Umhverfisvænir jólasveinar Bryndís Jónsdóttir og Sigríður Björk Einarsdóttir skrifa 29. nóvember 2021 15:00 Nú þegar umhverfismál eru í brennidepli og ein mesta innkaupahátíð ársins hafin langar okkur að ávarpa jólasveinana sem fara að tínast til byggða innan skamms og stinga gjöfum í skó barna. Plánetan okkar er í vanda, haugar af notuðum fatnaði Vesturlandabúa enda sem mengandi úrgangur í Afríku, jöklarnir bráðna, plastmengun er ein alvarlegasta ógnin við lífríki sjávar, örplast endar í meltingarvegi sjávardýra og þar með í fæðu okkar, Sorpu berast 600 tonn af úrgangi á degi hverjum. Hvað geta jólasveinarnir gert í þessu? Margt smátt gerir eitt stórt og jólasveinar geta lagt sitt af mörkum eins og aðrir. Gott er að spyrja sig áður en skógjöf er valin hvort hún sé skynsamleg út frá umhverfisverndarsjónarmiðum og hvort hún muni raunverulega nýtast barninu eða lenda beint í ruslinu eftir skamma stund. Við hvetjum jólasveinana til að leita eftir umhverfisvænum vörum og velja umhverfisvænni kostinn ef tveir eða fleiri eru í boði. Gott væri að verslanir huguðu sérstaklega að umhverfisvænum vörum sem gefa má í skóinn og vektu athygli jólasveina á þeim. Skógjafir sem hvetja til samveru fjölskyldunnar geta verið umhverfisvænar, óvissuferð í boði jólasveinsins, útivistarbingó, ratleikur, efni í jólaföndur, pappír, litir eða uppskrift að trölladeigi, kökuform og uppskrift að jólasmákökum sem fjölskyldan bakar saman. Ef gefnir eru hlutir eða fatnaður má finna notað og velja eitthvað sem barnið vantar. Um að gera að nýta nytjamarkaði og loppuverslanir og svo getur verið sniðugt að skiptast á notuðum leikföngum eða öðru slíku við aðrar jólasveinafjölskyldur. Vinnustaðir geta komið upp jólasveinaborði þar sem er að finna hentuga notaða hluti, þú kemur með einn hlut og tekur annan. Matvara eins og mandarínur, framandi ávextir, piparkökur eða aðrar smákökur, drykkur og sælgæti á nammidögum er tilvalið. Ef velja á dót er sniðugt að kaupa kassa með einhverju sem hægt er að skipta í nokkrar gjafir eins og kubba eða púsluspil. Hluti af eftirvæntingunni er þá að bíða eftir næsta púsli. Auðvitað hafa jólasveinar það svo í huga að stilla skógjöfum í hóf svo ekki verði um erfiðan samanburð að ræða í skólanum eða leikskólanum. Fyrir umhverfisvæna jólasveina viljum við benda á eftirtaldar síður sem innihalda góð ráð og hugmyndir. Færni til framtíðar á Facebook www.landvernd.is www.graenskref.is Börnin okkar munu erfa landið/heiminn. Þau eiga það inni hjá okkur að skilja eins vel við og okkur er mögulegt svo við bætum ekki enn á þau krefjandi verkefni sem þau munu standa frammi fyrir á þessu sviði. Nóg er það nú samt. Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK – samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. Bryndís Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Umhverfismál Jólasveinar Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar umhverfismál eru í brennidepli og ein mesta innkaupahátíð ársins hafin langar okkur að ávarpa jólasveinana sem fara að tínast til byggða innan skamms og stinga gjöfum í skó barna. Plánetan okkar er í vanda, haugar af notuðum fatnaði Vesturlandabúa enda sem mengandi úrgangur í Afríku, jöklarnir bráðna, plastmengun er ein alvarlegasta ógnin við lífríki sjávar, örplast endar í meltingarvegi sjávardýra og þar með í fæðu okkar, Sorpu berast 600 tonn af úrgangi á degi hverjum. Hvað geta jólasveinarnir gert í þessu? Margt smátt gerir eitt stórt og jólasveinar geta lagt sitt af mörkum eins og aðrir. Gott er að spyrja sig áður en skógjöf er valin hvort hún sé skynsamleg út frá umhverfisverndarsjónarmiðum og hvort hún muni raunverulega nýtast barninu eða lenda beint í ruslinu eftir skamma stund. Við hvetjum jólasveinana til að leita eftir umhverfisvænum vörum og velja umhverfisvænni kostinn ef tveir eða fleiri eru í boði. Gott væri að verslanir huguðu sérstaklega að umhverfisvænum vörum sem gefa má í skóinn og vektu athygli jólasveina á þeim. Skógjafir sem hvetja til samveru fjölskyldunnar geta verið umhverfisvænar, óvissuferð í boði jólasveinsins, útivistarbingó, ratleikur, efni í jólaföndur, pappír, litir eða uppskrift að trölladeigi, kökuform og uppskrift að jólasmákökum sem fjölskyldan bakar saman. Ef gefnir eru hlutir eða fatnaður má finna notað og velja eitthvað sem barnið vantar. Um að gera að nýta nytjamarkaði og loppuverslanir og svo getur verið sniðugt að skiptast á notuðum leikföngum eða öðru slíku við aðrar jólasveinafjölskyldur. Vinnustaðir geta komið upp jólasveinaborði þar sem er að finna hentuga notaða hluti, þú kemur með einn hlut og tekur annan. Matvara eins og mandarínur, framandi ávextir, piparkökur eða aðrar smákökur, drykkur og sælgæti á nammidögum er tilvalið. Ef velja á dót er sniðugt að kaupa kassa með einhverju sem hægt er að skipta í nokkrar gjafir eins og kubba eða púsluspil. Hluti af eftirvæntingunni er þá að bíða eftir næsta púsli. Auðvitað hafa jólasveinar það svo í huga að stilla skógjöfum í hóf svo ekki verði um erfiðan samanburð að ræða í skólanum eða leikskólanum. Fyrir umhverfisvæna jólasveina viljum við benda á eftirtaldar síður sem innihalda góð ráð og hugmyndir. Færni til framtíðar á Facebook www.landvernd.is www.graenskref.is Börnin okkar munu erfa landið/heiminn. Þau eiga það inni hjá okkur að skilja eins vel við og okkur er mögulegt svo við bætum ekki enn á þau krefjandi verkefni sem þau munu standa frammi fyrir á þessu sviði. Nóg er það nú samt. Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK – samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. Bryndís Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun