Heimsmeistarar í hringrásarhugsun og sjálfbærni? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 26. nóvember 2021 11:00 Í gegnum tíðina höfum við ótal dæmi um hvernig við höfum staðið okkur verulega vel í hringrásarhugsun og sjálfbærni. Við þurftum að finna aðferðir við að geyma matvæli til að deyja ekki úr hungriekki bara alveg óvart heldur meira af algjörri nauðsyn og mikilli neyð. Frá árinu 872 +/- 2 ár til 1920 var Ísland nánast fullkomið hringrásarhagkerfi. Við lærðum að byggja hús með því að nýta efni og afganga því það var hvorki þekking eða aðgengi að öðru byggingaefni. Aftur, neyð en á sama tíma gríðarlega mikil þekking og nýting á hráefni sem hægt var að nálgast í nágrenninu. Ég er ekki að mæla með því að við færum okkur aftur í torfkofana eða að við förum að súrsa mat, hinsvegar ættum við að hugsa okkur verulega um áður en það verður aftur neyðin sem ýtir okkur í nýjar áttir. Við höfum ennþá val og það val getur verið verulega skemmtilegt og uppbyggjandi. Ekkert kvíðavaldandi við það að fá tækifæri til að byggja upp bjarta og skapandi framtíð. Síðustu 20-30 ár hafa einkennst af velmegun og mikilli neyslu. Afleiðingarnar, ef við girðum okkur ekki í brók fljótlega, gæt orðið dálítið mikil og löng þynnka. Við getum heldur ekki bara farið í að endurhanna alla hluti sem hafa verið hannaðir hingað til, við þurfum að hanna hluti frá byrjun með það fyrir augum að það sé hringrás fyrir þessa ákveðnu hluti og raunveruleg not og þörf. Munum að náttúran gerir ekki mistök, aldrei. Maðurinn, ég og þú, gerum mistök. Nátturan hinsvegar mun refsa okkur með sínum aðferðum hvort sem við kjósum að líta á núverndi heimsfaraldur, flóð og/eða hverskonar náttúruhamfarir sem hluta af þeirri refsingu. Það þýðir samt ekki að við séum vond eða illa meinandi. Við erum bara mannleg, það góða við það hinsvegar er að við getum lært af okkar mistökum og bætt um betur. Það er ekki nóg að stjórnvöld geri þetta, það er ekki nóg að ein og ein eða stærsta atvinnugreinin geri þetta, það er ekki nóg að allir einstaklingar flokki ruslið sitt, það er ekki nóg að ungt fólk hafi metnað. Við þurfum að gera þetta öll, saman á sama tíma. (Hér gæti ég verið með stórkemmtilega samlíkingu við smalamennsku en ég bíð aðeins með það) Hættum að skammast og koma inn samviskubiti yfir því hvernig komið er, það gerir ekkert annað en að letja fólk til alvöru verka. Verum stolt af því að vinna að þessu saman, látum okkur hlakka til að uppskera árangurinn, nýtum samtakamáttinn og finnum gleðina í að eiga frábær lífsgæði saman á þessum dásamlega eyjaklumpi sem við köllum heima. Verum öðrum síðan fyrirmynd og bætum heiminn, eitt skref, einn bita í einu. Höfum hugrekki, núna. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Í gegnum tíðina höfum við ótal dæmi um hvernig við höfum staðið okkur verulega vel í hringrásarhugsun og sjálfbærni. Við þurftum að finna aðferðir við að geyma matvæli til að deyja ekki úr hungriekki bara alveg óvart heldur meira af algjörri nauðsyn og mikilli neyð. Frá árinu 872 +/- 2 ár til 1920 var Ísland nánast fullkomið hringrásarhagkerfi. Við lærðum að byggja hús með því að nýta efni og afganga því það var hvorki þekking eða aðgengi að öðru byggingaefni. Aftur, neyð en á sama tíma gríðarlega mikil þekking og nýting á hráefni sem hægt var að nálgast í nágrenninu. Ég er ekki að mæla með því að við færum okkur aftur í torfkofana eða að við förum að súrsa mat, hinsvegar ættum við að hugsa okkur verulega um áður en það verður aftur neyðin sem ýtir okkur í nýjar áttir. Við höfum ennþá val og það val getur verið verulega skemmtilegt og uppbyggjandi. Ekkert kvíðavaldandi við það að fá tækifæri til að byggja upp bjarta og skapandi framtíð. Síðustu 20-30 ár hafa einkennst af velmegun og mikilli neyslu. Afleiðingarnar, ef við girðum okkur ekki í brók fljótlega, gæt orðið dálítið mikil og löng þynnka. Við getum heldur ekki bara farið í að endurhanna alla hluti sem hafa verið hannaðir hingað til, við þurfum að hanna hluti frá byrjun með það fyrir augum að það sé hringrás fyrir þessa ákveðnu hluti og raunveruleg not og þörf. Munum að náttúran gerir ekki mistök, aldrei. Maðurinn, ég og þú, gerum mistök. Nátturan hinsvegar mun refsa okkur með sínum aðferðum hvort sem við kjósum að líta á núverndi heimsfaraldur, flóð og/eða hverskonar náttúruhamfarir sem hluta af þeirri refsingu. Það þýðir samt ekki að við séum vond eða illa meinandi. Við erum bara mannleg, það góða við það hinsvegar er að við getum lært af okkar mistökum og bætt um betur. Það er ekki nóg að stjórnvöld geri þetta, það er ekki nóg að ein og ein eða stærsta atvinnugreinin geri þetta, það er ekki nóg að allir einstaklingar flokki ruslið sitt, það er ekki nóg að ungt fólk hafi metnað. Við þurfum að gera þetta öll, saman á sama tíma. (Hér gæti ég verið með stórkemmtilega samlíkingu við smalamennsku en ég bíð aðeins með það) Hættum að skammast og koma inn samviskubiti yfir því hvernig komið er, það gerir ekkert annað en að letja fólk til alvöru verka. Verum stolt af því að vinna að þessu saman, látum okkur hlakka til að uppskera árangurinn, nýtum samtakamáttinn og finnum gleðina í að eiga frábær lífsgæði saman á þessum dásamlega eyjaklumpi sem við köllum heima. Verum öðrum síðan fyrirmynd og bætum heiminn, eitt skref, einn bita í einu. Höfum hugrekki, núna. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun