Kári: Nú eru nokkrir leikmenn komnir með tattú af báðum bikurum á fæturna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2021 09:31 Kári Árnason fagnar hér Íslandsmeistaratitlinum með félögum sínum í Víkingsliðinu. Vísir/Hulda Margrét Kári Árnason átti ótrúlegt lokaár á ferli sínum þegar Víkingar urðu Íslands- og bikarmeistarar. Hann og Sölvi Geir Ottesen voru að kveðja æskufélagið sitt og úr varð ævintýri sem seint verður endurtekið. Íslensk knattspyrna 2021 er komin út og þar er meðal annars stórt viðtal við Kára Árnason. Hann ræðir þar meðal annars samskipti sín og Sölva við hina fjölmörgu ungu leikmenn liðsins. „Þegar við sáum að við yrðum í toppbaráttu sögðum við Sölvi: Við klárum þetta. Við drögum þá á eyrunum í gegnum þetta. Mótiverum alla. Við höfðum líka lært aðeins betur hvernig ætti að mótivera strákana. Hætta að skammast í þeim fyrir nýliðamistök og átta okkur á að þeir voru bara 19-20 ára gamlir,“ sagði Kári Árnason í viðtalinu við Víði Sigurðsson. „Það er ótrúlegt hvað þeir voru tilbúnir að hlusta á okkur. Ég talaði mikið um leikstjórnun, Sölvi reyndi að rífa menn áfram og halda þeim við efnið. Ég held að þetta hafi hjálpað og þeir hafi séð að við ættum séns. Núna eru nokkrir leikmenn komnir með tattú af báðum bikurum á fæturna!,“ sagði Kári. „Þessi árangur verður aldrei nokkurn tíma tekinn af okkur. Nú segi ég við yngri strákana: Ég vona að þið eigið allir frábæran feril, farið út ef þið viljið og við munum hjálpa ykkur eins mikið og við getum. Þeir eru orðnir Víkingar til lífstíðar. Ég er sem yfirmaður knattspyrnumála tilbúinn að hjálpa þeim með sinn feril og taka réttar ákvarðanir, ef þeir kæra sig um þá hjálp. Nú hafa þeir unnið stóru titlana með Víkingi og þeir geta komið í Víking þegar þeir snúa aftur heim,“ sagði Kári í þessu litla broti úr viðtalinu. Það má síðan finna allt viðtalið í Íslensk knattspyrna sem var 41. bókin í bókaflokknum og sú fertugasta sem Víðir skrifar sjálfur. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Íslensk knattspyrna 2021 er komin út og þar er meðal annars stórt viðtal við Kára Árnason. Hann ræðir þar meðal annars samskipti sín og Sölva við hina fjölmörgu ungu leikmenn liðsins. „Þegar við sáum að við yrðum í toppbaráttu sögðum við Sölvi: Við klárum þetta. Við drögum þá á eyrunum í gegnum þetta. Mótiverum alla. Við höfðum líka lært aðeins betur hvernig ætti að mótivera strákana. Hætta að skammast í þeim fyrir nýliðamistök og átta okkur á að þeir voru bara 19-20 ára gamlir,“ sagði Kári Árnason í viðtalinu við Víði Sigurðsson. „Það er ótrúlegt hvað þeir voru tilbúnir að hlusta á okkur. Ég talaði mikið um leikstjórnun, Sölvi reyndi að rífa menn áfram og halda þeim við efnið. Ég held að þetta hafi hjálpað og þeir hafi séð að við ættum séns. Núna eru nokkrir leikmenn komnir með tattú af báðum bikurum á fæturna!,“ sagði Kári. „Þessi árangur verður aldrei nokkurn tíma tekinn af okkur. Nú segi ég við yngri strákana: Ég vona að þið eigið allir frábæran feril, farið út ef þið viljið og við munum hjálpa ykkur eins mikið og við getum. Þeir eru orðnir Víkingar til lífstíðar. Ég er sem yfirmaður knattspyrnumála tilbúinn að hjálpa þeim með sinn feril og taka réttar ákvarðanir, ef þeir kæra sig um þá hjálp. Nú hafa þeir unnið stóru titlana með Víkingi og þeir geta komið í Víking þegar þeir snúa aftur heim,“ sagði Kári í þessu litla broti úr viðtalinu. Það má síðan finna allt viðtalið í Íslensk knattspyrna sem var 41. bókin í bókaflokknum og sú fertugasta sem Víðir skrifar sjálfur.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira