Netsamráð um vinnutillögur við Bústaðaveg og Miklubraut Ævar Harðarson skrifar 1. desember 2021 17:00 Líflegar umræður hafa verið verið um vinnutillögur hverfisskipulags Háaleitis og Bústaða sem hafin var kynning á nýlega. Ekki síst um tillögur að uppbyggingu við gatnamót Miklubautar-Háaleitisbrautar og meðfram Bústaðavegi við Grímsbæ. Skiptar skoðanir hafa komið fram á fundum, í hverfisgöngum, í skriflegum athugasemdum og umræðum á samfélagmiðlum eins og við var að búast. Fá mál hreyfa meira við fólki en borgarskipulag. Í tilefni af þessum miklu viðbrögðum hefur nú verið opnað fyrir netsamráð um þessar tvær heitustu vinnutillögur á kynningarvef hverfisskipulagsins. Tilgangur netsamráðsins er að að fá fram sem skýrasta afstöðu allra aldurshópa til þessara tveggja helstu álitamála í borgarhluta 5. Slóð á netkönnun. Gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar – fyrir og eftir þéttingu byggðar.EFLA Tillögurnar settar upp í þrívíddarlíkön Til þess að kynna sér betur þessar hugmyndir, sem skiptar skoðanir hafa verið um, geta íbúar og áhugasamir nú skoðað þrívíddarlíkön af hugsanlegum uppbyggingarsvæðum bæði við Miklubraut-Háaleitisbraut og Bústaðaveg. Þrívíddarlíkönin byggja á nýrri myndatækni þar sem öflugir drónar skanna umhverfið og búa til líkön sem vinnuhugmyndunum er síðan bætt inn á. Hægt er að snúa og velta þrívíddarlíkönunum að vild og skoða þau frá öllum sjómarhornum. Líkönin sýna svæðin eins og þau eru í dag og með hugsanlegum breytingum. Sett eru inn einföld kassaform sem tákna nýjar byggingar en landi, legu vega eða stíga er ekki breytt. Þrívíddarlíkönin eru því hrá og fegra ekki aðstæður eins og oft er gert í meira unnum tillögumyndum. Slóð á Kynningarsíðuna og líkönin. Netsamráð Netsamráðið fer i gegnum hugbúnað frá finnska fyrirtækinu Maptionnaire, sem fjölmargar borgir víða um heim nota til að kanna viðhorf íbúa til álitamála í borgarskipulagi. Slóð áMaptionnaire. Allir sem búa og starfa í hverfunum fjórum í borgarhluta 5 fá nú tækifæri til að segja sínar skoðanir á þessum tveimur umdeildu skipulagshugmyndum. Opið er fyrir þetta netsamráð til 15. desember 2021 eða jafn lengi og kynning á vinnutillögum hverfisskipulags stendur yfir á netinu. Fasaskipt samráð Rétt er að nefna að þetta netsamráð er hluti af fasaskiptu samráði hverfisskipulags þar sem leitast er við að beyta fjölbreyttum samráðsaðferðum til að sem flestir geti tekið þátt óháð aldri, kyni og aðstæðum. Netsamráðið núna er hluti af öðrum fasa í samráði, en samráði hverfisskipulags er skipt upp í þrjá fasa, sjá mynd. Fasaskipt samráð hverfisskipulags sem beitt er þegar unnið er við gerð hverfiskipulags í tilteknum hverfum.Reykjavíkurborg Í fyrsta fasa liggja litlar sem engar hugmyndir fyrir en leitað er eftir því að íbúar og hagsmunaðilar segir sínar skoðanir á því sem betur mætti fara í þeirra nærumhverfi. Í öðrum fasa hafa verið mótaðar grófar hugmyndir en þá eru kynntar svokallaðar vinnutillögur líkt og gert var nýlega í Háaleiti – Bústöðum og tekið við ábendingum og athugasemdum frá íbúum og hagsmunaaðilum. Í þriðja fasa eru kynntar útfærðar tillögur. Þá gefst íbúum og hagsmunaaðilum aftur kostur á því að gert athugasemdir og nú með formlegum hætti við tilögur, sem borgaryfirvöld þurfa að taka fyrir og svara formlega. Íbúaþátttaka gerir borgina betri Íbúaþátttaka og samráð skiptir okkur sem sem vinnum með hverfisskipulag miklu máli. Við erum stöðugt að leita fjölbreyttra leiða til að íbúar geti sagt sínar skoðanir á borgarskipulag í þeirra nærumhverfi, því þeir eru sérfræðingar í sínum hverfum. Liður í því ferli er að kynna vinnutillögur og bjóða upp á netsamráð líkt og gert er nú Í Háaleiti- Bústöðum. Það er viðbótarskref í ferlinu til að fá fram athugasemdir og ábendingar sem flestum íbúum. Bústaðaðavegur við Grímsbæ – fyrir og eftir uppbyggingu á svæðinu.EFLA Það var ánægjulegt að upplifa hvað íbúar hafa sýnt vinnutillögum hverfiskipulags fyrir Háaleiti-Bústaði mikinn áhuga. Því viljum við hvetja sem flesta til þess að nota tækifærið og taka þátt í netsamráðinu. Sérstaklega viljum við hvetja yngri íbúa og barnafjölskyldur sem fram að þessu hafa misst af viðburðum hverfisskipulags að nota tækifærið og tjá skoðanir sínar á því hvernig þeir vilja sjá að borgin og hverfin þeirra þróist í náinni framtíð. Því markmið okkar allar er að gera borgina betri fyrir ykkur. Fræðast má meira um netkönnun á https://skipulag.reykjavik.is/. Höfundur er deildartjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Ævar Harðarson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Líflegar umræður hafa verið verið um vinnutillögur hverfisskipulags Háaleitis og Bústaða sem hafin var kynning á nýlega. Ekki síst um tillögur að uppbyggingu við gatnamót Miklubautar-Háaleitisbrautar og meðfram Bústaðavegi við Grímsbæ. Skiptar skoðanir hafa komið fram á fundum, í hverfisgöngum, í skriflegum athugasemdum og umræðum á samfélagmiðlum eins og við var að búast. Fá mál hreyfa meira við fólki en borgarskipulag. Í tilefni af þessum miklu viðbrögðum hefur nú verið opnað fyrir netsamráð um þessar tvær heitustu vinnutillögur á kynningarvef hverfisskipulagsins. Tilgangur netsamráðsins er að að fá fram sem skýrasta afstöðu allra aldurshópa til þessara tveggja helstu álitamála í borgarhluta 5. Slóð á netkönnun. Gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar – fyrir og eftir þéttingu byggðar.EFLA Tillögurnar settar upp í þrívíddarlíkön Til þess að kynna sér betur þessar hugmyndir, sem skiptar skoðanir hafa verið um, geta íbúar og áhugasamir nú skoðað þrívíddarlíkön af hugsanlegum uppbyggingarsvæðum bæði við Miklubraut-Háaleitisbraut og Bústaðaveg. Þrívíddarlíkönin byggja á nýrri myndatækni þar sem öflugir drónar skanna umhverfið og búa til líkön sem vinnuhugmyndunum er síðan bætt inn á. Hægt er að snúa og velta þrívíddarlíkönunum að vild og skoða þau frá öllum sjómarhornum. Líkönin sýna svæðin eins og þau eru í dag og með hugsanlegum breytingum. Sett eru inn einföld kassaform sem tákna nýjar byggingar en landi, legu vega eða stíga er ekki breytt. Þrívíddarlíkönin eru því hrá og fegra ekki aðstæður eins og oft er gert í meira unnum tillögumyndum. Slóð á Kynningarsíðuna og líkönin. Netsamráð Netsamráðið fer i gegnum hugbúnað frá finnska fyrirtækinu Maptionnaire, sem fjölmargar borgir víða um heim nota til að kanna viðhorf íbúa til álitamála í borgarskipulagi. Slóð áMaptionnaire. Allir sem búa og starfa í hverfunum fjórum í borgarhluta 5 fá nú tækifæri til að segja sínar skoðanir á þessum tveimur umdeildu skipulagshugmyndum. Opið er fyrir þetta netsamráð til 15. desember 2021 eða jafn lengi og kynning á vinnutillögum hverfisskipulags stendur yfir á netinu. Fasaskipt samráð Rétt er að nefna að þetta netsamráð er hluti af fasaskiptu samráði hverfisskipulags þar sem leitast er við að beyta fjölbreyttum samráðsaðferðum til að sem flestir geti tekið þátt óháð aldri, kyni og aðstæðum. Netsamráðið núna er hluti af öðrum fasa í samráði, en samráði hverfisskipulags er skipt upp í þrjá fasa, sjá mynd. Fasaskipt samráð hverfisskipulags sem beitt er þegar unnið er við gerð hverfiskipulags í tilteknum hverfum.Reykjavíkurborg Í fyrsta fasa liggja litlar sem engar hugmyndir fyrir en leitað er eftir því að íbúar og hagsmunaðilar segir sínar skoðanir á því sem betur mætti fara í þeirra nærumhverfi. Í öðrum fasa hafa verið mótaðar grófar hugmyndir en þá eru kynntar svokallaðar vinnutillögur líkt og gert var nýlega í Háaleiti – Bústöðum og tekið við ábendingum og athugasemdum frá íbúum og hagsmunaaðilum. Í þriðja fasa eru kynntar útfærðar tillögur. Þá gefst íbúum og hagsmunaaðilum aftur kostur á því að gert athugasemdir og nú með formlegum hætti við tilögur, sem borgaryfirvöld þurfa að taka fyrir og svara formlega. Íbúaþátttaka gerir borgina betri Íbúaþátttaka og samráð skiptir okkur sem sem vinnum með hverfisskipulag miklu máli. Við erum stöðugt að leita fjölbreyttra leiða til að íbúar geti sagt sínar skoðanir á borgarskipulag í þeirra nærumhverfi, því þeir eru sérfræðingar í sínum hverfum. Liður í því ferli er að kynna vinnutillögur og bjóða upp á netsamráð líkt og gert er nú Í Háaleiti- Bústöðum. Það er viðbótarskref í ferlinu til að fá fram athugasemdir og ábendingar sem flestum íbúum. Bústaðaðavegur við Grímsbæ – fyrir og eftir uppbyggingu á svæðinu.EFLA Það var ánægjulegt að upplifa hvað íbúar hafa sýnt vinnutillögum hverfiskipulags fyrir Háaleiti-Bústaði mikinn áhuga. Því viljum við hvetja sem flesta til þess að nota tækifærið og taka þátt í netsamráðinu. Sérstaklega viljum við hvetja yngri íbúa og barnafjölskyldur sem fram að þessu hafa misst af viðburðum hverfisskipulags að nota tækifærið og tjá skoðanir sínar á því hvernig þeir vilja sjá að borgin og hverfin þeirra þróist í náinni framtíð. Því markmið okkar allar er að gera borgina betri fyrir ykkur. Fræðast má meira um netkönnun á https://skipulag.reykjavik.is/. Höfundur er deildartjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar