Opið bréf til jólasveinanna: Hættið að gefa í skóinn Árný Elínborg skrifar 28. desember 2021 15:00 Kæru jólasveinar, Um miðjan desember heyrði ég á tal þriggja barna sem voru að tala um gjafir í skóinn. Þau voru að bera saman bækur sínar og kom þá í ljós verulegur munur á gjöfum. Eitt barnið fékk ekki gjöf, ekki einu sinni kartöflu, annað barnið fékk hóflega gjöf en það þriðja fékk gjöf sem er dýrari en flestar jólagjafir. Þegar ljóst var hvernig gjafir þau hefðu fengið sló smá þögn á þau sem fengu minna og sá sem ekkert fékk var bersýnilega svekktur. „Varstu óþekkur?“ spurði sú sem fékk þá hóflegri. „Ég veit það ekki,“ svaraði strákurinn. Síðan fór allt samtalið í að ræða risastóra gjöf þess þriðja í þaula. Kæru jólasveinar, krakkarnir véfengdu ekki fyrirkomulagið. Ég held að fæst börn færu að véfengja jólasveininn. Foreldrar þeirra hafa kennt þeim að setja ykkur á stall, um jólin sé fátt meira spennandi en þið. Börn eru líka að læra á samfélagið og taka því oft bara eins og það er. Þau treysta okkur sem fullorðin eru til þess að kenna þeim á heiminn. En líklegt er að þau taki þetta inn á sig og taki sök, eins og börn gera oft. Þau sem ekkert fá eða fá minna en hin sitja líklegast eftir með skilaboð um að frammi fyrir ykkur þykji þau síðri en önnur börn. Ég held að í fæstum tilvikum setji þau ábyrgðina á ykkur, þau spyrji frekar - af hverju þau séu ekki eins góð og hin börnin? Þau hafi jafnvel lagt sig fram við að haga sér svo vel. Þegar ég horfi á þetta sem fullorðin tek ég eftir að þetta virðist ekki vera tilviljunarkennt á milli barna. Þau börn sem eiga efnaða foreldra virðast oft fá miklu stærri gjafir en hin. Það finnst mér nokkuð ósanngjarnt, hvað segir efnahagur foreldra þeirra um hvort þau hafi hegðað sé vel í desember eða ekki? Nú er það svo að góðir kennarar hafa í áratugi biðlað til ykkar að gefa öllum börnum hóflegt og jafnt í skóinn. En það virðist ekki virka. Ástæðan er einföld, í heildina þá trúið þið ekki á jöfnuð og réttlæti. Það munu alltaf vera börn sem fá miklu meira frá ykkur en hin, og önnur sem fá miklu minna eða ekkert. Af hverju ætti samsetning ykkar að vera eitthvað öðruvísi en samfélagsins okkar í heild. Það trúa ekki allir á Íslandi á jöfnuð og réttlæti. Sérstaklega á þessum tímum þar sem bilið hefur breikkað svo mikið á milli fólks. Ég vil því leggja eitt til. Ég vil biðja ykkur að hætta bara alfarið að gefa börnum í skóinn. Það er hægt að halda í hefðina, en láta foreldrunum það bara eftir. Þið getið samt alveg ennþá komið til byggða og skellt hurðum, stolið skyri, sníkt kerti osfrv. Við tökum ykkur líka fagnandi á jólaskemmtanir. En kannski séu gjafirnar í skóinn ykkur ofviða sem heild. Ég geri mér grein fyrir að um þetta verði samningaviðræður ykkar á milli, og milli ykkar og foreldra. En hugsið allavega málið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Börn og uppeldi Jólasveinar Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Sjá meira
Kæru jólasveinar, Um miðjan desember heyrði ég á tal þriggja barna sem voru að tala um gjafir í skóinn. Þau voru að bera saman bækur sínar og kom þá í ljós verulegur munur á gjöfum. Eitt barnið fékk ekki gjöf, ekki einu sinni kartöflu, annað barnið fékk hóflega gjöf en það þriðja fékk gjöf sem er dýrari en flestar jólagjafir. Þegar ljóst var hvernig gjafir þau hefðu fengið sló smá þögn á þau sem fengu minna og sá sem ekkert fékk var bersýnilega svekktur. „Varstu óþekkur?“ spurði sú sem fékk þá hóflegri. „Ég veit það ekki,“ svaraði strákurinn. Síðan fór allt samtalið í að ræða risastóra gjöf þess þriðja í þaula. Kæru jólasveinar, krakkarnir véfengdu ekki fyrirkomulagið. Ég held að fæst börn færu að véfengja jólasveininn. Foreldrar þeirra hafa kennt þeim að setja ykkur á stall, um jólin sé fátt meira spennandi en þið. Börn eru líka að læra á samfélagið og taka því oft bara eins og það er. Þau treysta okkur sem fullorðin eru til þess að kenna þeim á heiminn. En líklegt er að þau taki þetta inn á sig og taki sök, eins og börn gera oft. Þau sem ekkert fá eða fá minna en hin sitja líklegast eftir með skilaboð um að frammi fyrir ykkur þykji þau síðri en önnur börn. Ég held að í fæstum tilvikum setji þau ábyrgðina á ykkur, þau spyrji frekar - af hverju þau séu ekki eins góð og hin börnin? Þau hafi jafnvel lagt sig fram við að haga sér svo vel. Þegar ég horfi á þetta sem fullorðin tek ég eftir að þetta virðist ekki vera tilviljunarkennt á milli barna. Þau börn sem eiga efnaða foreldra virðast oft fá miklu stærri gjafir en hin. Það finnst mér nokkuð ósanngjarnt, hvað segir efnahagur foreldra þeirra um hvort þau hafi hegðað sé vel í desember eða ekki? Nú er það svo að góðir kennarar hafa í áratugi biðlað til ykkar að gefa öllum börnum hóflegt og jafnt í skóinn. En það virðist ekki virka. Ástæðan er einföld, í heildina þá trúið þið ekki á jöfnuð og réttlæti. Það munu alltaf vera börn sem fá miklu meira frá ykkur en hin, og önnur sem fá miklu minna eða ekkert. Af hverju ætti samsetning ykkar að vera eitthvað öðruvísi en samfélagsins okkar í heild. Það trúa ekki allir á Íslandi á jöfnuð og réttlæti. Sérstaklega á þessum tímum þar sem bilið hefur breikkað svo mikið á milli fólks. Ég vil því leggja eitt til. Ég vil biðja ykkur að hætta bara alfarið að gefa börnum í skóinn. Það er hægt að halda í hefðina, en láta foreldrunum það bara eftir. Þið getið samt alveg ennþá komið til byggða og skellt hurðum, stolið skyri, sníkt kerti osfrv. Við tökum ykkur líka fagnandi á jólaskemmtanir. En kannski séu gjafirnar í skóinn ykkur ofviða sem heild. Ég geri mér grein fyrir að um þetta verði samningaviðræður ykkar á milli, og milli ykkar og foreldra. En hugsið allavega málið.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun