Benzema hélt sigurgöngu Real áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2021 22:00 Benzema er allt í öllu hjá Real Madríd. Gonzalo Arroyo Moreno/Getty Images Sigurganga Real Madríd heldur áfram þökk sé franska sóknarmanninum Karim Benzema. Liðið er nú með sjö stiga forystu á toppi La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar. Lærisveinar Carlo Ancelotti eru svo sannarlega á góðu skriði þessa dagana. Þeir tóku á móti Athletic Bilbao í eina leik La Liga í kvöld. Fór það svo að heimamenn unnu 1-0 sigri þökk sé marki Benzema á 40. mínútu leiksins. Markið var með þeim einfaldari sem Benzema hefur skorað í langan tíma en hann renndi knettinum í autt netið eftir sendingu króatíska miðjumannsins Luka Modrić. Real er sem fyrr á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar, nú með sjö stiga forystu á nágranna sína í Atlético Madríd. Real er með 36 stig eftir að hafa spilað 15 leiki á meðan Atlético er með 29 stig og á leik til góða. Spænski boltinn Fótbolti
Sigurganga Real Madríd heldur áfram þökk sé franska sóknarmanninum Karim Benzema. Liðið er nú með sjö stiga forystu á toppi La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar. Lærisveinar Carlo Ancelotti eru svo sannarlega á góðu skriði þessa dagana. Þeir tóku á móti Athletic Bilbao í eina leik La Liga í kvöld. Fór það svo að heimamenn unnu 1-0 sigri þökk sé marki Benzema á 40. mínútu leiksins. Markið var með þeim einfaldari sem Benzema hefur skorað í langan tíma en hann renndi knettinum í autt netið eftir sendingu króatíska miðjumannsins Luka Modrić. Real er sem fyrr á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar, nú með sjö stiga forystu á nágranna sína í Atlético Madríd. Real er með 36 stig eftir að hafa spilað 15 leiki á meðan Atlético er með 29 stig og á leik til góða.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti