Meðalfjölskylda muni verja 239 þúsund í jólainnkaupin Eiður Þór Árnason skrifar 29. nóvember 2021 15:00 Mikill annatími er fram undan í verslunarkjörnum landsins. Vísir/Vilhelm Rannsóknarsetur verslunarinnar (RSV) spáir því að hver Íslendingur muni verja 59.715 krónum til jólainnkaupa í nóvember og desember. Það gera rúmlega 238.800 krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Spáir RSV að jólaverslun muni aukast um 3,86% frá síðasta ári og að aukningin nemi um 0,1% að raunvirði. Í fyrra jókst velta smávöruverslana yfir jólamánuðina um 17,4% eða um tæplega 16,4 milljarða króna að nafnvirði miðað við sama tímabil árið 2019. Samkvæmt gögnum um virðisaukauppgjör Hagstofu Íslands hækkaði jólavelta mest árið 2011 þegar hún jókst um 7,9%. Að mati RSV eru horfur á góðri jólaverslun í ár en verðlækkanir, vöruskortur og vandræði tengd faraldrinum muni þó líklega hafa þær afleiðingar að aukningin verði minni en annars. Þetta kemur fram í nýrri samantekt RSV um jólaverslun. Telja að verslað verði fyrir 136 milljarða króna RSV spáir því að velta í smásöluverslun í nóvember og desember þetta árið verði um rúmir 136 milljarðar króna með virðisaukaskatti. Þar af eru rúmir 22 milljarðar umfram meðaltal annarra mánaða ársins og má ætla að þeir séu vegna jólainnkaupa. Samkvæmt netkönnun sem framkvæmd var af Prósent í byrjun nóvembermánaðar sögðust 20% aðspurðra ætla að verja 10 til 49 þúsund krónum í jólagjafir í ár og 29% sögðust ætla að verja 50 til 99 þúsund krónum. RSV gaf ekki út spá um jólaverslun í fyrra en gögn benda nú til að kórónuveirufaraldurinn hafi í lang flestum tilvikum haft jákvæð áhrif á innlenda verslun. Leiða má líkur að því að aukna veltu í innlendri verslun á árinu megi að hluta rekja til samkomu-og ferðatakmarkana vegna faraldursins. Að sögn RSV kemur sú aukning líklega til bæði vegna tilfærslu á milli innlendrar og erlendrar verslunar en einnig vegna þess að framboð á afþreyingu og öðru sem neytendur hafa vanalega kost á að verja fjármunum sínum í hafi dregist saman. Verslun Jól Fjármál heimilisins Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Spáir RSV að jólaverslun muni aukast um 3,86% frá síðasta ári og að aukningin nemi um 0,1% að raunvirði. Í fyrra jókst velta smávöruverslana yfir jólamánuðina um 17,4% eða um tæplega 16,4 milljarða króna að nafnvirði miðað við sama tímabil árið 2019. Samkvæmt gögnum um virðisaukauppgjör Hagstofu Íslands hækkaði jólavelta mest árið 2011 þegar hún jókst um 7,9%. Að mati RSV eru horfur á góðri jólaverslun í ár en verðlækkanir, vöruskortur og vandræði tengd faraldrinum muni þó líklega hafa þær afleiðingar að aukningin verði minni en annars. Þetta kemur fram í nýrri samantekt RSV um jólaverslun. Telja að verslað verði fyrir 136 milljarða króna RSV spáir því að velta í smásöluverslun í nóvember og desember þetta árið verði um rúmir 136 milljarðar króna með virðisaukaskatti. Þar af eru rúmir 22 milljarðar umfram meðaltal annarra mánaða ársins og má ætla að þeir séu vegna jólainnkaupa. Samkvæmt netkönnun sem framkvæmd var af Prósent í byrjun nóvembermánaðar sögðust 20% aðspurðra ætla að verja 10 til 49 þúsund krónum í jólagjafir í ár og 29% sögðust ætla að verja 50 til 99 þúsund krónum. RSV gaf ekki út spá um jólaverslun í fyrra en gögn benda nú til að kórónuveirufaraldurinn hafi í lang flestum tilvikum haft jákvæð áhrif á innlenda verslun. Leiða má líkur að því að aukna veltu í innlendri verslun á árinu megi að hluta rekja til samkomu-og ferðatakmarkana vegna faraldursins. Að sögn RSV kemur sú aukning líklega til bæði vegna tilfærslu á milli innlendrar og erlendrar verslunar en einnig vegna þess að framboð á afþreyingu og öðru sem neytendur hafa vanalega kost á að verja fjármunum sínum í hafi dregist saman.
Verslun Jól Fjármál heimilisins Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira