Körfubolti

Elvar Már stýrði sóknar­leiknum í stór­sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elvar Már í leik með Antwerp Giants.
Elvar Már í leik með Antwerp Giants. HLN

Elvar Már Friðriksson átti góðan leik er lið hans Antwerp Giants vann stórsigur á Liége í belgísku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag, lokatölur 87-66.

Það tók heimamenn nokkuð langan tíma að hrista gestina af sér þó Risarnir frá Antwerp hafi alltaf verið skrefi á undan, staðan í hálfleik 50-44 heimamönnum í vil. 

Það var svo í síðari hálfleik þar sem munurinn jókst statt og stöðugt en gestirnir skoruðu til að mynda aðeins sex stig í fjórða leikhluta. Fór það svo að Elvar Már og félagar unnu einkar öruggan 21 stigs sigur, lokatölur 87-66. 

Þó Elvar Már hafi oft skorað meira en hann gerði í dag þá stýrði hann sóknarleik sinna manna eins og honum einum er lagið á meðan hann var á vellinum.

Elvar Már spilaði 21 mínútu, rúman helming leiksins. Skoraði Njarðvíkingurinn knái sex stig og gaf níu stoðsendingar ásamt því að taka fjögur fráköst.

Antwerp hefur leikið vel á leiktíðinni og er sem stendur í 2. sæti belgísku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×