Það er dýrt að vera fátækur Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 26. nóvember 2021 16:00 Þú þarft að kaupa notuð heimilistæki eins og þvottavél því þú getur ekki lagt út fyrir nýrri vél sem virkar. Þú veist aldrei hvernig ástandið er á notuðu vélinni en vonar að hún gefi ekki upp öndina. Í fátækt er ekki hægt að fyrirbyggja vandamál með því að fara reglulega til tannlæknis. Lyf eða matur, hvort verður fyrir valinu? Sálfræðitímar eru fjarlægur lúxus, þannig þú heldur öllu inni sem þyrfti að komast út. Það er hægt að komast upp með það að greiða suma reikninga mánuði eftir á en því fylgir gjald. Ef reikningur er enn ógreiddur eftir 30 daga, þá verður vandamálið stærra. Löginnheimtubréf kemur til þín eftir því sem tímanum líður. Fátæku fólki er refsað fyrir að eiga ekki pening. Því hærri sem skuldin er, því meira þarf að greiða fyrir hana. Því það er samfélagslega viðurkennt að það megi hagnast á fátæku fólki. Innheimtufyrirtæki hagnast á skuldum leigjenda. Þau hagnast á neyð annarra. Nú sem aldrei fyrr er þörf á því að við félagsvæðum húsnæðiskerfið annars halda fjármagnseigendur áfram að hagnast á uppbyggingu húsnæðis. Þar má nefna olíufélög sem fá byggingarrétt afhentan fyrir að fjarlægja bensínstöðvar af borgarlandinu. Allt í nafni grænna hvata. Það er dýrt að vera fátækur en arðbært að hagnast á fátæku fólki og öðru fólki sem er í þörf fyrir húsnæði og helstu nauðsynjar. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þú þarft að kaupa notuð heimilistæki eins og þvottavél því þú getur ekki lagt út fyrir nýrri vél sem virkar. Þú veist aldrei hvernig ástandið er á notuðu vélinni en vonar að hún gefi ekki upp öndina. Í fátækt er ekki hægt að fyrirbyggja vandamál með því að fara reglulega til tannlæknis. Lyf eða matur, hvort verður fyrir valinu? Sálfræðitímar eru fjarlægur lúxus, þannig þú heldur öllu inni sem þyrfti að komast út. Það er hægt að komast upp með það að greiða suma reikninga mánuði eftir á en því fylgir gjald. Ef reikningur er enn ógreiddur eftir 30 daga, þá verður vandamálið stærra. Löginnheimtubréf kemur til þín eftir því sem tímanum líður. Fátæku fólki er refsað fyrir að eiga ekki pening. Því hærri sem skuldin er, því meira þarf að greiða fyrir hana. Því það er samfélagslega viðurkennt að það megi hagnast á fátæku fólki. Innheimtufyrirtæki hagnast á skuldum leigjenda. Þau hagnast á neyð annarra. Nú sem aldrei fyrr er þörf á því að við félagsvæðum húsnæðiskerfið annars halda fjármagnseigendur áfram að hagnast á uppbyggingu húsnæðis. Þar má nefna olíufélög sem fá byggingarrétt afhentan fyrir að fjarlægja bensínstöðvar af borgarlandinu. Allt í nafni grænna hvata. Það er dýrt að vera fátækur en arðbært að hagnast á fátæku fólki og öðru fólki sem er í þörf fyrir húsnæði og helstu nauðsynjar. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar