Fiskur á fárra hendur Oddný G. Harðardóttir skrifar 10. desember 2021 12:00 Þingið fer af stað á nýju kjörtímabili með stórum málum sem varða þjóðina alla, kjör almennings og velferð. Auk fjárlagafrumvarpsins og breytinga á ýmsum lögum sem tengjast þeim, s.s. um kjör eldra fólks, barnafjölskyldna og öryrkja, mæltu þingmenn í vikunni sem er að líða fyrir forgangsmálum þingflokka. Eitt af forgangsmálum okkar í Samfylkingunni er frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Það var í nóvember árið 2017, fyrir rúmum fjórum árum, að þáverandi Fiskistofustjóri sagði í fréttaþættinum Kveik að Fiskistofa gæti ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu að fullu, m.a. vegna óskýrleika laga um stjórn fiskveiða. Síðan þá hefur Ríkisendurskoðun kallað eftir breytingum á lögunum og verkefnisstjórn um eftirlit með fiskveiðiauðlindinni lagt til breytingar. En lögin standa enn óbreytt. Við í Samfylkingunni höfum bent á að það þurfi að bæta lög um vigtun á afla, um brottkast, bæta reglur um viðurlög Fiskistofu, kallað eftir auknum fjármunum til Fiskistofu og breytingum á lögum sem ætlað er að vinna gegn samþjöppun útgerðarfyrirtækja. Frá stofnun flokksins höfum við lagt til útboð á aflaheimildum til að tryggja sem best að þjóðin fái fullt verð fyrir auðlindina. Skaðleg samþjöppun Óskynsamlegt er að gera sér vonir um að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hreyfi mikið við fiskveiðistjórnunarkerfinu en vonandi treystir nýr sjávarútvegsráðherra sér til að taka undir með okkur í Samfylkingunni og vinna gegn skaðlegri samþjöppun í greininni. Frumvarpið sem ég mælti fyrir í vikunni er ekki um útboð heldur það sem þarf að vera skýrt og bundið í lögum til að skilgreina tengda aðila og sem vinnur gegn því að fénýting auðlindarinnar safnist á fárra hendur. Á þessu þarf að taka hvort sem ákveðið verður að fara útboðsleið eða ekki. Ítrekað hefur verið bent á að of sterk yfirráð fárra yfir fiskveiðiauðlindinni þýði meiri völd til þeirra í þjóðfélaginu en heilbrigt getur talist og staða útgerðarrisa sé of sterk gagnvart stjórnvöldum og fjölmiðlum. Völd þeirra og áhrif geti orðið skaðleg og áhrif þeirra á ákvarðanir í stjórnkerfinu og á stjórnmálamenn geti unnið gegn almannahag. Samþjöppun kemur í veg fyrir samkeppni og hamlar nauðsynlegri endurnýjun. Tilfærsla milli byggða getur skaðað sveitarfélög og tilfærsla milli útgerðarflokka getur leitt til þess að minni útgerðir fara halloka. Mikil samþjöppun hefur átt sér stað í sjávarútvegi hér á landi á undanförnum áratugum. Tíu stærstu útgerðirnar fara með meira en helming kvótans og 20 stærstu útgerðirnar ráða yfir meira en 70% kvótans. Ofan á þetta bætist svo eignarhald þessara útgerðarisa í öðrum útgerðum. Tengdir og raunverulegir eigendur Óskýrleiki á skilgreiningum á tengdum aðilum í lögum um stjórn fiskveiða hefur orðið til þess að Fiskistofa hefur ekki treyst sér til að vinna eftir lögunum við eftirlit með því hvort einstakir aðilar fari með yfir 12% af úthlutuðum kvóta. Lögin þurfa að vera skýr um að til tengdra aðila teljist fyrirtæki sem stjórnað er af sömu einstaklingum og hjón, sambúðarfólk, börn þeirra og fósturbörn auk fyrirtækja í þeirra eigu séu tengdir aðilar og enginn vafi ríki um skilgreiningu á því hvað felist í raunverulegum yfirráðum í lögum um stjórn fiskveiða. Fordæmi fyrir þessu er eðlilegt að leita í lögum um fjármálafyrirtæki enda á það sama um þau og útgerðarfyrirtækin að ef tengslin verða of mikil getur fall eins haft áhrif á fjárhagsstöðu annars og líklegt að almenningur beri kostnaðinn. Í gildandi lögum um stjórn fiskveiða er kveðið á um að aðilar séu tengdir þar sem annar aðilinn, einstaklingur eða lögaðili, á beint eða óbeint meiri hluta hlutafjár eða stofnfjár í hinum aðilanum eða fer með meiri hluta atkvæðisréttar. Við leggjum til breytingar á þessu þannig að miðað verði við að aðilar teljist tengdir fari annar aðilinn með að minnsta kosti 25% hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í hinum, til samræmis við lög um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019. Teljist aðili raunverulegur eigandi annars, teljist þeir „tengdir aðilar“ í skilningi laganna. Enda skýtur það skökku við að aðili sé raunverulegur eigandi samkvæmt lögum en ekki tengdur aðili samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða. Frumvarpið, sem ég er fyrsti flutningsmaður verður sent til umsagnar og til vinnslu í atvinnuveganefnd Alþingis. Ég bendi á að öllum er heimilt að senda umsögn til nefndarinnar. Hér er slóð á ræðuna mína sem ég flutti þegar ég mælti fyrir frumvarpinu. Það er upplagt að hlusta á ræðuna á aðventunni. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Sjávarútvegur Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þingið fer af stað á nýju kjörtímabili með stórum málum sem varða þjóðina alla, kjör almennings og velferð. Auk fjárlagafrumvarpsins og breytinga á ýmsum lögum sem tengjast þeim, s.s. um kjör eldra fólks, barnafjölskyldna og öryrkja, mæltu þingmenn í vikunni sem er að líða fyrir forgangsmálum þingflokka. Eitt af forgangsmálum okkar í Samfylkingunni er frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Það var í nóvember árið 2017, fyrir rúmum fjórum árum, að þáverandi Fiskistofustjóri sagði í fréttaþættinum Kveik að Fiskistofa gæti ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu að fullu, m.a. vegna óskýrleika laga um stjórn fiskveiða. Síðan þá hefur Ríkisendurskoðun kallað eftir breytingum á lögunum og verkefnisstjórn um eftirlit með fiskveiðiauðlindinni lagt til breytingar. En lögin standa enn óbreytt. Við í Samfylkingunni höfum bent á að það þurfi að bæta lög um vigtun á afla, um brottkast, bæta reglur um viðurlög Fiskistofu, kallað eftir auknum fjármunum til Fiskistofu og breytingum á lögum sem ætlað er að vinna gegn samþjöppun útgerðarfyrirtækja. Frá stofnun flokksins höfum við lagt til útboð á aflaheimildum til að tryggja sem best að þjóðin fái fullt verð fyrir auðlindina. Skaðleg samþjöppun Óskynsamlegt er að gera sér vonir um að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hreyfi mikið við fiskveiðistjórnunarkerfinu en vonandi treystir nýr sjávarútvegsráðherra sér til að taka undir með okkur í Samfylkingunni og vinna gegn skaðlegri samþjöppun í greininni. Frumvarpið sem ég mælti fyrir í vikunni er ekki um útboð heldur það sem þarf að vera skýrt og bundið í lögum til að skilgreina tengda aðila og sem vinnur gegn því að fénýting auðlindarinnar safnist á fárra hendur. Á þessu þarf að taka hvort sem ákveðið verður að fara útboðsleið eða ekki. Ítrekað hefur verið bent á að of sterk yfirráð fárra yfir fiskveiðiauðlindinni þýði meiri völd til þeirra í þjóðfélaginu en heilbrigt getur talist og staða útgerðarrisa sé of sterk gagnvart stjórnvöldum og fjölmiðlum. Völd þeirra og áhrif geti orðið skaðleg og áhrif þeirra á ákvarðanir í stjórnkerfinu og á stjórnmálamenn geti unnið gegn almannahag. Samþjöppun kemur í veg fyrir samkeppni og hamlar nauðsynlegri endurnýjun. Tilfærsla milli byggða getur skaðað sveitarfélög og tilfærsla milli útgerðarflokka getur leitt til þess að minni útgerðir fara halloka. Mikil samþjöppun hefur átt sér stað í sjávarútvegi hér á landi á undanförnum áratugum. Tíu stærstu útgerðirnar fara með meira en helming kvótans og 20 stærstu útgerðirnar ráða yfir meira en 70% kvótans. Ofan á þetta bætist svo eignarhald þessara útgerðarisa í öðrum útgerðum. Tengdir og raunverulegir eigendur Óskýrleiki á skilgreiningum á tengdum aðilum í lögum um stjórn fiskveiða hefur orðið til þess að Fiskistofa hefur ekki treyst sér til að vinna eftir lögunum við eftirlit með því hvort einstakir aðilar fari með yfir 12% af úthlutuðum kvóta. Lögin þurfa að vera skýr um að til tengdra aðila teljist fyrirtæki sem stjórnað er af sömu einstaklingum og hjón, sambúðarfólk, börn þeirra og fósturbörn auk fyrirtækja í þeirra eigu séu tengdir aðilar og enginn vafi ríki um skilgreiningu á því hvað felist í raunverulegum yfirráðum í lögum um stjórn fiskveiða. Fordæmi fyrir þessu er eðlilegt að leita í lögum um fjármálafyrirtæki enda á það sama um þau og útgerðarfyrirtækin að ef tengslin verða of mikil getur fall eins haft áhrif á fjárhagsstöðu annars og líklegt að almenningur beri kostnaðinn. Í gildandi lögum um stjórn fiskveiða er kveðið á um að aðilar séu tengdir þar sem annar aðilinn, einstaklingur eða lögaðili, á beint eða óbeint meiri hluta hlutafjár eða stofnfjár í hinum aðilanum eða fer með meiri hluta atkvæðisréttar. Við leggjum til breytingar á þessu þannig að miðað verði við að aðilar teljist tengdir fari annar aðilinn með að minnsta kosti 25% hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í hinum, til samræmis við lög um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019. Teljist aðili raunverulegur eigandi annars, teljist þeir „tengdir aðilar“ í skilningi laganna. Enda skýtur það skökku við að aðili sé raunverulegur eigandi samkvæmt lögum en ekki tengdur aðili samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða. Frumvarpið, sem ég er fyrsti flutningsmaður verður sent til umsagnar og til vinnslu í atvinnuveganefnd Alþingis. Ég bendi á að öllum er heimilt að senda umsögn til nefndarinnar. Hér er slóð á ræðuna mína sem ég flutti þegar ég mælti fyrir frumvarpinu. Það er upplagt að hlusta á ræðuna á aðventunni. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar