatillögum í fjárlaganefnd og sameiginlegu nefndaráliti í efnahags- og viðskiptanefnd. Samstaða og þrýstingur stjórnarandstöðuflokkanna átti stóran þátt í því að Alþingi samþykkti 53 þúsund króna eingreiðslu til öryrkja í desember og tók frá 250 milljónir króna til niðurgreiðslu almennrar sálfræðiþjónustu árið 2022. Hins vegar felldu þingmenn Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins tillögur okkar um að stöðva kjaragliðnun milli launa og lífeyris og draga úr skerðingum vegna atvinnutekna öryrkja. Baráttan heldur áfram og eitt mikilvægasta verkefni nýs árs er að berja fram breytingar í átt að réttlátara almannatryggingakerfi sem við getum öll verið stolt af. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Félagsmál Alþingi Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Almannatryggingakerfið okkar stenst ekki þær kröfur sem við hljótum að gera í velferðarþjóðfélagi á 21. öld. Það heldur tekjulægsta fólkinu í fátækt frekar en að verja afkomuöryggi og mannlega reisn okkar allra. Við verðum að breyta því. Forgangsaðgerð ríkisstjórnarinnar í almannatryggingamálum, og eina haldfasta aðgerðin sem getið er um í stjórnarsáttmála flokkanna, kom til framkvæmda núna um áramótin og felur í sér að frítekjumark atvinnutekna hjá ellilífeyrisþegum tvöfaldast úr 100 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund krónur. Með þessari breytingu er frítekjumark atvinnutekna orðið átta sinnum hærra heldur en almenna frítekjumarkið, það frítekjumark sem tekur til greiðslna úr lífeyrissjóðum og skiptir máli fyrir allan þorra eftirlaunafólks á Íslandi. Almenna frítekjumarkið verður áfram aðeins 25 þúsund krónur og allar lífeyrissjóðstekjur umfram þá fjárhæð koma til skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar. Miðgildi lífeyrissjóðstekna hjá eldri konum er um 150 þúsund krónur á mánuði. Af slíkum lífeyrissparnaði situr aðeins þriðjungur eftir sem auknar ráðstöfunartekjur en 100 þúsund krónur renna til ríkisins vegna skatta og skerðinga. Jaðarskattbyrðin er þannig 67 prósent. Eldra fólk sem getur ekki unnið lengur situr fast í þessu skerðingarkerfi sem er gjörólíkt því sem þekkist í velferðarríkjum sem við erum vön að bera okkur saman við. Þann 15. desember óskaði ég eftir því á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að tekið yrði saman minnisblað um hvernig ábatinn af tvöföldun frítekjumarks atvinnutekna dreifist eftir tekjutíundum og kyni og jafnframt hvernig ábatinn myndi dreifast ef almenna frítekjumarkið yrði hækkað. Niðurstaða félagsmálaráðuneytisins og Tryggingastofnunar er sú að einungis um 1.279 manns (3% aldraðra) hafa beinan ávinning af hækkun frítekjumarks atvinnutekna, þar af 67% karlar og 33% konur. Mesti ávinningurinn er hjá tekjuhæstu 10% eldra fólks en tekjulægri 70% finna varla fyrir breytingunni. Öll skref sem stigin væru til hækkunar hins almenna frítekjumarks myndu dreifast miklu jafnar eftir tekjum og kyni. Engu að síður var þetta niðurstaða stjórnarmeirihlutans: að nú væri brýnast að styðja sérstaklega við tekjuhærri hópana og karla fremur en konur. Um leið var enn einu sinni tekin pólitísk ákvörðun um áframhaldandi kjaragliðnun; að láta kjör tekjulægstu lífeyrisþega dragast aftur úr lágmarkskjörum á vinnumarkaði. Samkvæmt mælaborði Tryggingastofnunar þurfa um 14 þúsund lífeyrisþegar að draga fram lífið á minna en 300 þúsund krónum á mánuði fyrir skatt. 80% öryrkja segjast eiga erfitt með að ná endum saman samkvæmt nýlegri skýrslu Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, og mun hærra hlutfall eldri borgara á í erfiðleikum með að ná endum saman á Íslandi heldur en á hinum Norðurlöndunum samkvæmt gögnum Eurostat. Eins og rakið er í skýrslu Stefáns Ólafssonar og Stefáns Andra Stefánssonar um kjör lífeyrisþega finnst vart það land í heiminum þar sem tekjutengdar skerðingar eru eins miklar og á Íslandi. Þá er ójöfnuður meðal eldri borgara meiri á Íslandi en meðal almennings almennt, ólíkt því sem tíðkast í nágrannalöndum eins og Noregi, Danmörku og Finnlandi þar sem þessu er öfugt farið. Nærtækasta leiðin til að sporna gegn fátækt og ójöfnuði meðal lífeyrisþega er að hækka grunnbætur almannatrygginga og sjá til þess að skerðingar bíti ekki jafn neðarlega í tekjustiganum og raun ber vitni. Um þetta og fleira gátu fjórir ólíkir stjórnarandstöðuflokkar sameinast í fjárlagaumræðunni núna í desember með sameiginlegum breytingatillögum í fjárlaganefnd og sameiginlegu nefndaráliti í efnahags- og viðskiptanefnd. Samstaða og þrýstingur stjórnarandstöðuflokkanna átti stóran þátt í því að Alþingi samþykkti 53 þúsund króna eingreiðslu til öryrkja í desember og tók frá 250 milljónir króna til niðurgreiðslu almennrar sálfræðiþjónustu árið 2022. Hins vegar felldu þingmenn Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins tillögur okkar um að stöðva kjaragliðnun milli launa og lífeyris og draga úr skerðingum vegna atvinnutekna öryrkja. Baráttan heldur áfram og eitt mikilvægasta verkefni nýs árs er að berja fram breytingar í átt að réttlátara almannatryggingakerfi sem við getum öll verið stolt af. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun