Ekki vera þessi gaur María Rún Bjarnadóttir skrifar 1. desember 2021 16:00 Ofbeldi gegn konum og kynferðislegt ofbeldi er rótgróið. Fyrir tilstilli kvennahreyfingarinnar, þolenda og öflugra baráttukvenna hefur ljósi verið varpað á þennan alvarlega og kerfisbunda vanda. #metoo bylgjurnar og aðrar sambærilega hreyfingar hafa virkjað nýjar kynslóðir fólks sem berst gegn kynferðisofbeldi. Meðal þess sem kallað hefur verið eftir í tengslum við #metoo er að gerendur í kynferðisbrotamálum axli ábyrgð á háttsemi sinni. Karlar eru í yfirgnæfandi meirihluta þeirra beita kynferðisofbeldi. Á árunum 2011–2016, voru karlar að meðaltali 96% grunaðra í málum sem rata til lögreglu, en í 94% brota það sem af er þessu ári. Konur hins vegar eru í meirihluta brotaþola, eða í 84% brota. Ef eingöngu er litið til nauðgana á þessu ári hækkar hlutfall kvenna í hópi brotaþola í 93%. Fyrstu 10 mánuði ársins 2021 bárust lögreglu 184 tilkynningar um nauðganir, eða að meðaltali átján nauðganir á mánuði. Brot sem tilkynnt eru til lögreglu eru þó aðeins toppurinn á ísjakanum, fjölmörg brot eru aldrei kærð. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda um bætta meðferð kynferðisbrota 2018–2022 kemur fram að flest nauðgunarbrot eigi sér stað um helgar, sér í lagi frá miðnætti til kl. sex um morgun. Þetta breyttist nokkuð á meðal samkomutakmarkanir vegna Covid stóðu yfir, og árið 2020 varð fækkun í tilkynningum nauðgunarbrota. Það sem er af þessu ári hefur tikynningum um slík brot fjölgað aftur. Í Kanada og Skotlandi hefur lögreglan staðið fyrir samfélagsátaki þar sem karlar eru hvattir til þess að vera ekki „þessi gaur“. Er þá vísað til þeirra sem virða ekki kynfrelsi annarra, leggja lítið upp úr samþykki og telja það jafnvel til kynlífs að hafa samræði við konur sem eru ekki með ráði og rænu. Þá hefur norska lögreglan vakið athygli á að almennilegir karlar í krapinu gangi ekki yfir mörk annarra, sérstaklega þegar viðkomandi getur ekki gefið skýrt samþykki fyrir kynferðislegum samskiptum, til dæmis vegna ölvunar. Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan taka undir með þessum erlendu lögregluliðum og hleypa í þessari viku af stokkunum herferðinni „ekki vera þessi gaur“ Henni er ætlað að vekja athygli á viðhorfum til kynferðisbrota. Skilaboðunum er beint til karla á aldrinum 18 – 35 ára, en það er það aldursbil sem tölfræði lögreglu sýnir flesta brotamenn í kynferðisbrotamálum vera á. Einfaldasta og árangursríkasta leiðin til þess að fækka kynferðisbrotum er að brotin eigi sér ekki stað. Hér verður undirstrikað að fæstir karlar hafa eða munu nokkur tíma brjóta af sér kynferðislega. Það er þó í hópi karla sem flestir brotamenn í kynferðisbrotamálum finnast. Það eru ýmsar leiðir færar til þess að vera ekki „þessi gaur“. Á 112.is er að finna ýmis konar ráð til þess að stoppa ofbeldishegðun. Þar má einnig finna úrræðið Heimilisfriður fyrir gerendur í heimilisofbeldismálum og Taktu skrefið fyrir þá sem vilja breyta kynferðislegri hegðun sinni eða hafa framið kynferðisbrot, hvort sem brot hafi fengið meðferð réttarvörslukerfisins eða ekki. Þá standa Stígamót fyrir námskeiðinu Bandamenn fyrir karla sem vilja berjast gegn kynferðislegu ofbeldi og fræðsluvettvangurinn Karlmennskan hefur yfir að ráða ýmsum fróðleik um málið. Til þess að við náum sem bestum árangri í baráttu gegn kynferðisofbeldi í íslensku samfélagi er mikilvægt að karlar taki virkan þátt í að brjóta niður staðalímyndir og breyta þeirri menningu sem gerir að verkum að kynferðisbrot þrífast. Með því að karlar taki meðvitaða ákvörðun um að vera ekki „þessi gaur“ og hvetji félaga sína til að gera hið sama geta þeir verið hluti af lausninni við að binda enda á eitt rótgrónasta misrétti samtímans. Höfundur er verkefnisstjóri stafræns ofbeldis hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Klippa: Ekki vera þessi gaur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafrænt ofbeldi Lögreglumál MeToo Kynferðisofbeldi María Rún Bjarnadóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ofbeldi gegn konum og kynferðislegt ofbeldi er rótgróið. Fyrir tilstilli kvennahreyfingarinnar, þolenda og öflugra baráttukvenna hefur ljósi verið varpað á þennan alvarlega og kerfisbunda vanda. #metoo bylgjurnar og aðrar sambærilega hreyfingar hafa virkjað nýjar kynslóðir fólks sem berst gegn kynferðisofbeldi. Meðal þess sem kallað hefur verið eftir í tengslum við #metoo er að gerendur í kynferðisbrotamálum axli ábyrgð á háttsemi sinni. Karlar eru í yfirgnæfandi meirihluta þeirra beita kynferðisofbeldi. Á árunum 2011–2016, voru karlar að meðaltali 96% grunaðra í málum sem rata til lögreglu, en í 94% brota það sem af er þessu ári. Konur hins vegar eru í meirihluta brotaþola, eða í 84% brota. Ef eingöngu er litið til nauðgana á þessu ári hækkar hlutfall kvenna í hópi brotaþola í 93%. Fyrstu 10 mánuði ársins 2021 bárust lögreglu 184 tilkynningar um nauðganir, eða að meðaltali átján nauðganir á mánuði. Brot sem tilkynnt eru til lögreglu eru þó aðeins toppurinn á ísjakanum, fjölmörg brot eru aldrei kærð. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda um bætta meðferð kynferðisbrota 2018–2022 kemur fram að flest nauðgunarbrot eigi sér stað um helgar, sér í lagi frá miðnætti til kl. sex um morgun. Þetta breyttist nokkuð á meðal samkomutakmarkanir vegna Covid stóðu yfir, og árið 2020 varð fækkun í tilkynningum nauðgunarbrota. Það sem er af þessu ári hefur tikynningum um slík brot fjölgað aftur. Í Kanada og Skotlandi hefur lögreglan staðið fyrir samfélagsátaki þar sem karlar eru hvattir til þess að vera ekki „þessi gaur“. Er þá vísað til þeirra sem virða ekki kynfrelsi annarra, leggja lítið upp úr samþykki og telja það jafnvel til kynlífs að hafa samræði við konur sem eru ekki með ráði og rænu. Þá hefur norska lögreglan vakið athygli á að almennilegir karlar í krapinu gangi ekki yfir mörk annarra, sérstaklega þegar viðkomandi getur ekki gefið skýrt samþykki fyrir kynferðislegum samskiptum, til dæmis vegna ölvunar. Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan taka undir með þessum erlendu lögregluliðum og hleypa í þessari viku af stokkunum herferðinni „ekki vera þessi gaur“ Henni er ætlað að vekja athygli á viðhorfum til kynferðisbrota. Skilaboðunum er beint til karla á aldrinum 18 – 35 ára, en það er það aldursbil sem tölfræði lögreglu sýnir flesta brotamenn í kynferðisbrotamálum vera á. Einfaldasta og árangursríkasta leiðin til þess að fækka kynferðisbrotum er að brotin eigi sér ekki stað. Hér verður undirstrikað að fæstir karlar hafa eða munu nokkur tíma brjóta af sér kynferðislega. Það er þó í hópi karla sem flestir brotamenn í kynferðisbrotamálum finnast. Það eru ýmsar leiðir færar til þess að vera ekki „þessi gaur“. Á 112.is er að finna ýmis konar ráð til þess að stoppa ofbeldishegðun. Þar má einnig finna úrræðið Heimilisfriður fyrir gerendur í heimilisofbeldismálum og Taktu skrefið fyrir þá sem vilja breyta kynferðislegri hegðun sinni eða hafa framið kynferðisbrot, hvort sem brot hafi fengið meðferð réttarvörslukerfisins eða ekki. Þá standa Stígamót fyrir námskeiðinu Bandamenn fyrir karla sem vilja berjast gegn kynferðislegu ofbeldi og fræðsluvettvangurinn Karlmennskan hefur yfir að ráða ýmsum fróðleik um málið. Til þess að við náum sem bestum árangri í baráttu gegn kynferðisofbeldi í íslensku samfélagi er mikilvægt að karlar taki virkan þátt í að brjóta niður staðalímyndir og breyta þeirri menningu sem gerir að verkum að kynferðisbrot þrífast. Með því að karlar taki meðvitaða ákvörðun um að vera ekki „þessi gaur“ og hvetji félaga sína til að gera hið sama geta þeir verið hluti af lausninni við að binda enda á eitt rótgrónasta misrétti samtímans. Höfundur er verkefnisstjóri stafræns ofbeldis hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Klippa: Ekki vera þessi gaur
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun