Bataferli fjölmargra skjólstæðinga Hugarafls er í húfi Sævar Þór Jónsson skrifar 1. desember 2021 15:31 Í byrjun júlí bárust félagsmálaráðuneytinu greinargerðir sex fyrrverandi skjólstæðinga félagasamtakanna Hugarafls, þar sem stjórnendur samtakanna eru bornir þungum sökum um meint einelti og ógnarstjórnun gagnvart almennum félagsmönnum. Um þetta var fjallað í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 kvöldið 20. september, þar sem rætt var við einn sexmenninganna sem sendi ráðuneytinu greinargerð. Viðtalið og innihald þess sem þar kom fram kom stjórnendum Hugarafls vægast sagt verulega á óvart. Til skýringar er Hugarafl um tveggja áratuga gömul grasrótarsamtök fólks sem glímir við andlegar áskoranir. Samtökin eru þau fjölmennustu á sínu sviði hér á landi, en alls njóta um eitt þúsund einstaklingar árlega batameðferðar á þeirra vegum og eru talsmenn samtakanna ennfremur virkir í opinberri umræðu um geðheilbrigðismál. Í sjónvarpsviðtalinu fór fyrrverandi félagsmaður og notandi þjónustu Hugarafls mikinn um starfsemi samtakanna og stjórnendur þeirra. Áður höfðu samtökin neyðst til þess að kæra fjölmagar hótanir í garð starfsmanna og stjórnenda til lögreglu, þar sem málið er til meðferðar. Bundin trúnaði Stjórnendur Hugarafls hafa frá upphafi alfarið hafnað þessum ásökunum. Að öðru leyti hafa fulltrúar samtakanna ekki getað tjáð sig um málið eða einstök trúnaðarmál efnislega á opinberum vettvangi, m.a. vegna þagnarskyldu, en ekki síður vegna þess að stjórnendur samtakanna kannast alls ekki við þær ásakanir sem þarna koma fram. Þess ber að geta að Hugarafl og stjórnendur þess hafa enn ekki fengið upplýsingar um inntak þeirra ásakana sem þau eru borin, annað en það sem fram hefur komið í fjölmiðlum. Það er bæði réttmæt og eðlileg krafa að sá sem borinn er ásökunum fyrir stjórnvaldi fái upplýsingar um efni þeirra. Vissulega hafa komið upp tilvik í nærri tuttugu ára sögu samtakanna þar sem hefur þurft að minna á siðareglur þeirra enda er dónaskapur í framkomu og samskiptum aldrei liðinn í starfi þeirra óháð því hver á í hlut; félagsmaður, starfsmaður eða stjórnandi. Fram fari óháð úttekt Strax í kjölfar sjónvarpsviðtalsins óskaði ég, sem lögmaður fyrir hönd Hugarafls, eftir því við félagsmálaráðuneytið að fá afrit af greinargerðunum og öðrum mögulegum gögnum sem tengdust málinu til að stjórnendur gætu áttað sig fyllilega á því um hvað málið snérist. Þeirri afhendingu hefur nú í þrígang verið hafnað, síðast 25. nóvember, bæði með vísan til ákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012 en líka með þeim rökum að ekkert stjórnsýslumál sé í gangi sem heimili aðgang samtakanna á grundvelli stjórnsýslulaga. Ekki var tekið tillit til þess að hluti af innihaldi greinargerðanna hafi þegar birst í umfjöllun Stöðvar 2 og á fréttavefmiðlinum Vísi. Hugarafl óskaði jafnframt strax eftir því við félagsmálaráðuneytið að það léti fara fram óháða úttekt á starfsemi samtakanna. Stjórnsýslumál ekki til meðferðar í ráðuneytinu Ráðuneytið hefur ekki tekið neina ákvörðun um að fram fari slík úttekt, en hefur á hinn bóginn tvívegis lýst því yfir í skriflegu svari til lögmanns samtakanna að ekkert stjórnsýslumál gagnvart Hugarafli sé til meðferðar í ráðuneytinu. Sú síðari barst 25. nóvember í kjölfar fréttar á Vísi þar sem fréttamaður sagði félagsmálaráðuneytið skoða „áfram mál Hugarafls þvert á yfirlýsingar lögmanns“ sem hafði áður einungis áréttað við fréttastofuna að ekkert stjórnsýslumál væri til meðferðar. Skoðun í fimm mánuði Fyrir þá fjölmörgu félagsmenn Hugarafls, sem nú sinna bataferli sínu/endurhæfingu (njóta batameðferðar) hjá samtökunum, er sérlega bagalegt að niðurstaða í málinu skuli dragast svo lengi sem raun ber vitni. Ástæðan er sú að mikilvægir fjárhagslegir bakhjarlar samtakanna bíða sumir hverjir eftir því hver verði niðurstaða ráðuneytisins; hvort stofnað verði stjórnsýslumál eða að ráðuneytið komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé tilefni til að hafast frekar að. Á meðan eiga samtökin erfitt með að ganga frá meðferðaráætlunum fram í tímann. Stjórn Hugarafls harmar vissulega fram komnar ásakanir og þær aðferðir sem beitt er til að vega að grunnstoðum starfseminnar vegna mögulegs ósættis við tiltekna starfsmenn eða stjórnarmeðlimi samtakanna. Málið snertir þó hagsmuni um eitt þúsund félagsmanna og bataferli þeirra. Stjórn Hugarafls leggur því ríka áherslu á að ráðuneytið taki ákvörðun hið fyrsta um framkvæmd óháðrar úttektar en láti málið ella niður falla. Verður það að teljast eðlileg viðbrögð ábyrgra aðila sem vilja fá botn í þetta mál. Höfundur er lögmaður Hugarafls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Félagsmál Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í byrjun júlí bárust félagsmálaráðuneytinu greinargerðir sex fyrrverandi skjólstæðinga félagasamtakanna Hugarafls, þar sem stjórnendur samtakanna eru bornir þungum sökum um meint einelti og ógnarstjórnun gagnvart almennum félagsmönnum. Um þetta var fjallað í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 kvöldið 20. september, þar sem rætt var við einn sexmenninganna sem sendi ráðuneytinu greinargerð. Viðtalið og innihald þess sem þar kom fram kom stjórnendum Hugarafls vægast sagt verulega á óvart. Til skýringar er Hugarafl um tveggja áratuga gömul grasrótarsamtök fólks sem glímir við andlegar áskoranir. Samtökin eru þau fjölmennustu á sínu sviði hér á landi, en alls njóta um eitt þúsund einstaklingar árlega batameðferðar á þeirra vegum og eru talsmenn samtakanna ennfremur virkir í opinberri umræðu um geðheilbrigðismál. Í sjónvarpsviðtalinu fór fyrrverandi félagsmaður og notandi þjónustu Hugarafls mikinn um starfsemi samtakanna og stjórnendur þeirra. Áður höfðu samtökin neyðst til þess að kæra fjölmagar hótanir í garð starfsmanna og stjórnenda til lögreglu, þar sem málið er til meðferðar. Bundin trúnaði Stjórnendur Hugarafls hafa frá upphafi alfarið hafnað þessum ásökunum. Að öðru leyti hafa fulltrúar samtakanna ekki getað tjáð sig um málið eða einstök trúnaðarmál efnislega á opinberum vettvangi, m.a. vegna þagnarskyldu, en ekki síður vegna þess að stjórnendur samtakanna kannast alls ekki við þær ásakanir sem þarna koma fram. Þess ber að geta að Hugarafl og stjórnendur þess hafa enn ekki fengið upplýsingar um inntak þeirra ásakana sem þau eru borin, annað en það sem fram hefur komið í fjölmiðlum. Það er bæði réttmæt og eðlileg krafa að sá sem borinn er ásökunum fyrir stjórnvaldi fái upplýsingar um efni þeirra. Vissulega hafa komið upp tilvik í nærri tuttugu ára sögu samtakanna þar sem hefur þurft að minna á siðareglur þeirra enda er dónaskapur í framkomu og samskiptum aldrei liðinn í starfi þeirra óháð því hver á í hlut; félagsmaður, starfsmaður eða stjórnandi. Fram fari óháð úttekt Strax í kjölfar sjónvarpsviðtalsins óskaði ég, sem lögmaður fyrir hönd Hugarafls, eftir því við félagsmálaráðuneytið að fá afrit af greinargerðunum og öðrum mögulegum gögnum sem tengdust málinu til að stjórnendur gætu áttað sig fyllilega á því um hvað málið snérist. Þeirri afhendingu hefur nú í þrígang verið hafnað, síðast 25. nóvember, bæði með vísan til ákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012 en líka með þeim rökum að ekkert stjórnsýslumál sé í gangi sem heimili aðgang samtakanna á grundvelli stjórnsýslulaga. Ekki var tekið tillit til þess að hluti af innihaldi greinargerðanna hafi þegar birst í umfjöllun Stöðvar 2 og á fréttavefmiðlinum Vísi. Hugarafl óskaði jafnframt strax eftir því við félagsmálaráðuneytið að það léti fara fram óháða úttekt á starfsemi samtakanna. Stjórnsýslumál ekki til meðferðar í ráðuneytinu Ráðuneytið hefur ekki tekið neina ákvörðun um að fram fari slík úttekt, en hefur á hinn bóginn tvívegis lýst því yfir í skriflegu svari til lögmanns samtakanna að ekkert stjórnsýslumál gagnvart Hugarafli sé til meðferðar í ráðuneytinu. Sú síðari barst 25. nóvember í kjölfar fréttar á Vísi þar sem fréttamaður sagði félagsmálaráðuneytið skoða „áfram mál Hugarafls þvert á yfirlýsingar lögmanns“ sem hafði áður einungis áréttað við fréttastofuna að ekkert stjórnsýslumál væri til meðferðar. Skoðun í fimm mánuði Fyrir þá fjölmörgu félagsmenn Hugarafls, sem nú sinna bataferli sínu/endurhæfingu (njóta batameðferðar) hjá samtökunum, er sérlega bagalegt að niðurstaða í málinu skuli dragast svo lengi sem raun ber vitni. Ástæðan er sú að mikilvægir fjárhagslegir bakhjarlar samtakanna bíða sumir hverjir eftir því hver verði niðurstaða ráðuneytisins; hvort stofnað verði stjórnsýslumál eða að ráðuneytið komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé tilefni til að hafast frekar að. Á meðan eiga samtökin erfitt með að ganga frá meðferðaráætlunum fram í tímann. Stjórn Hugarafls harmar vissulega fram komnar ásakanir og þær aðferðir sem beitt er til að vega að grunnstoðum starfseminnar vegna mögulegs ósættis við tiltekna starfsmenn eða stjórnarmeðlimi samtakanna. Málið snertir þó hagsmuni um eitt þúsund félagsmanna og bataferli þeirra. Stjórn Hugarafls leggur því ríka áherslu á að ráðuneytið taki ákvörðun hið fyrsta um framkvæmd óháðrar úttektar en láti málið ella niður falla. Verður það að teljast eðlileg viðbrögð ábyrgra aðila sem vilja fá botn í þetta mál. Höfundur er lögmaður Hugarafls.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar