Netsamráð um vinnutillögur við Bústaðaveg og Miklubraut Ævar Harðarson skrifar 1. desember 2021 17:00 Líflegar umræður hafa verið verið um vinnutillögur hverfisskipulags Háaleitis og Bústaða sem hafin var kynning á nýlega. Ekki síst um tillögur að uppbyggingu við gatnamót Miklubautar-Háaleitisbrautar og meðfram Bústaðavegi við Grímsbæ. Skiptar skoðanir hafa komið fram á fundum, í hverfisgöngum, í skriflegum athugasemdum og umræðum á samfélagmiðlum eins og við var að búast. Fá mál hreyfa meira við fólki en borgarskipulag. Í tilefni af þessum miklu viðbrögðum hefur nú verið opnað fyrir netsamráð um þessar tvær heitustu vinnutillögur á kynningarvef hverfisskipulagsins. Tilgangur netsamráðsins er að að fá fram sem skýrasta afstöðu allra aldurshópa til þessara tveggja helstu álitamála í borgarhluta 5. Slóð á netkönnun. Gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar – fyrir og eftir þéttingu byggðar.EFLA Tillögurnar settar upp í þrívíddarlíkön Til þess að kynna sér betur þessar hugmyndir, sem skiptar skoðanir hafa verið um, geta íbúar og áhugasamir nú skoðað þrívíddarlíkön af hugsanlegum uppbyggingarsvæðum bæði við Miklubraut-Háaleitisbraut og Bústaðaveg. Þrívíddarlíkönin byggja á nýrri myndatækni þar sem öflugir drónar skanna umhverfið og búa til líkön sem vinnuhugmyndunum er síðan bætt inn á. Hægt er að snúa og velta þrívíddarlíkönunum að vild og skoða þau frá öllum sjómarhornum. Líkönin sýna svæðin eins og þau eru í dag og með hugsanlegum breytingum. Sett eru inn einföld kassaform sem tákna nýjar byggingar en landi, legu vega eða stíga er ekki breytt. Þrívíddarlíkönin eru því hrá og fegra ekki aðstæður eins og oft er gert í meira unnum tillögumyndum. Slóð á Kynningarsíðuna og líkönin. Netsamráð Netsamráðið fer i gegnum hugbúnað frá finnska fyrirtækinu Maptionnaire, sem fjölmargar borgir víða um heim nota til að kanna viðhorf íbúa til álitamála í borgarskipulagi. Slóð áMaptionnaire. Allir sem búa og starfa í hverfunum fjórum í borgarhluta 5 fá nú tækifæri til að segja sínar skoðanir á þessum tveimur umdeildu skipulagshugmyndum. Opið er fyrir þetta netsamráð til 15. desember 2021 eða jafn lengi og kynning á vinnutillögum hverfisskipulags stendur yfir á netinu. Fasaskipt samráð Rétt er að nefna að þetta netsamráð er hluti af fasaskiptu samráði hverfisskipulags þar sem leitast er við að beyta fjölbreyttum samráðsaðferðum til að sem flestir geti tekið þátt óháð aldri, kyni og aðstæðum. Netsamráðið núna er hluti af öðrum fasa í samráði, en samráði hverfisskipulags er skipt upp í þrjá fasa, sjá mynd. Fasaskipt samráð hverfisskipulags sem beitt er þegar unnið er við gerð hverfiskipulags í tilteknum hverfum.Reykjavíkurborg Í fyrsta fasa liggja litlar sem engar hugmyndir fyrir en leitað er eftir því að íbúar og hagsmunaðilar segir sínar skoðanir á því sem betur mætti fara í þeirra nærumhverfi. Í öðrum fasa hafa verið mótaðar grófar hugmyndir en þá eru kynntar svokallaðar vinnutillögur líkt og gert var nýlega í Háaleiti – Bústöðum og tekið við ábendingum og athugasemdum frá íbúum og hagsmunaaðilum. Í þriðja fasa eru kynntar útfærðar tillögur. Þá gefst íbúum og hagsmunaaðilum aftur kostur á því að gert athugasemdir og nú með formlegum hætti við tilögur, sem borgaryfirvöld þurfa að taka fyrir og svara formlega. Íbúaþátttaka gerir borgina betri Íbúaþátttaka og samráð skiptir okkur sem sem vinnum með hverfisskipulag miklu máli. Við erum stöðugt að leita fjölbreyttra leiða til að íbúar geti sagt sínar skoðanir á borgarskipulag í þeirra nærumhverfi, því þeir eru sérfræðingar í sínum hverfum. Liður í því ferli er að kynna vinnutillögur og bjóða upp á netsamráð líkt og gert er nú Í Háaleiti- Bústöðum. Það er viðbótarskref í ferlinu til að fá fram athugasemdir og ábendingar sem flestum íbúum. Bústaðaðavegur við Grímsbæ – fyrir og eftir uppbyggingu á svæðinu.EFLA Það var ánægjulegt að upplifa hvað íbúar hafa sýnt vinnutillögum hverfiskipulags fyrir Háaleiti-Bústaði mikinn áhuga. Því viljum við hvetja sem flesta til þess að nota tækifærið og taka þátt í netsamráðinu. Sérstaklega viljum við hvetja yngri íbúa og barnafjölskyldur sem fram að þessu hafa misst af viðburðum hverfisskipulags að nota tækifærið og tjá skoðanir sínar á því hvernig þeir vilja sjá að borgin og hverfin þeirra þróist í náinni framtíð. Því markmið okkar allar er að gera borgina betri fyrir ykkur. Fræðast má meira um netkönnun á https://skipulag.reykjavik.is/. Höfundur er deildartjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Ævar Harðarson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Líflegar umræður hafa verið verið um vinnutillögur hverfisskipulags Háaleitis og Bústaða sem hafin var kynning á nýlega. Ekki síst um tillögur að uppbyggingu við gatnamót Miklubautar-Háaleitisbrautar og meðfram Bústaðavegi við Grímsbæ. Skiptar skoðanir hafa komið fram á fundum, í hverfisgöngum, í skriflegum athugasemdum og umræðum á samfélagmiðlum eins og við var að búast. Fá mál hreyfa meira við fólki en borgarskipulag. Í tilefni af þessum miklu viðbrögðum hefur nú verið opnað fyrir netsamráð um þessar tvær heitustu vinnutillögur á kynningarvef hverfisskipulagsins. Tilgangur netsamráðsins er að að fá fram sem skýrasta afstöðu allra aldurshópa til þessara tveggja helstu álitamála í borgarhluta 5. Slóð á netkönnun. Gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar – fyrir og eftir þéttingu byggðar.EFLA Tillögurnar settar upp í þrívíddarlíkön Til þess að kynna sér betur þessar hugmyndir, sem skiptar skoðanir hafa verið um, geta íbúar og áhugasamir nú skoðað þrívíddarlíkön af hugsanlegum uppbyggingarsvæðum bæði við Miklubraut-Háaleitisbraut og Bústaðaveg. Þrívíddarlíkönin byggja á nýrri myndatækni þar sem öflugir drónar skanna umhverfið og búa til líkön sem vinnuhugmyndunum er síðan bætt inn á. Hægt er að snúa og velta þrívíddarlíkönunum að vild og skoða þau frá öllum sjómarhornum. Líkönin sýna svæðin eins og þau eru í dag og með hugsanlegum breytingum. Sett eru inn einföld kassaform sem tákna nýjar byggingar en landi, legu vega eða stíga er ekki breytt. Þrívíddarlíkönin eru því hrá og fegra ekki aðstæður eins og oft er gert í meira unnum tillögumyndum. Slóð á Kynningarsíðuna og líkönin. Netsamráð Netsamráðið fer i gegnum hugbúnað frá finnska fyrirtækinu Maptionnaire, sem fjölmargar borgir víða um heim nota til að kanna viðhorf íbúa til álitamála í borgarskipulagi. Slóð áMaptionnaire. Allir sem búa og starfa í hverfunum fjórum í borgarhluta 5 fá nú tækifæri til að segja sínar skoðanir á þessum tveimur umdeildu skipulagshugmyndum. Opið er fyrir þetta netsamráð til 15. desember 2021 eða jafn lengi og kynning á vinnutillögum hverfisskipulags stendur yfir á netinu. Fasaskipt samráð Rétt er að nefna að þetta netsamráð er hluti af fasaskiptu samráði hverfisskipulags þar sem leitast er við að beyta fjölbreyttum samráðsaðferðum til að sem flestir geti tekið þátt óháð aldri, kyni og aðstæðum. Netsamráðið núna er hluti af öðrum fasa í samráði, en samráði hverfisskipulags er skipt upp í þrjá fasa, sjá mynd. Fasaskipt samráð hverfisskipulags sem beitt er þegar unnið er við gerð hverfiskipulags í tilteknum hverfum.Reykjavíkurborg Í fyrsta fasa liggja litlar sem engar hugmyndir fyrir en leitað er eftir því að íbúar og hagsmunaðilar segir sínar skoðanir á því sem betur mætti fara í þeirra nærumhverfi. Í öðrum fasa hafa verið mótaðar grófar hugmyndir en þá eru kynntar svokallaðar vinnutillögur líkt og gert var nýlega í Háaleiti – Bústöðum og tekið við ábendingum og athugasemdum frá íbúum og hagsmunaaðilum. Í þriðja fasa eru kynntar útfærðar tillögur. Þá gefst íbúum og hagsmunaaðilum aftur kostur á því að gert athugasemdir og nú með formlegum hætti við tilögur, sem borgaryfirvöld þurfa að taka fyrir og svara formlega. Íbúaþátttaka gerir borgina betri Íbúaþátttaka og samráð skiptir okkur sem sem vinnum með hverfisskipulag miklu máli. Við erum stöðugt að leita fjölbreyttra leiða til að íbúar geti sagt sínar skoðanir á borgarskipulag í þeirra nærumhverfi, því þeir eru sérfræðingar í sínum hverfum. Liður í því ferli er að kynna vinnutillögur og bjóða upp á netsamráð líkt og gert er nú Í Háaleiti- Bústöðum. Það er viðbótarskref í ferlinu til að fá fram athugasemdir og ábendingar sem flestum íbúum. Bústaðaðavegur við Grímsbæ – fyrir og eftir uppbyggingu á svæðinu.EFLA Það var ánægjulegt að upplifa hvað íbúar hafa sýnt vinnutillögum hverfiskipulags fyrir Háaleiti-Bústaði mikinn áhuga. Því viljum við hvetja sem flesta til þess að nota tækifærið og taka þátt í netsamráðinu. Sérstaklega viljum við hvetja yngri íbúa og barnafjölskyldur sem fram að þessu hafa misst af viðburðum hverfisskipulags að nota tækifærið og tjá skoðanir sínar á því hvernig þeir vilja sjá að borgin og hverfin þeirra þróist í náinni framtíð. Því markmið okkar allar er að gera borgina betri fyrir ykkur. Fræðast má meira um netkönnun á https://skipulag.reykjavik.is/. Höfundur er deildartjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar